Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 34
VIÐTAL
HANNIBALSSON
HvENÆR HÓFUST afskipti
pín af stjórnmálum?
Ætli þau hafi ekki hafist fyrir
alvöru eftir að ég kom heim
frá námi 1964 og við bræður
fengum óvart upp í hend-
urnar vikublaðið Frjálsa
þjóð sem þá hafði verið í
óskilum um hríð. Við notuð-
um þetta blað til þess að
skera upp herör gegn hug-
myndalegu forræði komm-
únista yfir íslenskri vinstri-
hreyfingu, lífslygi þeirra,
andlegum óheiðarleika og
hugleysi að horfast í augu
við sjálfa sig.
Hvaða eiginleika purfa menn
að hafa til að komast í fremstu
röð í stjórnmálum á íslandi?
Orku. Otæmandi orku. Því
að þetta er galeiðuþræl-
dómur þar sem engin grið
eru gefin. Það sakar ekki að
vera yfir meðallag að greind
- en telst ekki ómissandi.
Ætli þeir eiginleikar sem að
lokum skera úr um hvort þú
lifir af í pólitískri forystu séu
ekki þrír: Atorka, vinnuþrek
og kjarkur.
Hvað finnst pér um aldurs-
skiptingu á Alpingi?
Alþingi endurspeglar þjóð-
ina ekki nægilega vel, hvort
sem litið er á aldursdreif-
ingu eða hlutfall kynja. Ef
landið væri eitt kjördæmi,
eins og Alþýðuflokkurinn
hefur á stefnuskrá sinni, tel
ég að framboðslistar og
Alþingi myndu endurspegla
þjóðina betur en nú er.
Eru alpingiskosningar eini
vettvangurinn par sem hinn
almenni borgari getur haft
áhrif, eða eru aðrar leiðir?
Þátttaka í starfi stjórnmála-
flokka er vitaskuld leið til
áhrifa en hin formlega leið
fyrir allan almenning er að
taka afstöðu og kjósa í kosn-
ingum til byggðastjórna og
Alþingis. Annars er Al-
þýðuflokkurinn afar opinn
flokkur, lýðræðislegur og
laus við bákn og óhætt að
mæla með því við þá sem
hafa áhuga á jöfnuði og
réttlæti í samfélaginu að
ganga í flokkinn og hafa þar
áhrif. Þau hafa reynst mikil.
Hvernig finnst pér pátturinn
með Hannesi og Merði?
Ég hef einu sinni átt orða-
stað við þá félaga í þessum
þætti sjálfur og skemmti
mér bærilega. Hins vegar
hef ég aldrei séð þættina
sjálfur. Eru þeir ekki „rugl-
aðir"?
Hvernig eiga tengslin við
Evrópusambandið að vera í
framtíðinni að pínu mati?
Tengsl Islands við Evrópu-
sambandið verða helsta
viðfangsefni ríkisstjórnar og
Alþingis á næsta kjörtíma-
bili. Þess vegna er það réttur
kjósenda að vita fyrir kosn-
ingar hvaða afstöðu stjórn-
málaflokkar og frambjóð-
endur taka til þess máls.
Það er um leið skylda flokk-
anna að skýra afstöðu sína
með trúverðugum hætti
fyrir kjósendum fyrir kosn-
ingar. Alþýðuflokkurinn vill
að hafnar verði aðildar-
viðræður við ESB. Þegar
niðurstaða fæst úr þeim
FYRSTASÆTIÁ LISTA
r
í REYKJAVÍK
Jón Baldvin Hanni-
baisson utanríkisráð-
herra er fæddur
21.febrúar 1939. Maki
hans er Bryndís
Schram. Jón Baldvin
lauk stúdentsprófi frá
MR, námi í
stjórnmáiafræði og
hagfræði frá Edinborg
og stundaði
framhaldsnám í
Stokkhólmi og Har-
vard. Hann var fyrst
kjörinn á þing 1983.
verði hún borin undir þjóð-
aratkvæði. Þetta eru tvö
aðskilin mál. Meginmark-
mið Islendinga í aðildar-
viðræðum á að vera óskoruð
forráð yfir auðlindinni. Til
að tryggja það enn frekar vill
flokkurinn að þjóðareign
fiskimiðanna verði bundin í
stjórnarskrá. Islendingar fá
aldrei úr því skorið hvort
aðildarsamningar yrðu
þeim hagkvæmir nema á
slíkt verði látið reyna við
samningaborðið. Unga kyn-
slóðin á íslandi, sú best
menntaða í sögu þjóðar-
innar, er laus við þjóðrembu
ogeinangrunarhyggju. Hún
vill lifa sínu lífi í opnu og
umburðarlyndu þjóðfélagi,
sem er hluti hins evrópska
velferðarríkis.
Alþýðuflokkurinn hefur
sýnt það í verki að hann
berst heill og óskiptur fyrir
samkeppni í opnu markaðs-
þjóðfélagi í stað einokunar
og ríkisforsjár, enda telur
hann slíkt neytendum í hag.
Hins vegar er brýnt að gæta
þess að áfengi sé ekki selt
börnum og unglingum, að
veitingastaðir standi skil á
opinberum gjöldum og að
tekið sé tillit til réttinda
þeirra um svefnró er búa í
grennd við vínveitingastaði.
Tekur pú tillit til pess semfram
kemur í kvartanapáttum út-
varpsstöðva?
Ég er alltaf að vinna á þess-
um tíma sólarhrings svo að
því verður einfaldlega ekki
við komið.
Finnst pér réttlátt að sum
atkvæði hafi meira vægi en
önnur?
Nei, það er ekki réttlátt og
róttækra breytinga er þörf.
Atkvæðisréttur á að vera
óháður kyni, stétt, efnahag,
búsetu og annarri þjóð-
félagsstöðu. Reglan; einn
maður - eitt atkvæði er einn
af hornsteinum jafnaðar-
stefnunnar og nútíma mann-
réttinda og hefur verið sam-
tvinnuð baráttu Alþýðu-
flokksins fyrir mannrétt-
indum alþýðufólks í sjötíu
ár. A1 þýðu fl okkuri n n er eini
flokkurinn sem hefur afdrátt-
arlausa stefnu í þessu mikil-
væga máli.
Ert pú fylgjandi pví að gefa
opnunartíma vínveitingahúsa
frjálsan?
Hvað finnst pér um hlutverk
forsetaembættisins í stjórn-
kerfinu?
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 • UNGT FÓLKTAKIÐ AFSTÖ0U
U