Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Blaðsíða 18
KYNNING
[Vj Þjóðvaki,
1D
o
E
hreyfing fólksins
varð til haustið
1994, og samtökin
[t] sjálf voru stofnuð í
l ] Reykjavík 28.
Q janúar 1995.
Formaður Þjóðvaka
er Jóhanna
Sigurðardóttir
alþingismaður,
Reykjavík,
varaformaður
Svanfríður Jónasdóttir
forseti bæjarstjórnar,
Dalvík,
og ritari Ágúst
Einarsson prófessor,
Seltjarnarnesi.
Framkvæmdastjóri
flokksins er Katrín
Theodórsdóttir
Þjóðvaki býður fram til
þings í fyrsta sinn í
kosningunum nú í vor.
<
0
z
I—I
cn
/
hJ
Ph
Ph
'P
Kosningaskrifstofur
Þjóðvaka eru á
eftirtöldum stöðum:
Reykjavík:
Hafnarstræti 7,
sími 28100,
fax 627060.
Hafnarfjörður:
Reykjavíkurvegi 62,
sími 655740,
fax 655742.
Akureyri:
Brekkugata 6B,
sími 96-22103,
fax 96-22403.
Ollum er velkomið að
hringja eða mæta á
kosningaskrifstofur
flokksins og nálgast
þannig frekari
upplýsingar. Einnig má
fá allar upplýsingar um
stefnu og
frambjóðendur
Þjóðvaka á Internetinu.
Þjóðvaki
Þjóðvaki berst fyrir jöfnuði í tekju- og eignaskiptingu og
vill vinna í nánu samráði við samtök launafólks.
Samtökin munu beita sér fyrir öflugri
atvinnuuppbyggingu. Þau leggja áherslu á að taka
upp heiðarleg vinnubrögð með siðvæðingu í
stjórnmálum, stjómsýslu og atvinnulífi. Þjóðvaki
vill ábyrga stefnu í ríkisfjármálum, m.a. til að áfram sé
hægt að halda uppi öflugu velferðarsamfélagi sem
tryggir öryggi fjölskyldnanna í landinu og er að auki
forsenda heilbrigðs og skilvirks atvinnulífs.
Varðveita þarf efnahagslegan stöðugleika, beita aðhaldi í
ríkisfjármálum og efla möguleika atvinnulífsins með endurskipulagningu, aukinni
tæknivæðingu og áherslu á markaðssókn erlendis. Launamenn hafa tekið á sig
herkostnaðinn af þróun síðustu ára, og árangur sem náðst hefur er í hættu ef launamenn
fá ekki að njóta ávaxtanna. I samvinnu við samtök launafólks þarf að gera áætlun um
bætt lífskjör almennings í tengslum við meiri hagvöxt, lága verðbólgu og aukna framleiðni.
/kvimcmÁl Fyrst og fremst verður nú að leita sóknarfæra og nýsköpunar, auka
framleiðni í atvinnulífinu og efla útflutningsgreinar. Þjóðvaki leggur áherslu á að öflugt
menntakerfi er undirstaða atvinnusóknar. I sjávarútvegi vill Þjóðvaki staðfesta þjóðareign
á fiskimiðunum með afnotagjaldi í áföngum, og setja allan fisk á markað. Sérlega brýnt er
að gæta að grundvelli smábátaútgerðar í yfirstandandi sviptingum.
Atvinnuleysi er það félagslega vandamál sem nú er brýnast að vinna
gegn. I kjaramálum telur Þjóðvaki að opið launakerfi og nýtt starfsmat sé ein af forsendum
fyrir kjarajöfnun í samningum og með skattaaðgerðum. Opinber fjölskyldustefna og
markvissar aðgerðir til að rétta við fjárhag heimilanna, þar á meðal tekjutengdur
persónuafsláttur, gætu skapað grunn að nýrri þjóðarsátt um að efla þjónustu í
velferðarkerfinu án þess að auka við það kostnað.
jóðvaki telur samningana um EES og GATT mikilvæga hornsteina
utanríkisviðskipta á næstu árum. íslendingar eiga nú að fylgjast sem allra best með þróun
Evrópusambandsins og meta kosti og galla hugsanlegrar aðildar. Varnarsamninginn við
Bandaríkin þarf að endurmeta í samræmi við breytta tíma. Þjóðvaki vill efla SÞ, leggur
áherslu á náið norrænt samstarf og vill að þjóðirnar við norðanvert Atlantshaf taki upp
náin tengsl um málefni hafsins.
Það eru mannréttindi að eiga kost á húsnæði. Þjóðvaki vill
áframhaldandi uppbyggingu félagslegs íbúðakerfis, meðal annars með traustum
leigumarkaði. Húsbréfakerfið hefur sannað sig, en það verður að treysta betur, m.a. til að
koma í veg fyrir þunga greiðslubyrði við skammtímafjármögnun.
‘Tttemfamát Menntunarstig og þekking eru hinar raunverulegu auðlindir
framtíðarinnar. Til að framlög til menntamála verði sambærileg við grannþjóðir þarf að
hækka þau um helming. Þjóðvaki vill víðtæka áætlun um þessa framtíðarfjárfestingu í
menntun. Auka þarf sjálfstæði skólastofnana, bæta menntun og kjör kennara, og gera
auknar kröfur til skólastjórnenda. Skerðingu námslána undanfarið verður að bæta í
áföngum.
7tmAv&i{fi&mát Þjóðvaki leggur áherslu á stefnu sjálfbærrar þróunar við
auðlindanýtingu og stjórnun efnahagsmála þannig að ekki sé í sífellu gengið á rétt næstu
kynslóða. Matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta, sem verða meginviðfangsefni okkar á
næstu öld, byggjast á ómengaðri náttúru.
18
ALÞINGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ U N G T F Ó L K TAKIÐ AFSTÖÐU