Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 42
FRÆÐSLA
í alþingiskosningum velja kjósendur
þingmenn. Það er hins vegar ekki einfalt
hvernig atkvæði breytast í þingmenn, en
kosningakerfið segir til um það. Kosningakerfi
eru ólík eftir löndum. Megintegundir
kosningakerfa eru tvær, hlutfallskosingar og
kosningar í einmenningskjördæmum. Margar
útgáfur eru svo til af báðum
megintegundunum.
Islenska kosningakerfið
Hlutfallskosningar hafa verið
notaðar á íslandi frá 1959 en áður
var kerfið blanda af einmennings-
kjördæmum og hhitfallskosn-
ingum. Núverandi kosningakerfi
hefur verið notað síðan 1987 og
er eitt flóknasta kosningakerfi í
heimi. Venjulegur kjósandi ætti í
mestu vandræðum með að reikna
út hvaða frambjóðendur hefðu
verið kosnir, þó hann vissi um
fylgi allra lista í kjördæmunum
átta. Kerfið er svona flókið af því
að það á að tryggja tvennt sem
ekki fer vel saman: annars vegar
að þingmannatala hvers flokks sé
í réttu hlutfalli við kjörfylgi hans
í landinu öllu og hins vegar að
viðhalda miklu misvægi atkvæða
eftir búsetu, þannig að minna en
Kosningakerfi
I hlutfallskosningum er landinu
skipt í nokkur kjördæmi og marg-
ir þingmenn kosnir úr hverju,
venjulega af listum stjórnmála-
flokka. Hlutfallskosningakerfinu
er ætlað að tryggja að flokkar fái
þingmenn í réttu hlutfalli við
atkvæðamagn þeirra í landinu
öllu. Hokkur sem fær t.d. fjórðung
atkvæða í kosningum fær þá líka
um fjórðung þingmanna. I svona
kerfi eru venjulega margir flokkar
og enginn einn fær hreinan meiri-
hluta á þingi, þannig að flokkai
þurfa að semja um myndun ríkis-
stjórnar. Hér á landi eru hlutfalls-
kosningar, eins og í flestum lönd-
um Vestur-Evrópu.
í sumum löndum, t.d. í Bretlandi
og Bandaríkjunum, eru hins vegai
einmenningskjördæmi. Þá ei
einn þingmaður kosinn í hverju
kjördæmi, sá sem fær flest at-
kvæði. Þetta getur leitt til mis-
vægis milli atkvæða og þingsæta.
í Bretlandi getur t.d. flokkur sem
fær rúm 40% atkvæða fengið um
60% þingmanna og þar með
hreinan meirihluta á þingi.
Flokkur sem fær 10-20% atkvæða
fær gjarnan örfáa þingmenn eða
engan. I einmenningskjördæma-
kerfum eru venjulega tveir stórir
flokkar og annar situr einn í
ríkisstjórn.
SkýMMgwutujnd 1. MhitpM atAvœda
og. þingmanaa. J>ingnuxnnataía
floAkanna e* í gódu ðanvuemi uu)
atfiuœdamagn þeinna.
Skýxinganmgnd. 2. Vcegi CLtAuaida ex miðjafnt efti>i
£áaetaJ>annig kjó»a 64% kjáaenda 46% þingmanna.
Reykjavík og Reykjanes
Landsbyggðin
35%
30%
25%
kllNMMrtlí
1991
10%
Alþýðuflokkur
Framsóknarflokkur
Sjálfstæðisflokkur
Alþýðubandalag
K ven nalisti
ALMNGISKOSNINGAR I 9 9 5 - UNGT FOLK TAKIÐ AFSTOÐU