Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 30

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 30
VIÐTAL ODDSSON Hvenær HÓFUST afskipti pín af stjórnmálum ? Þau hófust á háskólaárunum og síðan í borgarmálum 1974. fjölskyldu, á vinnustað, í greinum, í félögum og hvar sem er, haft heimikil áhrif á þróun þjóðfélagsins í stóru og smáu. Hvaða eiginleika purfa menn að hafa til að komast ífremstu röð í stjórnmálum á íslandi ? Þeir þurfa að hafa fylgi, jafnt innan flokks og utan, og til að hafa fylgi til lengri tíma þurfa þeir að hafa til að bera stjórnmálalega staðfestu og vera ósérhlífnir. Hvað finnst pér um aldurs- skiptingu á Alpingi ? Ég tel ástæðulaust að setja þak á aldur þingmanna, reynslan sýnir að slíkt er ekki knýjandi. Það verða sviptingar reglubundið á þinginu og þangað koma menn inn nokkuð í bylgjum. I síðustu kosningum komu t.d. 13 nýjir Sjálfstæðismenn til þings og 13 höfðu setið á þingi áður. Það var holl blanda að mínu viti. Eru Alpingiskosningar eini vettvangurinn par sem hinn almenni borgari getur haft áhrif eða eru aðrar leiðir? Auðvitað eru alþingiskosn- ingar ekki eini vettvang- urinn fyrir hvern þann sem vill hafa áhrif í þjóðfélaginu. Það er skynsamlegast fyrir menn sem vilja hafa stjórn- málaáhrif að taka þátt í flokksstarfi, a.m.k um tíma. Menn þurfa ekki endilega að vera virkir þar um ævibil en þeir læra heilmikið á slíku starfi. En menn geta með persónu sinni, samtölum, í Hvernig finnst pér pátturinn með Hannesi og Merði ? Mér finnst þátturinn með Merði og Hannesi ágætur, einkum með Hannesi. Hvernig eiga tengslin við Evrópusambandið að vera í framtíðinni að ptnu mati ? Ég tel að tengslin við Evrópusambandið eigi að vera sterk í framtíðinni, en við eigum ekki að lúta boð- um þess og bönnum í einu og öllu, eins og verða örlög sumra annarra ríkja. Ert pú fylgjandi pví að gefa opnunartíma vínveitingahúsa frjálsan? Ég er almennt hlynntur því að frelsi sé sem víðtækast í viðskiptum en ég geri mér grein fyrir því að hér á landi sem annars staðar verður frelsinu ætíð settar nokkrar skorður. Menn þurfa að vera vakandi fyrir því að þær skorður gangi aldrei úr hófi fram. Tekur pú tillit til pess semfram kemur í kvartanapáttum útvarpsstöðva ? Það er viðburður ef ég heyri slíka þætti. Það getur komið fyrir ef ég er staddur í bfl á milli fundarstaða. Finnst pér réttlátt að sum atkvæði hafi meira vægi en önnur? í REYKJAVÍK Davíð Oddsson forsætisráðherra er fæddur 17.janúar 1948. Maki hans er Ástríður Thorarensen. Davíð lauk stúdentsprófi frá MR 1970 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1976. Hann var fyrst kjörinn á þing 1991. Ég er hlynntur því að at- kvæðisréttur sé sem jafn- astur. Hvað finnst pér um hluverk forsetaembættisins í stjórn- kerfinu ? Forsetaembættið er nú 50 ára gamalt. Staða þess hefur verið að þróast og forset- arnir hafa hver á fætur öðrum átt sinn jákvæða hlut í að marka því embætti stöðu. Ljóst er að forseta- embættið hefur hér á landi, sem annars staðar þróast í þá átt að forsetinn er sam- einingartákn þjóðarinnar, en fari ekki með pólitískt hlut- verk né stjómmálalegt vald. Slíku valdi hljóti að fylgja ábyrgð en forsetinn er ábyrgðarlaus af stjórnar- athöfnum samkvæmt stjóm- arskránni. Ég tel þessa þróun, sem forsetar landsins hafa mótað í áranna rás, eðlilega. Hefur pú farið á ræðunámskeið og finnst pér pað mikilvægt ? Ég hef ekki farið á ræðu- námskeið, en þess má geta að ég var tvö ár í leiklistar- skóla. Öll þjálfun er mikil- væg og skiptir máli í hverju sem er, ekki síður í ræðu- mennsku en öðru. Hvernig stendur norrænt sam- starf í dag og hvernig sérðu fyrir pér próun pess á næstu árum ? Norrænt samstarf hefur verið mikilvægt um árabil og verður það í framtíðinni. Ég sé fyrir mér að núverandi skipting þjóða í Evrópu- sambandsþjóðir og þjóðir sem eru í evrópska Efna- hagssvæðinu munu leiða til þess að norrænt samstarf muni eflast og styrkjast og þýðing þess verða meiri. Hver er pín skoðun á stefnu- mótun í menntakerfinu með tilliti til bóknáms og verk- náms? Mjög mikil vinna hefur ver- ið lögð í það af menntamála- ráðherra og núverandi ríkis- stjórn að marka mennta- kerfinu stefnu til langs tíma litið. T.d hefur verið stefnt að því að framhaldsskól- arnir geti þjónað æ fjöl- breyttari þörfum nemenda og búið þá undir sérhæfðar námsbrautir og starfsnám. Einnig eru í gangi tilraunir með nýskipan í starfsnámi með aukinni þátttöku at- ALMNGISKOSNINGAR I 9 9 5 - UNGT FÓLKTAKIB AFSTÖÐU

x

Ungt fólk takið afstöðu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.