Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 15
I öðru lagi
Þrátt fyrir samninginn um evrópska efnahagssvæðið eru enn
allt að 20 prósent tollar á fullunnum íslenskum sjávarafurðum
inn í ESB. Þetta hefur leitt af sér að íslenskir aðilar hafa frekar
einbeitt sér að frumvinnslu í stað fullvinnslu, auk þess sem ný-
leg dæmi eru um að hérlendir fullvinnsluaðilar hafi neyðst til að
færa starfsemi sína frá fslandi til Evrópusambandsríkja sökum
þessa. Með aðild að Evrópusambandinu yróu þeirtollar sem eft-
ir eru á sjávarafurðum afnumdir og jafnframt fengi íslenskur
landbúnaður loks frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusam-
bandsins.
í þriðja lagi
Forsenda þess að taka upp evru sem gjaldmiðil á íslandi er að
ganga til liðs við Evrópusambandið en þátttaka í peningamála-
stefnu ESB myndi auka stöðugleika í íslensku efnahagslífi til
mikilla muna frá því sem nú er. Ennfremur myndi evruaðild
samstundis leiða af sér töluverða vaxtalækkun; eða því sem
samsvarar vaxtamuninum milli íslands og evrusvæðisins sem
nú er um 4 prósent. Og þar sem vaxtastig er stór þáttur í
ákvöróun fjárfesta um sín viðskipti getur það haft mikinn ávinn-
ing í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf, auk þess sem lægri
vextir hefðu einfaldlega í för með sér mun ódýrari lán fyrir
heimilin. Hingaó til hefur mönnum þótt muna um minna.
I fjórða lagi
i heimi þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flæðir frjálst yfir
landamæri, þá hlýtur að verða hörð samkeppni um fjárfesting-
at bæði innan landa og yfir landamæri. Áður en ráðist er í um-
fangsmikla fjárfestingu í framleiðslufyrirtæki yfir landamæri, þá
nannsaka fjárfestar gaumgæfilega viðskiptaumhverfi fjárfest-
ingakostsins. Til að mynda vegna gengisóvissu og hærra vaxta-
stigs eru íslensk fyrirtæki einfaldlega ekki jafn fýsilegur fjár-
festingarkostur ef þau standa fyrir utan ESB og evrusvæðið.
Um þetta eru flestallir fjármálaspekingar sammála.
I fimmta lagi
Ein helsta röksemd þess að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil
f Evrópu hefur verið hinn mikli kostnaður sem fylgir því að flytja
fjármagn milli hinna ýmsu gjaldmiðilsvæða í Evrópu. Það fylgir
því aukinn kostnaður þegar tekjur eru í einum gjaldmiðli en út-
gjöld í öðrum. Og meðan íslendingar standa fyrir utan evru-
svæðið mun gengiskostnaður skekkja samkeppnisstöðu ís-
lenskra fyrirtækja gagnvart svæðinu. Það má því segja að geng-
iskostnaður virki eins og auka skattur á íslenska framleiðslu. Að-
ild að ESB og evrunni myndi þannig veita íslenskum fyrirtækjum
möguleikann til að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyrirtæki í Evr-
ópu.
Það er augljóst að gengisbreytingar gera það að verkum að það
er alltaf áhættusamt að eiga í viðskiptum milli gjaldmiðilssvæða.
Þessi óvissa um gengisþróun kemur hvað harðast niður á litlum
og meðalstórum útflutningsfyrirtækjum, en þau eru mjög mik-
ilvægur hluti af hinu íslenska hagkerfi. í raun teljast flestöll fyr-
irtæki á íslandi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Með aðild að
evrusvæðinu yrði óvissan um gengisbreytingar gagnvart þess-
um stærsta markaði okkar íslendinga úr sögunni og meiri stöð-
ugleiki yrði í vióskiptaumhverfi fyrirtækjanna.
í sjötta lagi
Enn er ónefndur sá ávinningur sem íslensk heimili nytu við að-
ild þar sem matvælaverð er töluvert lægra í nágrannaríkjum
okkar í Evrópusambandinu en hér á íslandi. Þrátt fyrir að ís-
lensk stjórnvöld geti enn gert margt á þessu sviði án aðildar að
ESB, til að mynda með einhliða tollalækkunum, þá ætti evruaðild
ennfremur að leiða til lægra vöruverðs, þar eð allur samanburð-
ur við vöruverð annarsstaðar í álfunni yrói sýnilegri. Afleiðingin
yrði því aukin kaupgeta almennings.
í sjöunda lagi
Eins og áður segir fengu íslendingar að mestu aðild að sam-
starfi Evrópusambandsríkja á sviði mennta og vísindamála með
samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en það áhrifaleysi
sem fylgir stöóu EFTA ríkjanna í EES hefur þó haft nokkuð tak-
markandi áhrif á möguleika íslendinga í því samstarfi. Hvað
skólamál varðar yrði sú breyting helst við aðild að Evrópusam-
bandinu að skólagjöld íslenskra námsmanna í Evrópu, sérstak-
lega í Bretlandi, myndu minnka til mikilla muna og nánast hver-
fa en íslenskir námsmenn greiða við núverandi fyrirkomulag
rúmlega 50 milljónir á ári í skólagjöld til breskra háskóla.
í áttunda lagi
Inn í útreikninga um kostnað og ávinning við Evrópusambands-
aðild hefur ekki verið tekið tillit til þess áhrifaleysis sem við íslend-
ingar búum við með núverandi fyrirkomulagi, enda er það
kannski flókið reikningsdæmi, en áhrifaleysið er til að mynda
fólgið í því að íslendingar þurfa að taka vió lögum og reglugerðum
frá ESB en geta nánast ekkert haft innihald þeirra að segja. Til
að mynda hafa íslendingar afar litla möguleika á að koma hags-
munamálum landsins á framfæri í við núverandi aðstæður.
Þannig má fullyrða að stærsti gallinn við núverandi stöðu íslands
sé fólginn í því áhrifaleysi á þróun samstarfsins sem fylgir að-
stöðu EES-ríkjanna í EFTA. Nær öll stefnumótun og ákvarðana-
taka um framtíðarsamstarf, reglugerðir og lagasetningu fer
fram í stofnunum Evrópusambandsins þar sem íslensk stjórn-
völd hafa mjög takmarkaða aðkomu og enn minni áhrif.
í níunda lagi
Við hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu mun aðkom-
an að ákvarðanatökunni aukasttöluvert á nær öllum sviðum. Öll
aðildarríki ESB fá fulltrúa í framkvæmdastjóm sambandsins
sem fer í raun með framkvæmdavaldið og sér um allan rekst-
ur ESB. Þessir fulltrúar hafa mikil áhrif á þróun samstarfsins
og því er það einkar mikilvægt fyrir smærri ríki að hafa aðkomu
að fundum framkvæmdastjómarinnar þar sem málum er ráð-
ið.
Ráðherraráðið fer í raun með löggjafarvaldið innan ESB og er
æðsta ákvörðunarvald sambandsins. Ráðherraráðið er einfald-
lega myndað af ráðherrum aðildarríkjanna á hverju málefnasviði
fyrir sig. Þannig eru það til að mynda ráðherrar sjávarútvegs-
mála í aðildarríkjunum sem skipa ráðherraráðið um sjávarút-
vegsmál. Hvert ríki hefur einn ráðherra í hverjum málaflokki en
aðildarríkin hafa mis mörg atkvæði eftir íbúafjölda. í fjölmörgum
málaflokkum þurfa ákvarðanir þó að hljóta samþykki allra aðild-
arríkjanna. Meðan ísland býrvið þá stöðu að þurfa að taka upp í
löggjöf landsins um það bil 80 prósent af lagagerðum ESB hlýt-
ur það teljast til galla að hafa ekki aðkomu að ráðherraráðinu,
sérstaklega í Ijósi þess að leitast er við að ná málamiðlunum í
ákvarðanatöku innan ráðsins, líkt og gerist innan annarra
stofnana ESB, en það hentar smáríkjum eins og íslandi sér-
staklega vel.
í tíunda lagi
Ómögulegt er að reikna það út með nokkurri vissu hvaða pen-
ingalegan ávinning ofangreindir þættir muni nákvæmlega hafa
íslenska leiðin • Átta - Fimm I Bls. 15