Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2022, Qupperneq 27

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2022, Qupperneq 27
27 Inogen ferðasíurnar Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum Inogen ferðasíanna getur meirihluti súrefnissjúklinga notað þessar vélar til súrefnisgjafar á næturnar! Á það við um Inogen One 2, 3, 4 og 5 sem eru algengar á Íslandi. Vélarnar sem nýta má á næturnar eru búnar séstakri snjalltækni (Intelligent Delivery Technology) sem tryggir að súrefnispúls er þrýst út um leið og búnaðurinn skynjar að innöndun notandans hefst og skilar þannig öllum hleðsluskammtinum á réttum tíma inn í öndunarferlið. Bregðast líka við öndunarhraða Ásamt því að skila súrefni á réttum tíma, bregst tæknin við öndunarhraða þínum! Þessi eiginleiki gerir þér kleift að nota tækið á meðan þú sefur þó að það bjóði ekki upp á stöðugt flæði. Þegar þú sefur dregur úr öndunartíðni sem tækið skynjar og eykur sjálfkrafa, eða minnkar magn súrefnis í hverjum hleðsluskammti eftir súrefnisstillingu og öndunarhraða. Þetta er til að tryggja að þú fáir nauðsynlegt súrefni í svefni. Greinir grunnan andardrátt í munni Eitt stærsta vandamálið við notkun á púlsflæði frá ferðavélum meðan sofið er, kemur fram þegar notendur anda í gegnum munninn. Inogen hefur fundið lausn á því og getur greint grunnan andardrátt í munni. Þetta á þó alls ekki við um einstaklinga sem eru með kæfisvefn, eða önnur svefntengd öndunarvandamál og alls ekki þá sem þurfa að nota CPAP eða BiPAP vélar. Ef einhver vafi er um hvort þú getir notað ferðavélina þína á næturnar, er best að fá ráðgjöf frá eigin lungnalækni. Andrjes Guðmundsson, formaður Lungnasamtakanna. Inogen One 2 Stilling Einföld rafhlaða Tvöfald rafhlaða 1 Allt að 5 tímar Allt að 10 tímar 2 Allt að 4 tímar Allt að 8 tímar 3 Allt að 3 tímar Allt að 6 tímar 4 Allt að 2 tímar Allt að 4 tímar 5 Allt að 2 tímar Allt að 4 tímar 6 Allt að 2 tímar Allt að 4 tímar Inogen One 3 Stilling Einföld rafhlaða Tvöfald rafhlaða 1 Allt að 4 tímar og 30 mín. Allt að 9 tímar og 30 mín. 2 Allt að 4 tímar Allt að 8 tímar og 30 mín. 3 Allt að 3 tímar Allt að 6 tímar 4 Allt að 2 tímar Allt að 4 tímar 5 Allt að 1 tímar og 42 mín. Allt að 3 tímar og 18 mín. Inogen One 4 Stilling Einföld rafhlaða Tvöfald rafhlaða 1 Allt að 2 tímar og 42 mín. Allt að 5 tímar 2 Allt að 2 tímar og 15 mín. Allt að 4 tímar og 30 mín. 3 Allt að 1 tímar og 20 mín. Allt að 2 tímar og 30 mín. Inogen One 5 Stilling Einföld rafhlaða Tvöfald rafhlaða 1 Allt að 6 tímar og 30 mín. Allt að 13 tímar 2 Allt að 5 tímar Allt að 10 tímar 3 Allt að 3 tímar og 30 mín. Allt að 7 tímar 4 Allt að 2 tímar og 30 mín. Allt að 5 tímar 5 Allt að 1 tímar og 51 mín. Allt að 3 tímar og 48 mín. 6 Allt að 1 tímar og 26 mín. Allt að 2 tímar og 58 mín. Næturnotkun á ferðasíum Er hún leyfileg? Hversu lengi endist ferðasían Eftir Andrjes Guðmundsson, formann Lungnasamtakanna Notendur sem hafa þörf fyrir viðbótarsúrefni eru gjarnan óöryggir um hvernig nota skuli tækin og spyrja oft hversu lengi kúturinn eða ferðavélin endist. Þetta á einkum við í byrjun, áður en þeir hafa kynnst þessum tækjum af eigin raun. Hins vegar er yfirleitt erfitt fá svör við þessum spurningum en skýringin á því er einfaldlega: „Það fer eftir ýmsu!“ Það fundust þó upplýsingar um Inogen ferðasíur sem eru algengastar á Íslandi og hægt er að notast við sem gróft viðmið. Það ber þó að athuga vel að alls kyns umhverfisþættir geta haft áhrif og má þar nefna hitastig, gæði rafhlaða, gæði andrúmslofts í rýminu þar sem tækið er notað, öndunartíðni og margt fleira. Hér að neðan má sjá töflur yfir endingu eftir tegundum. Enn og aftur ber að ítreka að þessar töflur eru eingöngu til viðmiðunar. Hver og einn þarf að læra inn á sína vél og hvernig hún nýtist honum í hans umhverfi. Rafhlöður slappast líka með tímanum og styttir endinguna til muna.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.