Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 23
ur á erlendum fjárfestingum hér á landi aukast. Á hinn bóginn
myndu íslendingar missa stjórn á einu virkasta hagstjórnan-
tæki sínu, peningastefnunni. Þá gæti aðild að Myntbandalaginu
haft í fön með sén auknan gengissveiflun í viðskiptum við önnur
myntsvæði, til dæmis Bandaríkin, samanborið við núverandi fyr-
inkomulag, þ.e. gengiskönfu.
Kostum Myntbandalagsaðildar má að nokkru leyti ná með
rýmkun heimilda fyrirtækja til að halda bókhald og telja fram til
skatts í öðrum gjaldmiðli en krónu, til dæmis í evrum, og leggja
Samtök atvinnulífsins áherslu á mikilvægi rýmkunar slíkra
heimilda. Eftir stendur þó gríðarlegur fjármagnskostnaður ís-
lensks atvinnulífs. Loks er hugsanlegt að taka einhliða upp evr-
una sem gjaldmiðil og leggja niður krónuna.
Sjávarútvegsmál
Það kemur eflaust engum á óvart að sjávarútvegsmálin skuli
vera sá málaflokkur þar sem Samtök atvinnulífsins telja að hel-
stu galla hugsanlegrar aðildar íslands að ESB sé að finna. Með
aðild að ESB myndi íslenskur sjávarútvegur heyra undir sam-
eiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Ekki er ástæða til
að ætla að undanþága fengist frá henni, þótt látið yrði á það
reyna í aðildarviðræðum, en ella leitað ásættanlegra sérákvæða.
Ljóst er að íslenskur sjávarútvegur gæti ekki unað við núverandi
stefnu ESB í sjávarútvegsmálum.
Ákvarðanataka um leyfilegan heildarafla og stjórnun veiða úr
deili- og flökkustofnum myndi flytjast alfarið til stofnana ESB. í
Ijósi reynslunnar bendir fátt til að ráðgjöf íslenskra fiskifræðinga
eða stefna íslenskra stjórnvalda hefðu mikil áhrif í þessum efn-
um. Aftur á móti hníga rök að því að ráðgjöf íslenskra stofnana
yrði lögð til grundvallar ákvarðanatöku um leyfilegan heildarafla
innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Meginregla ESB við kvótaút-
hlutun til aðildarríkja er reglan um hlutfallslegan stöðugleika. Þá
yrði fyrirkomulag vió úthlutun veiðiheimilda til útgerða á forræði
íslendinga sjálfra. Samkvæmt meginreglu ESB má hins vegar
ekki mismuna þegnum sambandsins hvað snertir fjárfesting-
ar, þótt til séu undantekningar frá þeirri meginreglu. Við aðild
gætu íslendingar jafnframt sett reglur um að ráðstöfunar- og
nýtingarréttur á innlendum kvóta yrði bundinn raunverulegum
tengslum við efnahagslíf í landi. Hins vegar er allsendis óvíst
hvaóa áhrif íslendingar hefðu á sjávarútvegsstefnu ESB.
Eftir stendur að ESB-aðild hefði í för með sér rétt erlendra aóila
til að eignast meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum
með beinum hætti, erlenda aðkomu að mótun íslenskrar sjáv-
arútvegsstefnu og aó ákvarðanir um heildaraflamagn yrðu tekn-
ar á vettvangi ráðherraráðs ESB. Fyrir dyrum stendur endur-
skoðun sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar og því ríkir ákveð-
in óvissa um horfur á því sviði. Innan ESB eru viðhorf til sjávar-
útvegs víða ólík því sem er hérlendis. í stað þess að leggja áher-
slu á viðskiptafrelsi og hagkvæmni í rekstri hefur sjávarútvegs-
stefnan víða treyst á byggðastyrki. Þá hafa jafnvel heyrst efa-
semdaraddir um meginregluna um hlutfallslegan stöðugleika.
Flest bendir þó til að þróunin innan ESB sé í þá átt að reyna að
koma á sjálfbærum og arðbærum rekstri, en beita öðrum að-
ferðum til stuðnings vió jaðarbyggðir. Hins vegar er ófyrirséð um
þá þróun.
Meginsjónarmið fslendinga í samskiptum við ESB á sviði sjávar-
útvegs verður þó ávallt það að hér á landi er um allt annan at-
vinnuveg að ræða en víðast hvar í ESB og að fslendingar gætu
aldrei fallist á að greinin yrði sett undir önnur sjónarmið en þau
er lúta að sjálfbærum og arðbærum rekstri.
Verkefnið framundan
Samtök atvinnulífsins telja mikilvægt að stuðlað sé að upplýstri
umræðu um kosti og galla ESB aðildar og að stjórnvöld og hags-
munasamtök hefjist handa við skilgreiningu samningsmark-
miða íslands vegna hugsanlegrar aðildarumsóknar að ESB. Á
vettvangi SA eru hafnar umræður um skilgreiningu samnings-
markmiða komi til umsóknar um aðild, þ.e. hvaða atriði bæri að
leggja mesta áherslu á í aðildarviðræóum. Loks þarf að tryggja
eins og kostur er að EES-samningurinn haldi gildi sínu og virkni
gagnvart íslandi. í því skyni er meðal annars brýnt að efla sam-
ráð við einstök aðildarríki ESB og EFTA, að ógleymdum þeim ríkj-
um sem nú eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Islenska leiðin • Áhersla á aukið samráð Bls. 23