Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 10

Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 10
Það þurfti enginn að láta sér leiðast á Húsavík „Það var furðu margt sem ungt fólk og óbundið gat haft fyrir stafni í frí- stundum sínum um miðja öldina á Húsavík. Þar voru til að mynda bíó- sýningar nokkuð reglulega. Vern- harður Bjarnason var með bíóið og sýndi Roy Rogers og Trigger og fleira skemmtilegt. Einhverju sinni ætlaði ég að gerast sýningamaður hjá Venna en af einhverjum ástæðum varð lítið úr því. í þá daga voru sveitaböllin nokkuð fastur punktur í tilverunni, böll á Hólmavaði, Breiðu- mýri, Fosshóli og á fleiri stöðum. Ungt fólk vill yfirleitt lifa lífinu lif- andi. Það átti líka við mig. Þá þótti sjálf- sagður hlutur að líta á sveitaböllin. Einnig hef ég alltaf kunnað vel við mig úti í guðsgrænni náttúrunni. Húsavík og nágrenni hefur upp á fagurt umhverfi að bjóða, sem allir geta unað við, ungir og gamlir. Oft fórum við á litlum bátum út á Flóann með byssur eða færi. Það gat verið afar skemmtilegt. Ég hafði og hef gaman af söng eins og bræður mínir. Hér á árum áður söng ég með karlakórnum Þrym í þó nokkur ár. Einnig söng ég með Kirkjukór Húsavíkur og hafði ánægju af. Áður en ég byrjaði minn sjálfstæða rekstur var ég eitt ár, ung- ur maðurinn, á Akureyri. Þá söng ég með Karlakór Akureyrar og ferðaðist með honum hingað til Reykjavíkur þar sem sungið var á kóramóti. Það var ómetanlegt að kynnast mönnum eins og Jóhanni Konráðssyni og fleiri snillingum. Einnig fór ég söngferðir með karlakórnum Þrym um landið. Þar var fyrst stjórnandi séra Friðrik A. Friðriksson og seinna þeir feðgar frá Heiðarbót, Sigurjón Pétursson og Sigurður Sigurjónsson. Á flestum konsertum okkar söng Eysteinn bróðir minn einsöng. Ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu „Kona mín, Ásta Jónsdóttir, er fædd í Austur-Landeyjum í Rangárvalla- sýslu, dóttir hjónanna Jóns Árnason- ar og Ragnhildar Runólfsdóttur. Hún er kennari að rnennt og kom norður í Reykjadal árið 1956 til þess að I sumarfríi á Hawaii. 154 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.