Heima er bezt - 01.04.2002, Page 17
allrar húshitunar, heldur þarf straum-
ur að fylgja utanhússlögnum vegna
frosta, en hér verður ekki grafið nið-
ur fyrir frost í mold og möl. Alls
staðar er grjót og undir því hörð
klöppin, litfagurt fornberg, eins og
bezt má greina í þverskurðarmynd
sprengdu stórgrafarinnar í kirkju-
garðinum.
Húsin eru olíufrek til upphitunar í
kuldabeltinu, enda eru þau flestöll
byggð á stólpum og holt undir.
Steyptur sökkull sést varla, því að
steinsteypan hefur löngum þurft
nokkurt frostlaust ráðrúm til að laga
sig eftir aðstæðum. Allra nýjustu
tæknibrellum er ekki til að dreifa.
Einangrun lélegra, óvandaðra timb-
urhúsa er lítil og undir bröttu, pappa-
klæddu þaki eru kamers fjölskyldn-
anna. Svo barnmargt er í plássinu,
hvað sem líður ófijósemi af völdum
díoxíðsins, að í 10 skyldubekkjum
grunnskólans eru nálægt 100 nem-
endur. Fjórðungur íbúa nýlendunnar
er talinn undir 18 ára aldri.
Skólinn er langt hús á einu gólfi.
Virðist ný og ný kennslustofa vera
viðbyggð sama endann eftir nauðsyn
þeirrar kröfu, að skóli sé einsetinn
hér sem annars staðar í landinu og
samkennsla árganga aflögð. Kvað
vera gott bókasafn í skólahúsinu, en
ógreitt í að komast, vegna þess að
flestir kennaranna hafa sig á burt í
stuttu sumarleyfinu. Bækur hljóta að
vera að mestum hluta á grænlenzku,
enda ritmálið nær 240 ára, runnið frá
síra Páli Egede, sem var undranæmur
tungumálamaður. Fullmótað til festu
og framtíðar um 1850, samhæft eftir
1970, opinbert tungumál á Vestur-
Grænlandi, en reynt að leggja af mál-
lýzku-mun, sem enn helzt þó við í
fámenni Austurstrandarinnar.
Áberandi er, hve nýlendufólkið við
Scoresbysund skilur illa dönsku og
talar málið báglega. Dönsk tökuorð
eru þó mörg, enda nýyrðasmíð lítil
og torveld, en aðlögunarhæfni græn-
lenzku í nútímasamfélagi í allra
óþjálasta máta. Stofnorðið lengist og
viðtengist, svo að úr verður kæfandi
stafarófa. Út yfir tekur þó í talna-
fræði. Fyrir 20 árum sagði græn-
lenzkur námsmaður í Kaupmanna-
höfn mér, að enginn landi hans hefði
numið verkfræði, einn, hélt hann,
læknisfræði.
Grunnskólinn verður að vera fyrir
alla árganga frá 6 ára til 16-17 ára
eftir getu. Ef það væri ekki í fram-
kvæmd, yrði að senda unglingana til
Nuuk. Þangað er hér um bil helm-
ingi lengra flug en til Reykjavíkur og
þrefalt lengra en til Ísaíjarðar. Þá
væri málsins varnað og kemur slíkt
vitanlega ekki til greina, meðan ból-
seta helzt í nýlendunni.
Mikil stækkun spítalans er sam-
ræmd bygging, en arkitektinn ekki
kunnugur kuldabeltisaðstæðunum:
Stórar svalir til útivistar og heilsu-
bótar vita gegn austlægu norðri.
Mun þar ærið kaldsamt, en fagurt,
því að árdagssól og aftanninn eiga
stóla saman eins og Þorsteinn Er-
lingsson ljóðaði um leikspil vor-
ljósanna út hjá póli.
Embœtti í tvítaki
Stjórnvöldum ber skylda til að sjá
svo um, að bæði læknir og ljósmóðir
séu í Scoresbysundi, því að allt of
langt og torfært er til Tasiilaq, þar
sem hinn spítalinn á Austurströnd-
inni er, læknir, ljósmóðir og hjúkrun-
arkona. Er því háttað eins og um
prestana, einn á hvorum stað. Hið
sama um skólastjórana tvo og bæjar-
stjórana báða. Sjúklingar frá Scores-
bysundi hafa ekki ósjaldan verið
sendir á Landsspítalann, enda flugið
til íslands stytzt og talið eftir aðstæð-
unum öruggt. Áður en flugvöllurinn
var opnaður í Harrýsfirði 1985 var
skíðaflugvél stöku sinnum send héð-
an og lent norður á snjóbreiðunni í
námunda við íshafsbyggðina. Hefur
Helgi Skúlason flugstjóri frá Guð-
laugsvík sagt mér gerr frá því, en
hann er vel kunnugur þeim sögukafla
flugsins og staðháttum á austurströnd
Grænlands, þar sem sjúkraflugs hef-
ur verið þörf. Það er raunar aðeins á
þeim sjaldgæflega fáu og smáu
mannvistarbólum á allri hinni gríðar-
legu strandlengju í Óbyggð.
Áður hef ég getið burstaljallgarðs-
ins að sunnanverðum firðinum, sem
rís í tign og ró í allt að 2500 m hæð
úr sjó. Þetta eru norðurmörk basalt-
svæðisins, sem liggur úr órafjarlægu
vestri, hverfur í Grænlandshaf við
hornbjarg Scoresbysunds, Brewster-
höfða, og kemur aftur úr kafinu og
verður þar á all löngu bili megin
undirstaða íslands. Útnorðan við
Scoresbysundið, breitt og mikið, eru
einnig fjöll, en þau eru ekki risar,
sízt á mælikvarða hinnar mikilúðlegu
Jöklajarðar, og bera ekki hina hvítu
kórónu. Þar er sá margnefndi Tóbín-
höfði og töluvert, ógróið undirlendi.
Innan við nýlenduþorpið flæmast
Heima er bezt 161