Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 36

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 36
LETTMETI Hvað heldur pú að elsta bindið á Alpingi sé gamalt? Ég hugsa að það sé örugglega fimmtán ára gamalt. Maður getur séð aldurinn á breiddinni á bind- unum. Núna eiga þau t.d. að vera 10 sentímetra breið. Þegar fatastúl stjórnmálamanna er nefndur hvað er pað fyrsta sem pér dettur í hug? Það minnir mig á þegar það komu til mín menn á framboðslista eins flokks á Suðurnesj- um, fyrir u.þ.b. 11 árum síðan. Það var maður frá auglýsingastofu sem hringdi í mig og spurði mig hvort ég gæti ekki lánað þeim föt fyrir myndatöku því að það ætti að fara að kynna fram- bjóðendurna. Ég sagði náttúrulega að það kæmi ekki til greina, ég væri ekki með neina útleigu eða lánsviðskipti með föt. Svo gat ég sannfært þá um að þeir yrðu bara að fá sér ný föt fyrir þessa myndatöku og með herkjum gat ég selt nær öllum listanum fatnað. Svo komu þeir og mátuðu og ég reyndi að velja þeim föt eftir persónuleika. Ymsir af þessum mönnum komust á þing og eru þar enn í dag. Ég held að enginn þeirra hafi komið inn í búðina síðan en ég sé þá ennþá í fötunum. Þetta er líka til sanninda um það að föt skipta þá engu máli. Elsín bindiö áAIþingi d iiiétd ttié Scem %uá éimm Annars dettur mér helst í hug nægjusemi þegar fatastíll stjórnmálamanna er nefndur. Telur pú að fatastíll stjórnmdlamanna hafi áhrif á pað hvað fólk kýs? Það hefur örugglega áhrif á fólk og sama má segja um mig. Hvaða stjórnmálamaður er best klæddur að pínu mati? Stjórnmálamenn eru margir mínir viðskiptavinir og ég get ekki sagt til um hver er best klæddur. Almennt séð er sá best klæddi ekki endilega sá sem kaupir sér mest af fötum. Þar er það smekkmaðurinn sem gildir. En ég held að sumir þingmenn klæði sig betur eftir því sem þeir hafa verið lengur inni í okkar fallega og klassíska þinghúsi, sumir þeirra samsvara umhverfi sínu, þessum klassíska stíl hússins, betur með árunum. Konur í stjórnmálum - ættu pær ekki bara að halda sig við gömlu góðu dragtina? A Alþingi vil ég sjá konur í jakka frekar en í einhverri blússu eða mussu. Það er meira sannfærandi að sjá þær í „alvarlegri" fötum. Það er alveg í lagi þó að þær séu í stuttum drögtum ef þær hafa vöxt til þess. Konur eiga að undirstrika að þær eru konur, þær eru nefnilega miklu fallegri en karlar. Er fatastíll stjómmála- manna ekki einfaldlega eins og íslenska veðurfarið, p.e. sýnis- horn aföllu mögulegu? Jú, ég get tekið undir það. Það eru fáir, ef nokkrir þeirra sem hafa einhvem stfl. Þeir senda 1 konumar sí bæihn tn að teupa eitthvað á sig. Það svipar til „Glasgow- stflsins" þar sem fólk kaupir bara það sem hendi er næst en fer ekki til sérfræðinga sem það ætti að gera. Þá er ég ekki að tala um neina litgreiningu, slíkt er hallærislegt, heldur að fá aðstoð fag- manna. Telur pú að velgengni í stjórnmálum hafi eitthvað með góðan fatastú að gera? Já, það er ég sann- færður um. Fötin em það sem þér er næst og segir þ.a.l. eitthvað um þig sjálfan. Hver heldur pú að ástæðan sé fyrir pví að stjórnmálamönnum virðist vera sama um útlit sitt? Við erum ung þjóð, það er svo stutt síðan að föt fóm að fást hvað gæði og úrval snertir. ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 - UNGI FOLKTAKIÐ AFSTÖÐI Væri ekki ein leið til að bæta fatastú ping- manna að bjóða peim sérstakan pingmanna- afslátt í verslun Sævars Karls? Jú, og meira að segja hef ég gert slíkt hér á ámm áður. Þá fór ég á fundi flokkanna og bauð þeim góð kjör, dreifði auglýsingum á alla mögulega staði, meira að segja í Alþingishúsið. Ég hef vissulega lagt minn skerf í þessi mál. Hvernig myndir pú vilja sjá stjórnmála- menn klædda? Þingmaður þarf að eiga 20-30 skyrtur og mörg silkihálsbindi. Hann á að kaupa vönduð klassísk föt, blá eða grá í vinnuna og hann þarf líka að eiga að vandaðan sportfatnað þegar hann fer í kjördæmið. Hann á að klæða sig eftir aðstæðum og eftir því hvern hann talar við í hvert sinn og vanda sig við fatavalið. Reyndar komst Steingrímur í Seðlabankann þrátt fyrir að vera alltaf með sama græna bindið í sambands- htunum og hann er með það ennþá. Einhver skilaboð til íslenskra stjórnmála- manna? Þeir eiga að huga meira að fatastfl, það er stórt atriði að vera í vönduðum og fallegum fötum. Þetta er það sem maður sér fyrst, áður en þeir byrja að tala. Föt eiga að vera framar á for- gangslistanum. Svo eiga þeir að fá sér skyrtu sem er ekki straufrí.

x

Ungt fólk takið afstöðu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.