Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 25

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 25
ég þess. Ræðunámskeið geta verið mjög góð til að byggja upp sjálfstraust fólks og gera það þjálfaðra í framkomu en hins vegar finnst mér leiðin- legt að hlýða á fólk sem hefur farið á of mörg ræðu- námskeið. Hvernig stendur norrænt samstarf ídag að pínu mati og hvernig sérðu fyrir pér próun pess á næstu árum? Mér sýnist það standa sæmi- lega. Það mun auðvitað breytast vegna þess að Svíar og Finnar eru farnir inn í ESB. Nú ríður á að stjórn- málamenn standi við stóru orðin um að samstarfið skipi áfram sama sess og það hefur gert, en mér sýnast blikur á lofti í því efni. Hver er pín skoðun á stefnu- mótun í menntakerfinu með tilliti til bóknáms og verk- náms? Við verðum að leggja meiri áherslu á alls konar verk- nám og starfsmenntun til að halda við og þróa verk- menningu og verkþekkingu í landinu. Við þurfum víð- tæka og fjölbreytta mennt- un. Það er of algengt að fólk svífi í gegnum skólakerfið án þess að staldra nokkurn tíma við og íhuga hvort þetta sé endilega það sem það langar að gera eða hvort aðrir betri kostir séu í boði. Hvað vilt pú gera við LÍN og fyrir Háskóla íslands? Lánasjóðurinn hefur mikil- vægu hlutverki að gegna til að stuðla að jafnrétti til náms. Stúdenta bíða nú allt önnur kjör og allt annað líf að loknu námi en fyrri kyn- slóða. Lánskjörin hafa versnað og eftirágreiðsla lána gerir fólki mjög erfitt fyrir með dýrum lántökum. Það sem er efst í huga mín- um nú varðandi Lánasjóð- inn eru afborgunarkjör sem eru verri en áður. Við verð- um að horfast í augu við þá staðreynd að sumir komast í nám og aðrir ekki vegna þess að þeir hafa ekki efni á því. Það stefnir í að háskóla- nám verði forréttindi þeirra sem hafa efni á því. Núver- andi ríkisstjórn hefur gengið mjög nærri Háskólanum með skerðingu framlaga til hans. Það verður að bjarga þjóðinni frá menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Finnst pér réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og velta skuldum yfir á fram- tíðina? Nei það er ekkert sem rétt- lætir hallarekstur ríkissjóðs svo árum skiptir. Við höfum gengið á auðlindir okkar og nú er komið að skulda- dögum. Upprennandi kyn- slóðum er gert að borga fyrir togarasukk, óarðbærar fjár- festingar, mistök og vonda skipulagningu fyrri kyn- slóða. Við erum í raun fyrsta íslenska kynslóðin sem þarf að borga allt upp í topp. Til þess að lifa af verður að breyta um lífsstíl og minnka neyslu. Hagvöxtur er ekki eitthvað sem heldur enda- laust áfram. Við þurfum að huga að því hvernig Is- lendingar ætla að draga fram lífið á 21. öldinni, vitandi að það er ekki enda- laus fiskur í sjónum Hvernig kynntist pú maka pínum? Hvaða maka? ...SEM AUÐVELT ER AÐ FORÐAST AIVR ÞETTA ERU SLYS... A L M N i N G A R 1 9 9 5 • U N G T FOLK TAKIÐ A F S T 0 Ð II 25 VIÐTAL

x

Ungt fólk takið afstöðu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.