Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 19
Ólafur Þórhallsson SKIPSTJÓRINN HINRIK S T RENSEN A fjórða áratug aldarinnar sem leið mátti oft, á haustin, sjá allstórt fiskiskip við dragnótaveiðar á Miðfirði og innanverðum Húnaflóa. Einnig mun þetta skip hafa kom- ið við á Hrútafirði og Bitrufirði. Skipið hét Grœnlandfrá Esbjerg í Danmörku og skip- stjórinn Hinrik Sörensen. Landhelgin var þá þrjár mílur út frá ströndinni og náði inn um alla firði og flóa. ísland var sambandsríki Dan- merkur og höfðu Danir þá sarna rétt og Islendingar til fiskveiða við landið. Grænlandið var því í fullum rétti við þennan veiðiskap, þó það hafi líklega verið háð einhverjum tíma- takmörkum og þá þeim sömu og íslensk dragnótaskip. Grænlandið hóf aldrei veiðar fyrr en 1. sept. á haustin og hætti þeim alltaf fyrir jól, enda var fiskur þá oftast horf- inn úr ljörðunum. Aldrei vissi ég til þess að Sörensen kastaði nótinni fyrr en september var byrjaður, þó hann væri stundum kominn á svæð- ið einum eða tveimur dögum áður. Frá fornu fari höfðu bændur á þessu slóðum stundað fiskiróðra frá heimilum sínum og svo Hvamms- tangabúar eftir að þar myndaðist þétt- býli upp úr aldamótunum 1900. Mest voru fiskveiðarnar stundaðar á haustin og fram að jólum, enda var þá venjulega aflavonin mest. Það má segja að þá hafi verið vertíð á Vatnsnesi og við Miðfjörð. Mjög lítið var um að aðkomuskip eða bátar hefðu fram að þessu stundað veiðiskap á þessum miðum, en stöku sinnum sáust þó litlir dragnótabátar vestan af fjörðum og síldveiðiskip voru þar nokkuð algeng á sumrum því síld- argöngur voru þá oft miklar í Húnatlóa. r veiðar höfðu lítil sem engin áhrif á veiðiskap heimamanna, en eftir að Grænlandið kom skipti mjög um til hins verra um afla- brögð á haustin. Eins og gefur að skilja voru sjómenn og bændur sem fiskveiðar stunduðu mjög sárir yfir veiðum þessa fiskiskips uppi í landsteinum og vönduðu Sörensen ekki kveðjurnar, en gátu að sjálfsögðu ekkert að gert, enda hafði hann lögin sín megin. Þeir gátu aðeins huggað sig við það að brátt kæmi sá tími að segja mætti upp samningunum við Dani og látið sig dreyma um stærri landhelgi þar sem íslendingar einir mættu veiða. ÞEGAR DRAUMUR RÆTIST Laugardag einn fyrrihluta septembermánaðar árið 1935 kom fólkið á Ánastöðum heim frá heyskapnum til að borða miðdegismatinn. Alla vikuna á undan hafði verið sæmilegur heyþurrk- ur og var nú búið að þurrka hverja tuggu sem laus var og koma meirihluta heyjanna í hlöðu. Ég man eftir því að þegar búið var að borða sagði pabbi að nú mættum við bræðurnir eiga frí það sem eftir væri dagsins. Svo var sunnu- dagur að morgni og þá var ekki venja að vinna nema nauðsynlegustu verk. Mér þótti þetta náttúrlega góð tíð- indi og greip bók sem ég var að lesa og gekk með hana suður fyrir bæinn. Þar var dálítill gróinn stallur sunnan við búrstafninn. Þarna var al- gjört skjól fyrir norðanáttinni og tilval- ið að njóta þar næðis og lesa skemmti- legar bækur. I þetta sinn var ég að lesa söguna um Hróa hött sem var nú aldeilis við hæfi stráks á þessum aldri. Ég las nú um stund og naut bókarinnar en varð svo litið inn og vestur á ijörðinn. Þar blasti Grænlandið við. Það hafði verið að fiska í firðinum mestan hluta þeirrar viku sem við vorum að keppast við að ná saman heyinu og koma því inn. Oft hafði mér undanfarna daga verið litið upp frá hrífunni til þessa skips. Það var eiginlega ekki ein- leikið hvað ég hafði sterka löngun til að komast þangað um borð og skoða það miklu nánar en hægt var að gera Heima er bezt 163

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.