Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 27

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 27
Hvað finnst pér um hlutverk forsetaembættisins í stjórn- kerfinu? Ég held að forsetaembættið og hvernig það er statt í stjórnkerfinu hafi reynst okkur ágætlega, ég sé ekki nauðsyn á neinum sérstök- um breytingum þar. Ég tel þó rétt að styrkja forseta- embættið með því að þegar forseti lýðveldisins er kjör- inn verði hann að fá hreinan meirihluta atkvæða. Ef enginn einn frambjóðandi fær hreinan meirihluta í kjöri í fyrstu umferð, þá skuli kosið milli þeirra tveggja sem urðu efstir. Hefur púfarið á ræðunámskeið og finnst pér pað mikilvægt? Nei, ég hef ekki farið á ræðunámskeið en hugsaði þó mikið um það hér áður fyrr þegar ég var að byrja í pólitíkinni. Ég held að það hafi allir gott af því að fara á ræðunámskeið því ræðu- mennska er mikilvægur þáttur í pólitíkinni. Hvernig stendur norrænt sam- starf i dag, að pínu mati og hvernig sérðu fyrir pér próun pess á næstu árum? Norrænt samstarf skiptir okkur miklu máli. Ég hygg að það geti að einhverju leyti staðið veikara eftir að þrjú Norðurlandanna hafa gerst aðilar að ESB. í norrænu starfi hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á menntun og menningu og ég hygg að það muni ekki breytast þó eitthvað annað komi til með að gera það. Ég hygg að þetta muni allt skýrast á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík nú á næstunn. Það þarf að leggja mikla áherslu á að styrkja norrænt samstarf. Hver er pín skoðun á stefnu- mótun í menntakerfinu með tilliti til bóknáms og verk- náms? Ég tel að menn verði að horfast í augu við það að lykillinn að hagvexti og atvinnuuppbyggingu er ekki síst í öflugu mennta- kerfi sem stuðlað getur að nýsköpun, tækni og hugviti. Ég tel að það þurfi að fjár- festa meira í menntun en við höfum gert. Ég held að það þurfi líka að auka vægi verknáms og starfsmennt- unar en á það hefur skort á liðnum árum. Hvað vilt pú gera við IÍN og fyrir Háskóla íslands? Ég vil auka fjármagn til Háskólans, annars held ég að við munum dragast aftur úr. Ég tel að það þurfi að skoða ýmislegt varðandi Lánasjóðinn og Háskólann í leiðinni. Fjöldatakmarkanir eru þar t.d. áhyggjuefni. Ég nefni líka að ég tel að hætta eigi eftirágreiðslum náms- lána til námsmanna sem eru lengra komnir í námi þannig að þeir geti fengið námslán á haustin. Kostnaði vegna núverandi kerfis verði mætt t.d. með því að bankakostn- aður vegna eftirágreiddra námslána verði frádráttar- bær að hluta til frá skatti. Ég tel eðlilegt að í samráði við atvinnulífið sé komið upp styrkjum í námsgreinum sem tengjast mikilvægum atvinnugreinum t.d. í út- flutningi og nýsköpun. Ég tel endurgreiðsluformið þrengja verulega möguleika námsmanna til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það þyrfti að greiða úr því m.a. ''með því að hækka lán í húsbréfakerfinu fyrir þá sem eru að koma sér upp hús- næði í fyrsta sinn, úr 65% í 75% af íbúðarverði. Finnst pér réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og velta skuldum yfir á fram- tíðina? Það er ekki réttlætanlegt að velta skuldum yfir á fram- tíðina en þó verður að skoða aðstæður hverju sinni. Mér finnst að forgangurinn varð- andi útgjöld ríkisins hafi verið rangur og að hann þurfi að endurmeta frá grunni. Heilbrigðiskerfið hjá okkur er mjög dýrt og oft mun dýrara en hjá öðrum þjóðum miðað við það fjár- magn sem við látum í félags- málin sem er mjög lítið samanborið við aðrar þjóðir. Þannig þarf að styrkja for- varnir og fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila veru- legum sparnaði í heibrigðis- kerfinu. Hlunninda- og fríð- indagreiðslur hjá hinu opin- bera og æðstu embættis- mönnum verður líka að endurskoða og takmarka stjórnsýsluhafa mjög, því þar er hægt að spara veru- lega. Onýtt launa- og lífeyr- iskerfi verður líka að stokka upp til að ná fram meira jafnrétti í kjörum fólks. Hvernig kynntist pú mak- anum? Ég kynntist honum á balli en við slitum samvistum fyrir nokkrum árum. Stlórnmálafræöinemar! Bækurnar sem allir stjómmálafræðingar þurfa að eiga eru á tilboðsverði til 12. apríl n.k. Yfir 1.100 bls. af fróðleik fyrir áhugamenn um stjómmál og þjóðmál. Kosningaskýrslur 1874-1987 og Alþingiskosningar 1991 á kr. 3.900.- Kosningaskýrslur 1874-1987, Sveitarstjórnarkosningar 1990, Alþingiskosningar 1991, Forsetakjör 1988, á kr. 4.500.- Hagstofa íslands, Skuggasundi 3 150 Reykjavík. Sími 560 9800 Bréfsími 562 3312 ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ U N G T F 0 L K T A KI Ð AFSIÖÐI VIÐTAL

x

Ungt fólk takið afstöðu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.