Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Qupperneq 32
VIÐTAL
FYRSTASÆTIÁ LISTA
ASGRIMSSON
r
ÁAUSTURLANDI
HvERNIG HÓFUST afskipti
pín af stjórnmálum?
Ég hafði strax áhuga á
stjórnmálum sem unglingur,
en hafði hins vegar lítinn
tíma til þess að sinna þeim
meðan ég var í námi.
Stjórnmálaferill minn hófst
í raun ekki fyrr en 1974,
þegar Framsóknarflokkur-
inn bað mig um að skipa 3.
sæti á lista í Austurlands-
kjördæmi, en þá náði ég
fyrst kjöri til Alþingis.
Hvaða eiginleika þurfa menn
að hafa til að komast í fremstu
röð í stjórnmálum á íslandi?
Það sem mér finnst mestu
máli skipta í fari stjórn-
málamanna er dugnaður,
heiðarleiki, hreinskilni og
það að menn þekki það
viðfangsefni sem er verið að
fjalla um.
Hvað finnst pér um aldurs-
skiptingu á Alþingi?
Ég er andvígur því að hafa
hámarksaldur á Alþingi,
hins vegar finnst mér mikil-
vægt að aldursskiptingin og
kynjaskiptingin á Alþingi
endurspegli þjóðfélagið á
hverjum tíma.
Eru Alpingiskosningar eini
vettvangurinn par sem hinn
almenni borgari getur haft áhrif
eða eru aðrar leiðir?
Auðvitað er hægt að hafa
áhrif á stjórnmálaflokkana
með margvíslegri umræðu í
þjóðfélaginu því þeir verða
að taka mið af þjóðfélags-
umræðunni. Með þátttöku
í félagsstarfi geta menn haft
áhrif á stjórnmál.
Hvernig finnst pér þátturinn
með Hannesi og Merði?
Hann er oft skemmtilegur
en mér finnst þátturinn
ganga ansi mikið út á það að
koma sjónarmiðum stjórn-
enda þáttarins á framfæri.
Hvernig eiga tengslin við ESB
að vera í framtíðinni að pínu
mati?
Ég og minn flokkur erum
þeirrar skoðunar að það eigi
ekki að sækja um aðild að
ESB. Við teljum að sjávar-
útvegsstefna sambandsins
útiloki það, hins vegar
teljum við mikilvægt að ná
sem bestu sambandi við ESB
og þá í gegnum Norður-
landaráð og í gegnum EES
samninginn.
Ert pú fylgjandi pví að gefa
opnunartíma vínveitingahúsa
frjálsan?
Það fylgja oft mörg önnur
vandamál ákvörðunum sem
þessum,.svo sem nauðsyn á
aukinni löggæslu og mér
finnst rétt að gætt sé að
öllum hliðum og ákvörðun
tekin í samræmi við það.
Tekur pú tillit til pess sem
kemur fram í kvartanapáttum
útvarpsstöðva?
Sumt sem þar kemur fram
er þess eðlis að það er eðli-
legt að hlusta á það og mér
finnst það mjög eðlilegt að
stjórnmálamenn taki tillit til
kvartana.
Finnst pér réttlátt að sum
atkvæði hafi meira vægi en
önnur?
Ef við ætlum að koma því
Halldór Ásgrímsson er
fæddur 8. september
1947Maki hanser
Sigurjóna Sigurðar-
dóttir. Halldórlauk
prófi frá Samvinnu-
skólanum 1965 og
varð löggiltur
endurskoðandi 1970.
Hann stundaði fram-
haldsnám við Versl-
unarháskólann í
Bergen og í Kaup-
mannahöfn 1971 -
1973. Halldór var fyrst
kjörinn á þing 1974 og
hefur setið þar síðan
með eins árs hléi.
svo fyrir að öll atkvæði gildi
jafnt þá verðum við að gera
landið að einu kjördæmi, en
mér þykja gallar slíks kerfis
fleiri en kostirnir, samband
fólksins við stjórnmálamenn
mun slitna og vald flokk-
anna mun aukast of mikið.
Ég vil halda kjördæma-
skiptingunni og þeim tengsl-
um sem þar eru á milli
stjórnmálamanna og kjós-
enda. Ég vil líka koma á
landslista þannig að helm-
ingur fulltrúa komi af lands-
lista og helmingur úr kjör-
dæmunum, þannig næst
mun meiri jöfnuður.
Hvað finnst pér um hlutverk
forsetaembættisins í stjórn-
kerfinu?
Ég er mjög sáttur við þá
skipan sem nú er. Ég tel að
það sé góð reynsla af starfi
forsetaembættisins eins og
það hefur verið og Islend-
ingar hafa verið mjög gæfu-
ríkir við val á fólki til að
gegna þessu embæti.
Hefur pú farið á ræðunámskeið
ogfinnst pér pað mikilvægt?
Nei, en það var þáttur í
kennslu í Samvinnuskól-
anum á sínum tíma, en
almennt tel ég að öll leið-
sögn og kennsla sé af hinu
góða.
Hver er skoðun pín á stefnu-
mótun í menntakerfinu með
tilliti til bóknáms og verk-
náms?
Ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar að það sé of lítið
tillit tekið til þarfa atvinnu-
lífsins í menntamálum í
landinu. Mér finnst oftast
tekið of mikið mið af þörfum
Hvernig stendur norrænt
samstarf í dag að pínu mati og
hvernig sérðu fyrir pér próun
pess á næstu árum?
Norrænt samstarf er á tíma-
mótum og stóra spurningin
er hvaða áhrif innganga
Finnlands og Svíþjóðar í ESB
hefur á það. Nú er verið að
gera tilraun til þess að
byggja upp hluta evrópu-
samstarfs Norðurlanda inn-
an norræna samstarfsins.
Ég trúi því að hægt verði að
endurskipuleggja norræna
samstarfið þannig að það
verði áfram þýðingarmikið
og áhugavert.
32