Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 16
um í Norður-Ameríku á langri hirð- ingjaleið og veiðimannaslóð austan yfir Beringssund og undranafull heimskautslönd Kanada. Kirkjuskip Kirkjuhúsið er reist í stíl, sem stundum er líkt við skip á hvolfum. Er það táknrænt, því að ekki varð komizt í nýlenduna né úr, nema á skipi, og aðeins í 5-7 vikur á hæstu heimsskautssumri, eins og sagt var frá í 1. tbl. Heima er bezt í fyrravet- ur. Kirkjugólf er rúmt milli bekkj- anna, sem taka um 100 manns í sæti, en því miður var þess ekki gætt, þeg- ar gömlu gólfbreddurnar frá 1929 voru orðnar svo ágengilegar, að end- urnýjunar var fullþörf, að sem líkast- ur borðviður fengist. Parket varð fyrir valinu. Sambærileg stílbrot eru algengari hérlendis en tali taki. Par- ketið nægði ekki á forkirkjuna og var það lán. Minning kirkjugöngu ný- lendufólks í 73 ár, svo fjarri heimsins vegsemd, verður enn lesin, þar sem slitið er dýpzt milli naglanna. Prýðilegt orgel, sent af rausn norð- ur í fámennið fyrir nokkrum árum, er inni við kórinn sunnanvert, gegnt predikunarstólnum, sérkennilegu spjaldasmíði eins og sjá má af mynd- inni af Míu Simonsen. Hún steig í stólinn til þess arna, af því að ég var ekki svo heppinn að vera um messu- helgi norðurfrá, né heldur á útfarar- degi. Viðhald hins fyrsta og eina kirkju- húss er ekkert að utan og liggja vatnsklæðning og tréskífuþak undir skemmdum. Þorpsklukkan á stafni er löngu fjöðurslitin og hætt að tifa. Mun ekki um það fengizt, en sóknar- fólkið gengur í öðrum takti en rétt stillt turnúr með rómversku tölunum. Utskipið norðvestanvert, sem er sæmilega rúm uppfræðslustofa í fé- lagsheimilislausri sókn, þar sem hvorki er missions- né góðtemplara- hús, er í vanhirðu. í hliðstæðri út- byggingu norð-austan nú upplýs- inga- og ferðaskrifstofa með nokkrum söluvarningi. Mía kateket taldi, að von væri á viði í nýtt ytra Skipið, sem flntti nýlendusöfnuðinn norður, siglir í hvelfingu kirkjunnar. Hún er vel búið og hátíðlegt guðshús. Undir bröttu risi Spítalinn er hið snotrasta timbur- hús, gulmáluð þil og stafnar, ekki portbyggt og þakið hátt og bratt. Þetta er veglegasta húsið í plássinu ásamt skrifstofuhúsi hreppsnefndar og bæjarstjóra. Standa þau á sömu lóð, en elliheimili rétt hjá. Gæti ver- ið torg, en er gersamlega óumhirt og varla færður steinn úr stað. Rétt fyrir innan eru olíutankamir, ærið fyrir- Síra Imaka Elíasson. Drengir i kvöldsól. Líkaminn er til muna Ijósari en ásjónan. byrði á kirkjuna, þakskíf- ur og aðra nauðsyn húsinu til aðbóta og verndunar. Líklega þó með síðara birgðaskipinu. Hafi efniviðurinn borizt, hlýtur viðgerð að bíða fram í júlí 2002. Ef til vill lengur, nema fá- ist flokkur iðnaðarmanna. Þetta er ekki ígripaverk á stuttri og stopulli tíð vorsumarsins, sem getur horfið í veturinn eins og hendi sé veifað. ferðarmiklir og allar leiðslur ofan jarðar. Munu þeir standa á þessum fallegasta stað og eina undirlendi bú- plássins, vegna aðdýpis og legu olíu- skipsins. Hér þarf miklar birgðir, því að rafmagn frá díeselmótorum er ekki aðeins til ljósa, suðu og mest 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.