Heima er bezt - 01.04.2002, Blaðsíða 15
Agúst Sigurðsson frá Möðruvöllum
Af Jöklajörðu rís
Danir viðhafa gamla orðalag-
ið, þegar presturinn kastar
rekunum. Þess vegna segja
grænlenzku prestarnir hið sama við
höfðagaflinn á kistunni, þótt enginn
jarðvegur sé í kirkjugarðinum, ekki
opin moldargröf. Síra Imaka Elías-
sen, fráfarandi sóknarprestur í 111-
oqqortoormiut, vildi ekki orðlengja,
hver úrræði hann hefði fundið við
tuttugu jarðarfarir í tveggja ára þjón-
ustu norðurfrá. Hann er fæddur og
upp alinn í hinu prestsetursþorpinu á
austurströnd Grænlands, Tasiilaq í
Ammassalík, en þar eru raunar svip-
uð vandkvæði. í Rostungavík,
skammt innan nýlenduþorpsins
norður frá, er leirborinn sandur og
má vera, að þangað sé sóktur jökla-
leir í kassann, sem rekunum er
kastað af, en hann fann ég þó ekki í
kirkjunni. Hún var vígð 11. ágúst
1929 og er næsta vel búin munum,
þótt ekki séu þar líkakrakur, járn og
haki. Stunguspaði og reka eru tól,
sem hér þarf ekki að leita. Hjá kirkj-
unni stendur líkhús, rúmlengd dýpra
en í Kulusuk, sem er annexía frá
Tasiilaq, þar sem presturinn kemur
venjulega í byrjun júlí, um all langan
sjóveg og vinnur skylduga, tilfallna
þjónustu.
Ekki mun heiglum hent að jarða í
hinni stóru klapparþró uppi í kirkju-
garðinum norðan Scoresbysunds í
óveðrum vetrarins og nóttdimmu
dagsins.
Virtist síra Imaka gleðilaus, hann
var að kveðja sókn sína fyrir fullt og
allt. Búslóð hans komin í lítinn gám
á hlaðinu og átti að fara um borð í
Álaborgarskipið á fárra daga fresti. í
síðari birgðasiglingunni til Tasiilaq,
með höfuðdagsstraumnum.
Fjórði þáttur
úróbyggðá
Crænlandi
Vígður kateket
Eflaust hafði skammæ þjónustan
hér í fjarlægu norðri verið álagsþung
í rás viðburðanna, og ekki var eftir-
ver fenginn, en kennari í grunnskól-
anum, ung kona, þegar vígður
kateket, og hafði hún sókt námskeið
á prestaskólanum í Nuuk á sl. vetri.
Einnig hún var þögul, nema sagðist
sakna þess að mega ekki nota staup-
in, sem stóðu þétt og tugum saman á
grind innan á gráðuboganum, því að
hún mætti ekki veita sakramenti.
Voru nægar hillur í ónotaðri funda-
Mía Símonsen kateket í stólnum.
og fræðslustofu í bislagi vestur af
kórnum. Ekki hafði verið venja að
geyma staupin þar og nýbreytni var
ekki á hennar færi, eins og vandlætið
stjórnaði því. Kateketinn heitir Mía
Símonsen og er hún ljósari á hörund
en innfæddir Inúítar á Austurströnd-
inni og ber nokkur önnur einkenni
kynblendinga, sem hér eru fáir. Eru
fréttir af störfum hennar dapurlegar,
því að danskur guðfræðingur, sem
tókst á hendur að vera um sinn á
Grænlandi, kirkjuþjónunum til upp-
örvunar og hollra ráða, segir, að Mía
hafi gefizt upp á þjónustunni í hinni
fjarskalegu afbyggð tíðra vandræða
og margra dauðsfalla, a.m.k. í bili.
Hræðsla við díoxíð eitrunina,
krabbameinsvaldinn, enn til að auka
á vanmáttinn og kvíðann. Það þarf
sterk bein til að þola góða daga, en
mikið sálarþrek til að afbera einangr-
un fámennisins við Scoresbysund, al-
mennt atvinnuleysi og fátækt.
Vegna fréttar um óforvarað sjúkra-
leyfi hins geðþekka katekets og
kennara og auðséð vonleysið í fari
síra Imaka, hins fáorða, unga upp-
gjafarprests, skal ekki Ijölyrt um þá
mynd, sem hann dró ósjálfrátt upp í
bæjardyrunum á prestsetrinu, sem
hann var að flýja, atvinnulaus í hinu
brauðinu í Óbyggð á sínu ættarlandi.
Hann mun hafa setzt að í Tasiilaq hjá
móður sinni, sem er ekkja. Eru
mæðginin afkomendur lítt blandaðra
Inúíta, en síra Imaka er afar dökkur á
hörund eins og kynsfólk hans á Aust-
urströndinni, augun brún, hárið strítt
og svart. Hef ég aldrei séð eins
kaffibrúnt fólk og hér norður í Ishaf-
inu. Hin brúna brá er ævafornt
mongólskt afsprengi Dorset- og
Sarqaqfólksins, blandað Rauðskinn-
Heima er bezt 159