Heima er bezt - 01.04.2002, Blaðsíða 4
w
rfTiHii
Agœtu lesendur.
Hver kannast ekki við vísuna góðu um regnbogann sem
hljóðar eitthvað á þessa leið:
Hver er sá veggur víður og hár,
vœnum settur röndum,
gulur, rauður, grænn og blár,
gjörður af meistarahöndum.
Þessi gamal vísnagáta, sem sjálfsagt allir kunna svarið við
og getur því vart talist erfíð, svo mörgum sem hún hefíir verið
á tungu töm í gegnum árin, fjallar um eitt með fegurri fyrir-
bærum er séð verður í víðbláma
jarðar, regnbogann.
Hann er sérstakt fyrirbæri, sem
aldrei er hægt að reikna nákvæm-
lega út hvort, hvenær eða hvar
muni sjást, og veit ég fá dæmi þess
að hann hafi ekki vakið athygli
fólks, þegar hann birtist. Hygg ég
að allflestir hafi orð á því þegar
þeir koma auga á skýran regnboga
og þá yfirleitt til að benda öðrum
viðstöddum á hann.
Ekki eru litir hans reyndar alveg
jafn hreinir og klárir og í vísunni segir, svo sem eðlilegt er,
vegna þess hvemig þeir em til orðnir, né er röðin sú hin sama.
Þar hefur að sjálfsögðu stuðlasetning vísunnar ráðið ferð hjá
höfundi og skáldaleyfi.
Ýmsu hefur regnboginn tengst í gegnum tíðina, bæði þjóð-
trú og guðstrú. í Biblíunni segir að hann sé áminning Guðs
um sáttmála hans og mannkyns, í þjóðtrúnni er hann aftur á
móti fyrirbæri sem uppfyllir óskir manns takist manni að
komast undir enda hans. Það er náttúrlega, eins og svo margt
annað í þá vem, afskaplega erfitt og liggur það auðvitað í
hlutarins eðli, því litagleðin, eins menn vita, stafar af ljósbroti
í regndropum og verður aðeins til undir vissu sjónarhomi, og
því mun regnboginn alltaf hörfa undan manni, eftir því sem
maður nálgast hann, eðli málsins samkvæmt. Þess vegna hef-
ur líka höfundi eða höfundum þjóðsögunnar um hann, talið
nokkuð óhætt að lofa mönnum gulli og grænum skógum,
kæmust þeir undir enda hans, vitandi það að slíkt væri með
öllu ógerlegt.
Þó er svolítið merkilegt hvað þessi trú á auðævi regnbogans
er lífsseig, þó í gamni sé gert í dag. Eg minnist þess að á
vinnustað einum, sem ég starfaði á fyrir nokkmm ámm síðan,
kom kvenkynshluti starfsfólksins auga á afar bjartan og fal-
* ‘
legan regnboga, sem út um gluggann að sjá virtist í nokkuð
sæmilegri seilingarfjarlægð. Allar tóku þær þá ákvörðun að
ffeista nú gæfunnar og komast undir enda bogans. Vitandi um
hins vegar, þennan annmarka eðlisffæðilögmálsins, þá
ákváðu þær að snúa á það með þeim hætti, að staðsetja ná-
kvæmlega hvar endinn nam við jörðu frá þeim séð. Var það
tiltölulega auðvelt, þar sem hann bar niður á milli húsa og
annarra mannanna handverka. Stormaði síðan hersingin út og
öll á þann stað þar sem fyrr hafði verið ákveðinn. Þar hafa
þær væntanlega sett fram sínar óskir, enda komu þær all glað-
beittar til baka og ánægðar með stundina. Aldrei hef ég þó
heyrt um árangurinn, hvort regnboginn skilaði því sem um
var beðið, en hver veit líka hvers eðlis óskimar vom, ekki er
endilega víst að þær hafi allar fjall-
að um auð og völd, eins og sagt er.
En það má alltaf prófa, til gamans,
þó ekki sé til annars, eins og þessar
ágætu stúlkur gerðu, og einmitt
það viðhorf held ég að sé eitt af
því sem viðheldur svo vel þessari
trú á regnbogann.
í vísunni góðu, sem hér var
nefnd áður, er litaröðin talin gulur,
rauður, grænn og blár, en hún mun
í raunveruleikanum vera rauður,
gulur, grænn og blár, þ.e.a.s. höf-
uðlitimir, en svo spannar regnboginn nánast flesta liti þama á
milli, því allt fer það eftir því undir hvaða sjónarhomi sólar-
geislamir falla á dropana frá áhorfandanum séð. Það er því
ekki svo fjarri sanni þegar fólk talar um að eitthvað sé í “öll-
um regnbogans litum.”
Stundum er regnboginn tvöfaldur og er sagt að ástæða þess
sé sú að ljósbrot verður einnig þegar ljósgeislamir fara út úr
dropanum á þeirri hlið er ffá áhorfandanum snýr. Það er svo
margt þegar að er gáð, sem er svo einfalt en samt flókið, þeg-
ar vísindin upplýsa fólk um ýmislegt það sem fyrir augu ber.
Náttúran er litrík og margt í henni gleður svo sannarlega
augað, ef menn bara gefa sér tíma til þess að veita því athygli
og skoða. Það er því miður, hygg ég, talsverður misbrestur á
því í nútíma þjóðfélagi að fólk gefi sér tíma til þess að njóta
þess sem næst því er og þá um leið ódýrast í þessu allsnægta
þjóðfélagi okkar. Því ekki að gefa sér aðeins tíma og horfa í
kringum sig, njóta þess sem okkur hefur verið veitt til fegurð-
ar og yndis, án tillits til stéttar, stöðu eða efnahags. Þannig em
reyndar flest tilboð náttúmnnar og betur verður tæplega boð-
ið.
Guðjón Baldvinsson
148 Heima er bezt