Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 9
Kirkjukór Húsavikur. Arnljótur er
þriðji frá hægri í fremri röð. Myndin
er tekin í Húsavíkurkrikju.
sprengjur. Sennilega hefðum við get-
að sprengt okkur í loft upp ef við
hefðum losað um spangirnar. Þetta er
nú svona til að sýna hvað allt þetla
hernaðarbrölt var óskaplega fram-
andi fyrir manni. Svo fækkaði her-
mönnunum á Húsavík og loks urðu
bara örfáir eftir.
í rafvirkjun á Húsavík
„Strákar byrjuðu ungir að vinna á
þessum árum. Maður lærði að taka
til hendinni í sveitinni og svo fór ég
út á vinnumarkaðinn strax, ungling-
urinn. Ég var í vegavinnu ein þrjú
sumur eftir ferminguna hjá Jónasi
Bjarnasyni keyrara. Svo stundaði ég
nú ýmsa vinnu, var til dæmis vetrar-
part á skrifstofum Húsavíkurbæjar,
en þó hvað lengst í verslun St.
Guðjohnsen áður en ég fór að læra
mína iðn.
Árið 1945 fór ég á námssamning í
rafvirkjun hjá Örnólfi Örnólfssyni.
Hann var rafvirkjameistari nreð há-
spennuréttindi, Vestfirðingur að ætt
og gegndi starfi rafveitustjóra á
Húsavík frá 1945 til 1952. Þá var ný-
stofnaður iðnskóli á Húsavík. Hann
var til húsa í Garðar, sem Kaupfélag
Þingeyinga átti. Skólastjóri var séra
Friðrik A. Friðriksson. Ég var í hópi
þeirra fyrstu sem stunduðu nám við
Við laufabrauðsskurð á Grenimel,
með Hrafnkeli og Arnljóti,
dœtrasonum.
Iðnskóla Húsavíkur. Þar var ég í tvo
vetur og útskrifaðist 1948. Þarna
voru miklir ágætis kennarar, meðal
annars Helgi Hálfdánarson lyfsali,
sem kenndi okkur efnafræði, og Ás-
geir Einarsson vélvirki, sem kenndi
teiknigreinar. Námið gekk vel og ég
minnist þess sérstaklega að við Jón
Ármann Jónsson vorurn hvattir til
framhaldsnáms.“
Þá var gamla rafstöðin frá 1918
framan í Stangarbakkanum að enda
sitt skeið. Við hana störfuðu Ás-
mundur og Benedikt, synir Jóns
Baldvinssonar fyrsta rafstöðvarstjóra
á Húsavík. Þarna undir lokin var sett
upp lítil díselstöð til að keyra með
litlu vatnsaflsstöðinni. Svo kom raf-
magnið frá Laxárvirkjun 1947. Þá
var ég í dálitlum vinnuflokki á veg-
um Örnólfs við að fara hús úr húsi
og endurbæta raflagnir. Þarna var
verið að leggja niður gamla jafn-
straumsstöð og í staðinn kom rið-
straumurinn frá Laxá og þá þurfti að
yfirfara og breyta öllum lögnum.
Mér er minnisstæður fyrsti dagur-
inn sem ég vann hjá Örnólfi. Það var
fyrsti september 1945. Þá fór ég með
Jóni Baldvinssyni til þess að yfirfara
og lagfæra lagnir í sláturhúsi Kaup-
félags Þingeyinga fyrir sláturtíðina. í
minningunni finnst mér afar
skemmtilegt að hafa fengið að vinna
með Jóni Baldvinssyni minn fyrsta
dag í rafmagninu. Ég
átti eftir að starfa við
þetta alla mína tíð á
Húsavík og byrjaði
með honum sem hafði
verið fyrsti rafvirkinn
þar. Hann var hálfgerð
þjóðsagnapersóna, tré-
smiðurinn, sem gerð-
ist rafvirki og raf-
veitustjóri á Húsavík
fyrir 1920, gjörsam-
lega sjálfmenntaður í
rafmagni.
Ég tók sveinspróf
1949. Þegar námi lauk
var Örnólfur Örnólfs-
son rafveitustjóri og meistari minn
hættur í raflögnunum og ég tók við
því af honum og stofnaði mitt eigið
fyrirtæki. Frá 1951 til 1986 var ég
rafverktaki á Húsavík, vann við raf-
lagnir og þess háttar og rak samtímis
verslun með raflagnaefni og raftæki.
Lengst af var Bjarni bróðir minn
með mér og oft fleiri menn. Ég var
með aðstöðu lengi á gilbrúninni fyrir
neðan samkomuhúsið gamla, en síð-
ustu árin hafði ég verkstæði niðri í
húsi mínu.
Það var alla tíð nóg að gera á
Húsavík þótt mönnum fjölgaði í iðn-
inni. Við vorum í raflögnum úti um
alla sýslu, lögðum í fjölda húsa bæði
í Suður- og Norðursýslunni, sérstak-
lega þó í Suðursýslunni. Það er
margs að minnast frá þeim árum.“
Heima er bezt 153