Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 18
jökulámar um svolítið flatlendi, sem þær eru að skapa, ár og síð. Svigrúm er það nokkurt, þótt ekki þyki þar vænlegt til lendingar úr lofti. A jök- ulsáreyrunum þar í Rostungavík er hugmyndin að byrja að jarða í fjórða kirkjugarðinum, og yrði sandleir og sjávarmöl auðveldari viðfangs en pegmatít, granulite og gneis í klapp- arholtinu í þorpinu. Aðgengi er ein- stigi í skriðum og sífrera fönn yfir grængolandi aðdýpi. Hunda (vél-) sleði eina líkferðartækið undir ófærunni, ef til vill plastbátur á stuttsumrinu. Elska sinn útnára Hálfdönsk systkini, sem fædd eru í fttoqqortoormiit, sem þá var 50 ára nýlendubyggð, eiga þakklátar minn- ingar um vist og veru á Landsspítal- anum og í Reykjavík. Þangað komin eftir slys og vanda, og frænka þeirra áður, lífshættulega veik. Var því öllu nánar lýst, en einu þeirra, bróðum- um, kynntist ég þegar við komuna í gististað í húsi Brönlunds. Hann var tvítyngdur og kvaðst jafnvígur á austur-grænlenzku og józku. Erindið var að vita, hvort ég hefði komið með mjólk. Hana hefði hann teygað á Landsspítalanum. Að launum fyrir hinn hvíta drykk fékk ég haldgóða staðfræðslu og tókust einu persónu- legu kynnin við innfædda afkomend- ur nýlenduhópsins 1925. Er fólkið hér svo gersamlega óvant fyrirbærinu ferðamanni, að það miss- ir málið, sem kallað er. Minnir þetta á hina fornu reynd úr Vestribyggð á 13. og 14. öld. Aðrir tvífætlingar voru ekki menn, heldur hvítu and- arnir, sem þó gátu ekki flogið burt. Framandi, öðruvísi. Námundi og samskipti útheimta þolinmóða aðlög- un, eins og Vilhjálmur Stefánsson lýsir af vísindalegri reynsluþekkingu í frásögnum um Heimskautslöndin unaðslegu. Fyrir einlæga átthagatryggð hins hálfdanska heimafólks var staðfróð lýsingin trúverðug. Uppi við stóru gröfina, sem verið var að sprengja fyrir í kirkjugarðinum, gátu glitrandi glimmer-skífur í pegmatít-æðum, marglitu og fallegu gneis og granu- líti, verið samlíking hinnar djúpföstu átthaga elsku, sem ekki sást á yfir- borðinu, aðeins í þverskurðarmynd grafarbakkans. Hér uppfrá við litbrigði steinþróar- innar höfðu óljúgfróðir sjúlkingarnir kvatt fólk sitt og foreldri. Sannfærð í hinu jákvæða sjónarmiði. Þau eru öll af Jöklajörðu komin. Af henni rís vonin, eftir langsama einingu og sátt við hlutskipti kuldabeltislífsins. í dyrum steinsins Ef hinum eina aðsetursmanni, sem hér um árið reyndi að laga lóðina við húsið sitt, hefði enzt afl og kjarkur til að ljúka þeirri ófyrirsjáanlegu byrj- un, var ekki ólíklegt, að fallegt stein- hlað og gólftorg væri við spítalann og stjórnarhúsið og sæmilega gengt landmegin á tánni við elliheimilið. Jafnvel gneis og granít, sem gnægð er af á gnægð ofan, notað í snotur þrep við litlu og laglegu íveruhúsin í brattanum. Nokkurra þumlunga bil að húsgrindinni samt skilyrðið, vegna ójafnrar frostspennu steins og trés. Þvert á móti er þannig statt í strandþorpinu, þar sem enginn er viðarrekinn, að trétröppur úr kaup- staðarviði eru að húsdyrunum. Sama og ekki skorðaðar af ótta við þunga áfrerans, sem haustveturinn upphleð- ur í gríð og erg. Vel standandi eru hins vegar haglega gerðar trétröppur frá kirkjunni á háan brattann hjá prestshúsinu. Mundi örðug ofanferð í harðspora misstigi. Utan bergvatnsárinnar og upp af elzta grafreitnum eru einnig háttstíg- andi tréþrep, smíðuð í virðingar skyni við Ejnar Mikkelsen, en á nokkru halli þar yfir, gnæfir minnis- varði föður þessa ómilda mannabóls, sem niðjar landnemanna kalla Mikka sín í milli. Ínúítar eru ákaflega barn- góðir. Gælunafn er tákn og sönnun hlýju og þakka, án landamæra. Hér strandaði Mikki skammt undan, ís- fastur í hvítri auðninni 1924. Og hér hafnaði lítil hjörð í byrjun september árið eftir í dimmleitri urðinni. Það fáa fólk gat aldrei snúið aftur, en var smám saman falið geymd forngrýtis- ins norðan Scoresbysunds. Böm þess komu úr þagnaröld steinsins - og þangað fóru þau aftur. Rekunum hefur verið kastað tvisvar á kistu kynslóðanna. Beinin eru samfrosta Jöklajörð. Unglingar falla og gamlaðir hníga, en áfram heldur nýlendulífið í þrá- látri togstreitu vonar og vana, unz bylur undir þriðja sinni. Þá er um- breytt og steindyrnar standa opnar. 162 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.