Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 20
FRÆÐSLA
eftirÁgústu ÝrÞorbergsdóttur
Megindrættir íslensks
stjórnskipulags eru
dkveðnir í stjórnarskránni.
I henni er að finna helstu
grundvallarreglur um
stjórnskipulag ríkisins.
Þær eru: sérstök
stjórnarskrá,
prígreining rikisvaldsins,
pingræði og
mannréttindaverna.
Stjórnarskráin
Stjórnarskrár hafa að vissu leyti
þversagnakennt hlutverk. Þeim
er ætlað að tryggja að vald ríkisins
eigi sér uppsprettu hjá þjóðinni og
sé ekki beitt í andstöðu við hana.
Jafnframt er þeim ætlað að tak-
marka vald ríkisins og þar með
einnig vilja meirihlutans eins og
hann birtist á þingi eða í ríkis-
stjórn. Sú grundvallarhugsun
liggur að baki flestum stjórnar-
skrám að til séu gildi og réttindi
sem séu svo mikilvæg að þau beri
að vernda sérstaklega, þess vegna
er erfiðara að breyta greinum
stjórnarskrárinnar en venjulegum
lögum. A Islandi hefur Alþingi
valdið til að breyta stjórnar-
skránni, til þess nægir einfaldur
meirihluti þings, þó þannig að
þing verður að samþykkja breyt-
ingar tvisvar sinnum með kosn-
ingum á milli. Samþykki Alþingi
tillöguna í annað sinn óbreytta
tekur hún gildi þegar hún hefur
hlotið staðfestingu forseta.
Árið 1848 féll danska einveldið
endanlega og leiddi það til óvissu
um stöðu Islands innan konungs-
ríkisins. íslendingar töldu að
samband landanna hlyti að breyt-
ast við þetta, dönsk stjórnskipun
og dönsk lög ættu ekki að ná
lengur til Islands. Dönsk stjórn-
völd voru á öðru máli, þau töldu
Island vera hluta danska ríkisins
og að danska stjórnarskráin ætti
að ná til íslands líka. Það var ekki
fyrr en 1871 að stöðulögin svo-
kölluðu voru staðfest. Þar skil-
greindu Danir Island sem óað-
skiljanlegan hluta Danaveldis,
með sérstökum landsréttindum. í
kjölfarið voru gerðar umfangs-
miklar breytingar á stjórnskipun
íslands og 1874 gaf Danakon-
ungur Islendingum stjórnarskrá.
Með stjórnarskránni fékk Alþingi
löggjafarvald í innanlandsmálum,
sem takmarkaðist af neitunarvaldi
konungs. Framkvæmdavaldið
var hins vegar hluti af dönsku
stjórnsýslunni. Baráttan fyrir
endurskoðun stjórnarskrárinnar,
bæði við Dani og milli andstæðra
fylkinga á íslandi, varð höfuð-
viðfangsefnið næstu áratugi. Með
heimastjórn 1904 varð til íslenskt
framkvæmdavald og fengum við
þá einnig fyrsta ráðherrann,
Hannes Hafstein. Þessari baráttu
lauk svo 1918 með setningu lag-
anna um samband Islands og
Danmerkur sem kváðu á um að
bæði löndin væru frjáls og full-
valda ríki í sambandi við einn og
sama konung. Það var þó ekki
fyrr en 1920 að Islendingar fengu
algjör yfirráð yfir innlendu dóms-
valdi, þegar Hæstarétti íslands
var komið á fót.
Sú stjómarskrá sem við búum við
í dag var sett af þjóðinni í þjóðar-
atkvæðagreiðslu árið 1944. Ekki
hafa verið gerðar neinar róttækar
breytingar á stjórnarskránni frá
1874 en má þar helst nefna þes-
sar: 1903 vom gerðar breytingar
sem nauðsynlegar voru vegna
tilkomu fyrsta íslenska ráð-
herrans og heimastjórnar á ís-
landi, 1915 var kosningaréttur
karla og kvenna gerður almenn-
ur, 1920 vom gerðar þær breyt-
ingar sem leiddu af fullveldi
Islands og 1944 vom gerðar þær
breytingar á stjómarskránni sem
voru nauðsynlegar vegna sam-
bandsslitanna við Dani. Ákvæði
um konungsvaldið féllu út, en
ákvæði um forseta íslands komu
inn í staðinn. Árið 1959 var
kosningakerfið stokkað upp.
Þingmönnum fjölgað í 60, gömlu
kjördæmin voru lögð niður að
Reykjavík undanskilinni og átta
núverandi kjördæmi tekin upp.
1991 vom þær breytingar gerðar
sem nauðsynlegar voru vegna
afnáms deildaskiptingar Alþingis
og aðskilnaðar umboðsvalds og
dómsvalds í héraði.
ALMENNINGUR
Rfkisvald
Framkvæmdavald
Ríkisstjórn
Löggjafarvald
Alþingi
Dómsvald
Dómsstólar
ALMENNINGUR
SHipu£xtg. &esi£ióitvt> ttiidcitt við ueLfi&tð aímenningo.
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 • U N GT FOLKTAKIB AFSTÖÐU