Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 31

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 31
vinnulífsins. Ég held að með þessum hætti sé far- sælast að styrkja verknáms- þáttinn í skólakerfinu enda mikilvægt að við getum mætt þörfum og löngunum sem allra flestra hvað menntun varðar. Hvað viltu gera við LÍN og fyrir Hdskóla íslands ? Aftur vitna ég til þess sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar áorkað. Þannig hefur Háskólinn verið styrkur mikið, bæði með mörkun stefnu í vísinda- og rann- sóknarmálum og ekki síður með almennum aðgerðum. Þá hefur auðvitað orðið bylting í aðstöðu nemenda og kennara með opnun hinnar glæsilegu Þjóðar- bókhlöðu. Varðandi LÍN þá bendi ég á að nú er hætt þeirri óábyrgðu stefnu að lána úr sjóðnum meiri pen- inga en hann hafði úr að spila. Framlög til sjóðsins voru aukin og reglurnar hertar þannig að verðandi námsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að njóta ekki námslánafyrirgreiðslu vegna þess að óábyrgir stjórnmálamenn hafi keyrt sjóðinn í þrot. Hann stendur sterkari en áður og getur að- stoðað námsmenn um ó- komin ár við að mennta sig. Finnst þér réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og velta skuldum yfir á fram- tíðina ? Sem betur fer hafa ríkisút- gjöld dregist mikið saman að raungildi. Ríkisútgjöld eru um 8,5 % lægri á hvert mannsbarn 1995 en þau voru 1991. Samdráttur í ríkisútgjöldum hefur sem sagt verið á milli 5 og 10 milljarðar að raungildi á kjörtímabilinu. Þess vegna hefur ríkissjóður verið rek- inn með minni halla hér á landi undanfarin ár en víð- ast hvar í samkeppnislönd- um. Það er mikilvægt, en hið endanlega markmið á að vera að hafa ríkssjóð halla- lausan þannig að þeir sem verji fjármunum til verkefna sjái líka fyrir tekjum til þeirra framkvæmda í sem ríkustum mæli. Hvernig kynntist þú maka þínum ? Ég kynnitst makanum á rölti eftir dansleik. £A4a4*H 0.. ð LCllAA, SJjVL CAÁM'h- $&^4a4' \JJZAa3, ÍJL&LÁáaSI' íJaáLL L^^áaá^ Cyt+4' 4áa44^Aa4Ma. // rlpRÚN!.UfJfJUR Q STfflEM«Wro'N Síðastliðin 5 ár hafa mörg hundruð íslensk ungmenni farið sem au pairá okkar vegum til Bandaríkjanna. Og ekki að ástæðulausu þar sem engin önnur samtök bjóða eins góða, ömgga og ódýra þjónustu. Allar ferðir fríar. ekki aðeins til og frá Bandaríkjunum heldur einnig innan þeirra. Ef þú er á aldrinum 18-25 ára og langar að fara sem aupair, hefur þú samband og við veitum allar nánari upplýsingar. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGA TA 26 101 REYKJA VÍK SÍMI562 2362 FAX 562 9662 SA MSTARFSFYRIR TÆKI MENNINGARSKIPTASAMTAKANNA WORLD LEARNING INC. / AuPAIR HOMESTAY SEM STOFNUÐ VORU ÁRIÐ 1932. SAMTÖKIN ERU EKKI REKIN í HAGNAÐARSKYNI OG STARFA MEÐ LEYFI BANDARÍSKRA STJÓRNVALDA. ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 • U N G T F Ó L K T A KIÐ AFSTÖÐU VIÐTAL

x

Ungt fólk takið afstöðu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.