Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Side 22

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Side 22
Ef skoðaðar eru stefnuskrár íslenskra stjómmálaflokka kemur í Ijós að þær eru mjög svipaðar og ef skoðað er grannt kemur líka í Ijós að þær hafa lítið breyst í gegnum árin. Ennfremur kemur í Ijós að þær eru bara stefnuskrár. Það er ekki endilega þar með sagt að þær séu framkvæmdaskrár. Sérhver stjómmálaflokkur hefur á bak við sig eins konar eigendafélag; það er flokk fjármagns- eða hagsmunaeigenda, sem velja sér málpípur til að viðhalda og varðveita hagsmuni sína. Þessar málpípur heita stjómmálamenn. A hverjum tíma em margir ungir menn kallaðir til - til hlýðnis og hollustuuppeldis innan hvers flokks. Það verður að kalla marga til, vegna þess að ekki er ljóst þegar af stað er farið hver hefur úthaldið í það sem kallað er „póhtískur ferill". En vegna þess hversu margir úr hópnum hafa úthald, berjast þeir um sætin innbyrðis. Það er nauðsynlegt, því það tryggir hollustu við „eigendurna". Þeir sem em hlýðnastir og hollastir fá að ná langt; þeir fá völdin og virðinguna - svona út á við, eða að því er virðist. Kvennahstinn er eini flokkurinn sem hefur ekkisvona eigendafélag. Það er einn af veikleikum flokksins og kannski þessvegna sem fylgi hans er svo htið. Hann er svona útópíuflokkur með sólskin og grasgrænu í augum; hefur stefnuskrá eins og hinir en dettur ekki einu sinni í hug að reyna að framfylgja henni. Þær kvennalistakonur hampa eignaleysi sínu en það er nú svo að því fjárhagslega sterkari sem eigendur stjórnmálaflokks em, því fleiri eiga hagsmuna að gæta í viðhaldi flokksins; allir sem vinna hjá fyrirtækjum eigendanna. Ef stjórnmálamenn hér framfylgdu stefnuskrám flokka sinna, væri íslenskt þjóðfélag ekki sá glundroði sem það er; hér þarf ekki að vera atvinnuleysi og fátækt. Afsökun stjórnmálamanna fyrir því að stefnuskrám er ekki framfylgt er alltaf sú að þeir séu í stjórnarsamstarfi með öðrum sem hafi ekki sömu stefnu og þetta sé spurning um að fara samningaleiðina við hinn flokkinn. Þar með firra allir sig ,Þcu) vt engin pdíUM á Jóíandi. fficvta áagötnunvt. J>eóói ötadwynd Bíaö bc uið í fw&tt óinn óem ótjámmáía- menn apna munninn, öem þevt gma mjdg ccft þiu þevc uinna í {feinni útöendingu ad þuí est uvtðiöt. ábyrgð. Þegar svo talað er um skattamál, er skattpíningin fyrrverandi ríkisstjórn að kenna. Þeir sem em við völd á hverjum tíma, bera aldrei ábyrgð á einu né neinu. Núverandi ríkisstjóm hreykir sér af því að hafa náð verðbólgunni niður fyrir heimilin í landinu. En það var ekki fyrir heimilin. Það var fyrir fyrirtækin í landinu, sem skulda eins og skrattinn sjálfur og em alltaf að fara á hausinn, vegna þess að hér er alltaf verið að stofna fyrirtæki með lánum, sem fara svo á hausinn. Hér er aldrei hægt að hugsa fyrst - hvað þá skipuleggja - og framkvæma svo. Og þegar fyrirtæki fara á hausinn, þarf ríkissjóður oftar en ekki að standa straum af stórum hluta kostnaðar. Það þarf að greiða launakröfur á hendur fyrirtækinu. Það þarf að fella niður opinber gjöld af því. Það þarf að skuldbreyta og fella LK TAKIÐ AFSTÖÐU niður lán úr einhverjum opinberum sjóðum eða láta þau fyrnast. Svo er okkur sagt að heilsugæslan sé svo dýr, félagslega kerfið sé svo dýrt, vegakerfið sé svo dýrt, húsnæðiskerfið sé svo dýrt; allt sem varði almannaheill sé svo dýrt. Það er þrúgandi mein í sálarlífi þjóðarinnar að geta ekki hugsað áður en framkvæmt er. Við hugsum í fyrirsögnum og framkvæmum í samræmi við það lottó- og happdrættishugarfar sem gerir okkur að sérstakri tegund í úníversinu. Afleiðingarnar eru þær að við emm núna að greiða milljarða fyrir refahappdrættið, minkahappdrættið, fiskeldishappdrættið og það næsta verðrrr bændagistingar- happdrættið. Mill- jónaskuldir hlaðast upp án þess við fáum neitt við ráðið og þjóðin fær að leika sér svona með fjármagnið eins og hún hafi "monopolí" platpeninga milh handanna. Því finnst mér hlægilegt og sorglegt í senn að heyra ungt fólk tala um að það ætli að breyta þessu öllu. Ungt fólk sem hefur ekki kannað hvort flokkseigendur kæra sig um það. Ungt fólk með ekkert fjármagn á bak við sig til að versla með völdin. Ungtfólk sem er fullt af hugsjónum sem fölna fljótlega þegar það þarf að byrja að verja sig fyrir ALÞINGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ UNGT FÓ

x

Ungt fólk takið afstöðu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.