Heima er bezt - 01.04.2002, Side 11
kenna við Húsmæðraskólann á Laug-
um. Þar lágu okkar leiðir saman, sem
varð aftur til þess að við giftumst og
hófum búskap á Húsavík. Þar kom-
um við okkur upp húsi og fjölskyld-
an stækkaði eins og gengur. Ásta
kenndi við Barna- og gagnfræðaskól-
ann á Húsavík öll okkar ár þar og við
Laugalækjarskóla eftir að við kom-
um suður árið 1986. Ástæða þess, að
við fluttum, var einkum sú, að dætur
okkar báðar voru búsettar í Reykja-
vík og barnabörnin og það var ósköp
eðlilegt, að við færðum okkur bara
til þeirra. Ég hef nú stundum orðað
það svo í gamni, að Ásta hafi komið
norður til mín og verið hjá mér þenn-
an tíma, tæp þrjátíu ár, og síðan hafi
ég farið suður með henni. Hún kom
héðan úr Reykjavík, hafði starfað hér
í Reykjavík og átti allt sitt fólk hér.
Ragnhildur, móðir hennar, kom
reyndar norður og dvaldi hjá okkur
þó nokkuð lengi.
Við eigum barnaláni að fagna.
Slíkt verður aldrei fullþakkað. Dætur
okkar eru tvær, Þórhalla og Ragn-
hildur. Eldri dóttirin, Þórhalla, er
kennaramenntuð og kerfisfræðingur
hjá Flugleiðum og hefur verið það
síðan hún byrjaði að vinna hér í
Reykjavík. Maður hennar er Sighvat-
ur Sævar Árnason. Hann er doktor í
lífeðlisfræði og dósent við lækna-
deild Háskóla íslands. Þau eiga tvö
börn, Hrafnkel sem stundar nám í
Menntaskólanum við Sund og Ástu
Guðrúnu. Yngri dóttirin, Ragnhildur,
hefur starfað sem lögfræðingur hjá
Alþingi og í stjórnarráðinu í tæp 10
ár. Hún er skrifstofustjóri i
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti en tekur í sumar við stöðu í
sendiráði íslands í Brussel, þar sem
hún mun starfa sem fulltrúi tveggja
ráðuneyta næstu ár. Maður hennar er
Ástvaldur Jóhannsson, er hefur
starfað sem framkvæmdastjóri hjá
Nýherja, og er að vinna að meistara-
gráðu, MBA, við Viðskipta- og
Hagfræðideild Háskóla íslands og
hefur nýverið hafið störf í fram-
kvæmdastjórn Össur Europe, sem
staðsett er í Eindhoven í Hollandi.
Börn þeirra eru þrjú. Arnljótur er
elstur. Hann stundar nám við
Menntaskólann í Reykjavík. Svo
koma tvö yngri, Jóhann Páll og Ást-
hildur Emma.
Faðir hitaveitunnar?
„Ég hef haft áhuga fyrir ýmsu um
dagana. Þegar ég bjó á Húsavík hafði
ég þó einkum áhuga fyrir farsæld
bæjarins. Það var áhugamálið sem
upp úr stóð. Ég sat í bæjarstjórn
Húsavíkur urn margra ára skeið. Þá
var heilmikill uppgangur á Húsavík
en hefði vafalaust getað verið enn
meiri. Besta framkvæmd frá þessum
tíma er að mínu viti hitaveitan í bæn-
um. Hún komst í gagnið á mínum
bæjarstjórnarárum og reyndar sagði
nú Björn Friðfinnsson við vígslu
hennar, að eiginlega mætti segja að
Arnljótur væri faðir hitaveitunnar.
Hann hafði á takteinum svolítið
skemnrtilega sögu til þess að renna
stoðum undir þá fullyrðingu sína.
Sagan var í stuttu máli þannig að
bæjaryfirvöld höfðu látið gera áætl-
un um lögn frá Hveravöllum til
Húsavíkur og hún reyndist alltof dýrt
fyrirtæki rniðað við olíuverð á þeim
tíma. Húshitunarkostnaður hefði orð-
ið hærri með Hveravallavatni en olíu.
Svo gerist það á fundi með Birni
Friðfinnssyni, þar sem við spjöllum
um þetta, eins og gengur, að ég segi
sem svo:„Við eigum bara að henda
þessari einangrun af lögninni og
leiða vatnið frá Hveravöllum til
Húsavíkur án þess að einangra lögn-
ina.“ Þannig var, að í áætlun Sigurð-
ar Thoroddsen var gert ráð fyrir því,
að gengið yrði frá lögninni, eins og
hitaveituæðinni frá Reykjum í Mos-
fellssveit til Reykjavíkur, þar sem
allt var lagt í stokk og einangrað í
bak og fyrir. Ég hafði lesið að hægt
væri að gera þetta öðruvísi, það væri
hægt að grafa lögnina í jörð og láta
hitann í lögninni raunverulega
mynda sína eigin einangrun í jarð-
veginum. Ég man eftir því að einn af
bæjarfulltrúunum sagði: „Jah, há.
Þetta er ljóta vitleysan. Og fá þetta
svo bara hlandvolgt til Húsavíkur.“
Honum leist nú ekkert á blikuna. En
Björn Friðfinnsson sagði: „Við skul-
um bara láta skoða þetta.“ Og af sín-
um alkunna dugnaði dreif hann í því
að fá Fjarhitun í Reykjavík til að
kanna málið.
Það leið ekki nema vika, eða svo,
þá hringir Karl Ómar frá Fjarhitun í
Reykjavík og segir. „Við erum búnir
að líta á þetta dæmi og höfum séð í
sænskum skýrslum að þetta á vel að
vera hægt. Ef þið leggið æðina svona
á vatnið að geta komið ágætlega heitt
til Húsavíkur sennilega upp undir
áttatíu stiga heitt.“
Okkur leist svo vel á, að við drif-
um í málinu. Ég man nú ekki hvert
einasta skref, en allt er það að sjálf-
sögðu til skrifað. Við fórum til
Reykjavíkur fimm saman, bæjar-
stjórnarmenn, ásamt bæjarstjóra og
héldum fund með fjármálaráðherra,
Magnúsi Jónssyni frá Mel, i fundar-
sal í Alþingi og á stuttum fundi var
bara ákveðið að við fengjum heimild
til þess að fara í kerfið og afla fjár-
muna í hitaveitu frá Hveravöllum.
Þetta var gert, drifið í hlutunum og
það leið rúmt ár fá því að við fórum
að vinna í þessu þar til brennheitt
vatnið var farið að buna til Húsavík-
ur.
Það voru svo margir á móti þessari
framkvæmd að ef greidd hefðu verið
atkvæði um hana hefði hún verið
kolfelld, það er ég sannfærður um.
Það voru mjög sterkir áróðursmenn
gegn þessu, umboðsmenn olíufélag-
anna og fleiri. Mörgum leist ekkert á
þessa nýjung. Þetta var á þeim tíma
sem olían var ódýr og margir höfðu
fengið mjög góð olíukynditæki,
sjálfvirk, amerísk tæki, sem þeir
voru ánægðir með. Þessi mál voru í
ágætu lagi í bænum og menn voru
hræddir við að skipta yfir.“
Heldur þú að við fáum
ekki verkið?
„En ég kom nú meira við sögu hita-
veitunnar. Þannig var að við höfðum
verið að vinna saman við raflagnir í
Kísiliðjunni í Mývatnssveit, félag-
arnir, ég, Grímur Leifsson og Haukur
heitinn Ákason, allir rafvirkjar frá
Húsavik. Við höfðum nýlokið þar
verki um vorið þegar boðin var út
hitaveitulögnin Hveravellir - Húsa-
vík. Við tókunr okkur saman og sett-
um inn tilboð í lögnina og heldur þú
Heima er bezt 155