Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2022, Qupperneq 24

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2022, Qupperneq 24
24 getu lungnanna til að flytja súrefni inn í blóðrásina sem gerir djúpa öndun erfiðari. Lyfið Ofev hjálpar til við að draga úr öramyndun og stífnun lungnanna. „Ég er inni á Facebook hópi þar sem eru aðilar með þennan sjúkdóm og 70% þeirra eru á þessu lyfi,“ segir Jón Eiður. Þegar hann fékk lyfið var honum tjáð að ef hann vildi prófa væri þetta spurning um hvort lyfið myndi gera eitthvað, hversu mikið og að í besta falli gæti það haldið sjúkdómnum í skefjum. „Sem gerðist nú ekki alveg,“ segir hann og brosir út í annað. „Ekki fyrr en þá í fyrsta lagi núna.“ Annað hvort stöðugleiki eða ígræðsla Núna í vor hætti hann að vinna og segir að bara sé komin ein mæling síðan sem sýni að honum hafi tekist að halda sér stöðugum. „Sem er kannski ekki alveg marktækt,“ bætir hann við. „Þar áður var ég búinn að detta niður um u.þ.b. 3% á þriggja mánaða fresti í einhvern tíma. Svo var ég búinn að vera í frjálsu falli.“ Hann segir að fyrir einu ári hafi honum verið sagt að undirbúa sig fyrir að fara á lista ef ekkert myndi breytast. „Upp á ígræðslu,“ bætir hann við alvarlegur í bragði. „Það sem ég sé í stöðunni er annað hvort að þetta stoppi og ég verði svona eins og ég er núna, eða bara ígræðsla. Þetta er ekki ennþá farið að hafa mjög alvarleg áhrif á mig dags daglega, svona þannig lagað. Ég finn klárlega fyrir þessu en ég myndi alveg sætta mig við það.“ Grunn öndun helsta vandamálið Eftir því sem honum skilst, þá helst súrefnismettunin ágætlega þannig að hann er ekki súrefnisháður. „Að því að ég best veit er þetta eini lungnasjúkdómurinn sem heldur súrefnismettuninni uppi svona lengi. Það súrefni sem við náum að anda að okkur skilar alla vega sínu, heldur um 95% mettun. Aðalvandamálið hjá mér er hins vegar hvað ég anda grunnt. Maður má í rauninni rosalega lítið reyna á sig, þá fer maður hálfpartinn að ofanda og fær hóstaköst eftir minnstu áreynslu. Yfileitt kemur það þannig út að ef ég er að reyna eitthvað á mig finn ég ekkert rosamikið fyrir því, jú verð svolítið þreyttur og slappur en daginn eftir ligg ég bara í rúminu með verki.“ Lítið vitað um orsakir Þar sem þetta stutt er frá því sjúkdómurinn PPFE var skilgreindur, er ekki mikð vitað um orsakir hans. „Mér fannst mjög ólíklegt, eins og læknarnir sögðu í upphafi, að þetta væri eitthvað sem ég hafi fæðst með. Mig langar nú einna helst til að slá það út af borðinu,“ segir hann og brosir. „Ég fór í alls konar erfðarannsóknir, tók bara genapakkann alveg eins og hann lagði sig og ekkert var að finna þar.“ Hann bætir við að flestir þeirra sem hann veit um að hafi sjúkdóminn segist hafa fengið hann í tengslum við aðra sjúkdóma. Eins veit hann um tilfelli sem hafa orðið við beinmergskipti, þar sem líkaminn þróar með sér ofnæmisviðbrögð. „Svo fórum við að velta t.d. umhverfisþáttum fyrir okkur. Þar sem ég er smiður fannst okkur það eiginlega liggja beinast við að þetta hlyti að stafa af ryki, myglu, eða gifsi, eins og ég hef hugsað. Nú er gifs í langflestum veggjum og maður er ábyggilega búinn að anda að sér tugum lítra af gifsryki,“ segir Jón Eiður hugsi. „Það er enginn sem veit fyrir víst hvort það geti haft skaðleg áhrif. Svo eru mörg efni sem eru uppgötvuð eftir á. Eins er fólk líka mjög mismunandi. Ef þetta er orsökin, þá er ég bara rosalega óheppinn að vera svona næmur fyrir þessu.“ Mikilvægt að taka ekki allt inn á sig Í Facebook hópnum, sem Jón Eiður er aðlili að, eru um eða yfir 100 manns. Þar eru líka einhverjir aðstandendur, vinir eða kunningjar, segir hann og að sumir þeirra séu að koma þarna inn út af óvissu. Þá eru þeir kannski byrjaðir í einhverju læknaferli og greinilega búnir að afla sér einhverra upplýsinga með því að fara inn á ýmsar síður og spyrja hópinn spurninga. „Það er gott að vita af einhverjum öðrum í sömu sporum,“ segir hann en tekur fram að hins vegar þurfi að athuga hversu mikið eigi að hugsa um það sem ber fyrir augu þarna. „Bara eins og með allar aðrar upplýsingar,“ bætir hann við. „Að maður taki ekki allt inn á sig.“ Auðvitað stundum erfitt að halda í jákvæðnina Öll frásögn Jóns Eiðs hefur einkennst af yfirvegun sem er ekki sjálfgefið að þetta ungur maður í jafn erfiðri stöðu búi yfir. Hann segir hógvær að lungnasérfræðingurinn og teymi hans hafi hrósað sér fyrir jákvæðni. „Ég tók í byrjun þá ákvörðun að maður þyrfti að taka eitt skref og einn dag í einu, halda þannig áfram og sjá hvernig málin þróast. Það er fátt annað sem ég get í þessu. Auðvitað koma dagar þar sem erfitt er að halda í jákvæðnina,“ bætir hann við. „Ég tengi þær stundi reyndar einna helst við mælingar og heimsóknir til lungnasérfræðingsins. Þá er það vegna þess að maður er þeim mun meira að hugsa um ferlið, hvað sé framundan, hvernig maður tækli framhaldið og ýmislegt því tengt. Ég bý hins vegar svo vel að vera með þokkalega stórt og gott net í kringum mig.“ Mest megnis líkamleg aðstoð í boði Aðspurður um hvaða aðstoð hann fái frá heilbrigðiskerfinu, segist hann hafa verið á Reykjalundi þar sem hann talaði við sálfræðing og spurði strax hvort einhverja aðstoð væri að fá fyrir maka á þeirra vegum, eða annarra sem koma að sjúklingum með langvinna sjúkdóma. Svarið var einfaldlega nei. „Mér fannst það alveg ofboðslega lélegt!“ Í beinu framhaldi af þeirri dvöl byrjaði hann svo í endurhæfingu á HL stöðinni þar sem hann segist hafa verið í eitt ár. „Það er talsverður aðstöðumunur á þessum tveimur stofnunum. Á HL stöðinni er ekkert sálfræðinga- og félagsfræðingateymi eins og á Reykjalundi,“ segir hann. Þar eru aðallega sjúkraþjálfarar. Ég hélt einhvern veginn að árið 2020 værum við komin lengra og værum meðvitaðri um mikilvægi andlega þáttarins í svona ferli. Mér finnst þessi umræða hafa staðið yfir í dágóðan tíma. En svo þegar til kastanna kemur þá er það mest megnis líkamleg aðstoð sem er í boði.“ Þörf fyrir stuðning við aðstandendur Hann segist varla geta orða bundist yfir því hvað maki og fjölskylda verði útundan í ferli á borð við þetta. Hann er nýlega búinn að fara með konunni sinni til sálfræðings á eigin vegum til

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.