Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Page 7

Heima er bezt - 01.04.2002, Page 7
Arnljótur og systkini hans á efri árum. okkur, krökkunum sínum, niður á bæi hjá vinum og kunningjum fram um alla sveit. Sem strákur var ég í ein sex eða sjö sumur á Torfunesi hjá Vilhjálmi Friðlaugssyni fyrst og síðan syni hans, Kristbirni, seinni árin. Þar var gott að vera, þar fór vel um strák. Ég tók lítinn þátt í íþróttum í æsku og sakna þess nú raunar. Þótt aðstaða til íþrótta væri ekki góð á Húsavík var völlurinn úti á Höfða mikið not- aður yfir sumartímann. Þar safnaðist æskan saman, þegar tækifæri gafst og stundaði fótbolta eða eitthvað annað. Við, sem sendir vorum í sveit á vorin, misstum auðvitað af þessu. Við lærðum að vinna margskonar bústörf en urðum af íþróttunum.“ Þegar ég lít til baka finnst mér barnaskólaár mín hafa verið afskap- lega góð og þægileg. Þau liðu bara eins og ljúfur draumur. Það byggðist kannski ekki síst á því að Egill heit- inn Þorláksson kenndi mér fyrstu árin. Lengi býr að fyrstu gerð. Egill var einhver besti barnakennari sem sögur fara af og brautryðjandi í kennslumálum, samdi stafrófskver og hvaðeina. Barnaskóli Húsavíkur hafði góðu kennaraliði á að skipa. Auk Egils störfuðu þar Jóhannes Guðmundsson, Vilborg Ingimars- dóttir, Jónas Geir Jónsson og fleira gott fólk. Pabbi kenndi við skólann einhver ár. Ég held að þar hafi öllum liðið vel. Eins og gengur var misjafnt hvað kennarar tóku hlutina hátíðlega. Mér er sérlega minnistæð ein ein- kunn í teikningu, sem ég fékk hjá Jónasi Geir, vini mínum, við útskrift- arpróf úr Barnaskólanum. Ég var sjálfur viðstaddur þegar hann gaf fyr- ir. Hann sló í teiknibunkann, sem eft- ir mig lá að loknum vetri, og sagði: „Æ, þetta er svo þykkur bunki hjá Arnljóti að ég nenni ekkert að fara yfir hann og gef stráknum bara 10.“ Skólastjóri var Benedikt Björns- son. Hann var gamall orðinn í okkar augum en mun þó ekki hafa verið nema um sextugt því hann dó á ágætum aldri. Benedikt var merki- legur maður fyrir margra hluta sakir. Hann var blindur, eða því sem næst blindur, síðustu árin. Hann kenndi alltaf íslandssögu og gerði það afar eftirminnilega því hann kunni sögu þjóðarinnar í orðsins íyllstu merk- ingu og sagði hana eins og ævintýri. Þetta þótti svo skemmtilegt að nem- endur fengu að sitja inni í stofunni af fúsum og frjálsum vilja til þess að hlýða á íslandssögukennslu Bene- dikts Björnssonar eða Benedikts skólastjóra eins og hann alltaf var kallaður. Benedikt var lengi oddviti hreppsnefndar. Ég minnist þess að pabbi vann dálítið fyrir hann á skrif- stofu. Þá var sjón mjög tekin að daprast hjá honum og pabbi skrifaði fyrir hann.“ Hefðum getað sprengt okkur í loft upp „Ég var unglingur á stríðsárunum og mér kemur í hug skemmtilegt atvik frá þeim tíma. Það var hernámsvorið 1940, mér er tamt að kalla það her- námsvorið hvort sem öðrum finnst það við hæfi eða ekki. Þá var ég í vegavinnuflokki austur við Varnar- brekkur með Jónasi keyrara, en Varnarbrekkur eru á Reykjaheiði, Kelduhverfismegin, nokkuð vestan við bæinn Fjöll. Við vorum kúskar þama, nokkrir strákar. Það var hið fegursta veður og við vorum að aka möl, tveir saman, með sinn hestinn hvor og kerruna þegar okkur verður litið upp í Varnarbrekkumar og sjá- um hvar eitthvað kemur fram af brúninni. Við gerðum okkur strax grein fyrir því, að þetta mundi vera bíll, en hann var öðruvísi í laginu en við áttum að venjast. En svo kom annar og síðan komu þeir hver á fæt- ur öðrum. Við vorum eins og festir upp á þráð, strákarnir, því við vissum ekkert hver ósköpin þetta voru. Þeg- ar halarófan kemur nær sjáum við að það eru menn uppi á þessum farar- tækjum, æði margir menn á hverju þeirra, sitjandi á bekkjum beggja vegna og snúa neijum saman, horfast í augu, með byssur á milli fótanna sem benda til himins og byssustingir skagandi upp af öllu saman. Þetta Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.