Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 6
Húsavíkur og barnadagheimilis Húsavíkur, formaður sóknarnefndar Húsavíkurkirkju og auk þess í stjórn- um ýmissa félaga. Arnljótur er einkum áhugaverður fyrir þá sök, að hann er svo ótrúlega frjór í hugsun. Eiginlega má segja að hann sé óþrjótandi uppspretta hug- mynda. Hér áður þótti jarðbundnustu mönnum hann fljúga nokkuð hátt stundum, en oftar en ekki reyndust hugmyndir hans hið mesta snjallræði þegar upp var staðið. Þannig var Arnljótur gjarnan langt á undan sinni samtíð. Maður með vakandi fram- farahug er einkunn sem hann fær í bæjarfulltrúatali Húsavíkur. Það er víst ekki ofmælt því fáir hafa sýnt jafn mörgu áhuga um dagana. En leiðin lá suður. Nöfn þeirra hjóna eru við bjölluna niðri. Hann hefur furðu lítið breyst frá því ég sá hann síðast fyrir rúmlega þrjátíu árum, ef til vill ögn yfirvegaðri í hreyfingum og ekki alveg jafn snaggaralegur. Annað er það nú ekki. Glettnin er á sínum stað í augunum. Ásta er á förum út í bæ, að sinna fé- lagsmálum, en setur fyrst góðgerðir á borðið eins og gestrisnum íslenskum húsmæðrum er í blóð borið. Af þingeysku bergi brotinn „Eg er fæddur 17. október árið 1926 í bakarahúsinu gamla á Húsavík,” segir Arnljótur og hagræðir sér í sóf- anum. „Foreldrar mínir voru þau Sigurjón Ármannsson bæjargjaldkeri á Húsavík, þá barnakennari reyndar, og Þórhalla Bjarnadóttir kona hans. Sigurjón var úr Aðaldal, frá Hraun- koti, en Þórhalla frá Húsavík. Bjarni Þórðarson faðir hennar var fæddur í Skógargerði á Húsavík en móðir hennar kom hins vegar vestan úr Fjörðum, flutti ásamt mörgum syst- kinum sínum til Húsavíkur laust fyrir aldamótin 1900. Bræður hennar tveir byggðu sér stórt og mikið tveggja hæða hús, sem hét Sunnuhvoll, suður í bæ. Þar er nú Garðarsbraut 34. Þetta hús brann til kaldra kola í árs- byrjun 1914. Það var hræðilegur bruni. Einn bróðir ömmu, Hjálmar, ætlaði að komast úr eldinum, með lítinn son sinn, en tókst það ekki og Arnljótur með dætrum sínum, ungum. beið bana ásamt barninu. En amma mín, Halldóra Magnúsdóttir, settist sem sagt að á Húsavík og festi þar ráð sitt. Hún giftist Bjarna Þórðar- syni og þau bjuggu alla sína tíð á Húsavík. Ég er þannig af Hraunkots- ætt og fleiri ættum þarna í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar mínir settu fyrst saman bú á Hraunkoti í Aðaldal og þar eignuðust þau frumburðinn, Eystein, árið 1923. Árið eftir fluttu þau til Húsavíkur og bjuggu þar alla sína tíð og börnin komu eitt og eitt eins og Foreldrar og systkini, talið frá vinstri, aftari röð: Eysteinn, Bjarni, Helga, Arnljótur, Höskuldur. Fremri röð: Dóra, Sigurjón Armannsson, Ármann, Þórhalla Bjarnadóttir, Þorgrímur. gengur. Helga var fyrsta systkinið sem fæddist á mölinni, síðan kom ég og því næst Bjarni, sem enn býr á Húsavík. Fimmti í röðinni er Hösk- uldur, múrari, búsettur á Húsavík, næstur honum er Þorgrímur, einnig búsettur á Húsavík, svo kom Dóra, sem bjó í Garðabæ og átti þar mann og börn, en er látin fyrir nokkrum árum og lestina rekur Ármann, sem býr á Húsavík.Við vorum átta systk- inin, tvær systur og sex bræður.“ Gef stráknum bara 10 „Það var mjög gott að vera krakki á Húsavík. Systkinahópurinn var vissulega stór en það fór vel um okk- ur. Auðvitað var fátækt í þorpinu, þá voru allir fátækir og sérstaklega barnafólk. Þótt menn hefðu vinnu gerðu þeir ekki betur en hafa í sig og á og þurftu að halda vel á spöðunum til þess. Ég var í sveit á sumrin eins og al- gengt var. Því háttaði þannig til heima að pabbi hafði verið kennari fram um sveitir, bæði í Kinn og Reykjadal og á vorin raðaði hann 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.