Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 28
GRIMSSON
HvENÆR HÓFUST afskipti
þín af stjórnmálum?
Ég byrjaði að hafa áhuga á
stjórnmálum mjög ungur á
Isafirði og tók sem ungur
strákur þátt í forsetakosn-
ingunum 1952. En formleg
afskipti hófust uppúr 1966
þegar ég starfaði með ung-
um framsóknarmönnum
sem var mjög vösk sveit í
þeirri tíð og lauk ferli sínum
með því að stofna Möðru-
vallahreyfinguna.
Hvaða eiginleika þurfa menn
að hafa til að komast ífremstu
röð í stjórnmálum á íslandi?
Það er engin ein formúla til
við því. Menn horfa mikið
á foringja fyrri tíðar og það
gildir um þá eins og margt
annað að fjarlægðin gerir
fjöllin blá og menn eru að
mikla þá fyrir sér. Ég met
mest sjálfur sjálfstæða skoð-
anamyndun, hæfileikann til
að koma með nýjar hug-
myndir, að geta sett fram
gagnrýni á jákvæðan hátt,
að vera svona skapandi
þátttakandi í því sem verið
er að gera. Ef ég er á fundum
þar sem allir eru sammála
og enginn kemur með neitt
nýtt eða önnur sjónarmið þá
finnst mér sá fundur ekki
hafa tekist.
Hvað finnst þér um aldurs-
skiptingu á Alþingi?
Mér finnst hvorki að það
eigi að vera hámarksaldur
né lágmarksaldur á Alþingi.
Reyndar finnst mér að við
látum stjórnmálamenn
hætta of snemma. A íslandi
„parkerum" við fólki á á-
kveðnu aldursskeiði og ég er
ekkert alveg viss um að það
sé heppilegt. Þess vegna
held ég að það sem við
þyrftum að gera væri að fá
bæði meira af ungu fólki fyrr
inn í stjórnmálin og halda
síðan áfram að hafa með í
för eldra fólk sem ennþá
getur miðlað miklu. Það er
of einhæf aldursskipting á
þingi. Stjórnmál byggjast
óskaplega mikið á reynslu,
kannski vegna þess að þeir
sem eru reynslulitlir hafa
tilhneygingu til að taka hluti
of alvarlega og telja að í
þeim felist mikil vandamál
og vandræði.
Eru Alþingiskosningar eini
vettvangurinn þar sem hinn
almenni borgari getur haft
áhrif, eða eru aðrar leiðir?
Nei, það eru margar aðrar
leiðir og það er eitt af því
sem er ánægjulegt við ís-
lenskt þjóðfélag að almenn-
ingur eða áhugafólk um
ákveðin málefni hefur mjög
greiðan aðgang að íslensk-
um stjórnmálamönnum
miðað við erlendis. Einfald-
asta leiðin er bara að hringja
heim til þeirra. Islensk hags-
munasamtök af hvaða tagi
sem er eru mjög virt af
þinginu og geta komið sín-
um athugasemdum á fram-
færi.
Hvernig finnst þér þátturinn
með Hannesi og Merði?
Það er erfitt að dæma hann
af því að þetta er eftirlíking
af bandarískum og breskum
þáttum sem ég þekki mjög
vel. Ég hef nú aðallega þann
FYRSTASÆTIÁ LISTA
IHIIIMI
ÁREYKJANESI
Ólafur Ragnar
Grímsson
alþingismaður er
fæddur 14. maí 1943.
Maki hans er Guðrún
Þorbergsdóttir. Ólafur
lauk stúdenstprófi frá
MR 1962 og B.A. prófi
í hagfræði og
stjórnmálafræði frá
Unisversity of Man-
chester 1965 og Ph.d. i
stjórnmálafræði frá
sama skóla árið 1970.
Ólafur var fyrst kjörinn
á þing árið 1978.
ótta í brjósti að Mörður
muni færast svo hratt til
hægri að hann verði innan
tíðar orðinn eins og Hannes.
Þess vegna eru þeir e.t.v.
bestir þegar "absúrdtetið" er
komið í hámark og gest-
urinn segir ekki orð, Hannes
bara talar og Mörður reynir
að komast að. Ég tel að
Mörður sé í vissri hættu.
Hvernig eiga tengsl við
Evrópusambandið að vera í
framtíðinni að þínu mati?
Ég held að þau séu komin í
það form sem er að mörgu
leyti heppilegast fyrir okkur
íslendinga. Mér finnst vera
skynsamlegt fyrir okkur
Islendinga að halda þessum
viðskiptatengslum við ESB,
þróa viðskiptatengsl okkar
við NAFTA-svæðið í Banda-
ríkjunum og byggja upp
öflug tengsl við Asíu. Ég
held að niðurstaðan af ESB
aðild gæti ekki orðið okkur
í hag. Það sem ég hef verið
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 - UNGT FÓLK T A KI Ð AFSTÖ
að reyna að gera síðustu 6-7
ár er að tala fyrir því að
menn átti sig á að jörðin er
einn hnöttur og við eigum
að sækja okkur efnivið í góð
lífskjör til þeirra svæða sem
mest er að sækja til þ.e. Asíu
og N-og S-Ameríku. Það
væri mikil tímaskekkja að
telja Evrópu eitthvert aðal-
atriði alþjóðlega séð. ESB er
bara varnarmúr. Við eigum
ekki að vera inni í gamla
virkinu, við eigum að vera
úti á akrinum þar sem menn
eru að gera nýja og spenn-
andi hluti.
Ert þú fylgjandi því að gefa
opnunartima vínveitingahúsa
frjálsan?
Er hann nú ekki nægilega
frjáls eins og hann er ? Mér
sýnast nú allir geta skemmt
sér og orðið fullir eftir eigin
geðþótta.
Tekur þú tillit til þess sem
kemur fram í kvartanaþáttum
útvarpsstöðva?
Það er svona upp og ofan,
stundum er það ákveðinn
mælikvarði á svona sjónar-
mið sem fram koma. Ég
hlusta á þá þegar ég er að
hamast í leikfiminni síð-
degis. Þannig að það fer
svolítið eftir því í hvaða
tækjum ég er þá stundina
hvað ég tek mikið mark á
þeim.
Finnst þér réttlátt að sum
atkvæði hafi meira vægi en
önnur?
Menn geta velt því fyrir sér
um hvað lýðræði snýst, á
það ekki að snúast um val á
U