Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Page 20

Heima er bezt - 01.04.2002, Page 20
með því að horfa á það úr landi. Það var næstum eins og þessi skemmtilega bók sem ég var að lesa hyrfi í skugg Fann fyrir þessari ástríðufullu löngun. Ég vissi ósköp vel að um þetta var tilgangslaust að hugsa. Ekki mundu piltarnir fara að róa með mig um borð án nokkurs erindis og svo vissi ég líka að þeir töldu nær öruggt að Græn- landið spillti mjög möguleikum þeirra sjálfra til sæmi- legra aflabragða. Það var því engin ástæða til að eiga vin- áttusamband við þessháttar fólk. Ég reyndi því að varpa þessum hugsunum frá mér en samt var það svo að ég hafði ekki sömu ánægju af sögunni og áður. Ég var því ekkert ósáttur við að hætta lestrinum þegar mamma kall- aði til mín og bað mig að sækja kýrnar. Um kvöldið hitti ég stelpurnar af hinu búinu og fóru þær að tala um hvort ekki væri tilvalið að fara í berjamó daginn eftir. Utlit væri fyrir gott veður því norðanáttin sem verið hafði væri alveg að ganga niður og mætti því búast við björtu og stilltu veðri. Og svo bættu þær því við að nú væri sumri farið að halla og mætti fara að búast við næturfrostum og ef það gerðist væru búið með alla berja- tínslu. Þetta voru allt skynsamleg rök sem stelpurnar lögðu fram og gat ég ekki annað en verið þeim samþykk- ur. Samt var það svo að mig langaði ekki mikið í berja- mó. Það var fiskiskipið á firðinum sem heillaði. Svo kom nóttin en var mér ekki eins friðsæl og venju- lega. Ég var lengi að sofna og þegar ég loks festi blund hrökk ég upp við einhvert draumarugl um að ég væri kominn út á sjó og var þá ýmist með Jóni ffænda mínum eða kominn um borð í danska fiskiskipið. Þegar leið á nóttina svaf ég þó eins og venjulega, vært og rótt. Ég vaknaði morguninn eftir í seinna lagi. Allt full- orðna fólkið var komið á fætur og ég heyrði óljóst að það var eitthvað að tala saman niðri í eldhúsinu. Þegar ég kom niður sagði pabbi að Jón Eggertsson væri að hugsa um að þeir færu á sjó, enda langt síðan nýr fiskur hefði verið á borðum. Svo væri veðrið líka tilvalið til sjóferðar og Grænlandið horfið af firðinum. Þegar ég heyrði þetta var öll hugsun um berjaferð rokin út í veður og vind en löngunin til að komast á sjóinn orðin allsráðandi. Ég hentist austur fyrir bæinn og hitti þá feðgana, Jón og Guðmund son hans, í smiðjuskúrnum og voru þeir eitt- hvað að gera við handfæri. Ég stundi upp erindinu en það var náttúrlega spurning um hvort ég mætti fara með þeim á sjóinn. Jón var ekki fljótur til svars og spurði á móti. „Langar þig meira til þess en fara með krökkunum í berjamóinn?” Ég veit ekki hvort hann ætlaðist til svars því hann sagði svona eins og meira við sig sjálfan „Það er undarlegt hvað þráin til sjávarins er sterk hjá mörgum í þessari ætt.” Við vorum íjórir sem skömmu síðar gengum niður í lendinguna: Faðir minn Þórhallur Jakobsson, Guðmundur Jónsson bóndinn á hinu búinu og svo Jón Eggertsson fað- ir Guðmundar sem nú var kominn yfir sjötugt en vel ern og tók þátt í öllum störfum. Og svo verður víst að nefna þann sem þetta rifjar upp, Ólaf Þórhallsson, strákstaula á tíunda ári. í naustinu voru tveir bátar sem Jón átti: Skekta sem notuð var til styttri sjóferða og töluvert burðamikill ára- bátur með færeysku lagi og var alltaf nefndur Færeying- ur. Ekki veit ég hvort hann hefur verið smíðaður í Fær- eyjum en held frekar að svo hafi verið. Báturinn var bú- inn bæði fram og aftursegli og svo lítilli fokku sem var fremst í bátnum. Seglin voru breidd yfir bátana og hefur Jón líklega gert það daginn áður til að þurrka þau. Pilt- arnir undu svo saman seglin og komu þeim fyrir í bátnum en Jón setti negluna í neglugatið og aðgætti að allir nauð- synjahlutir væru á sínum stað. Að lokum leysti svo pabbi festina sem báturinn var bundinn með og kastaði henni í barkann. Þeir ýttu svo bátnum fram úr naustinu en ég reyndi að bera hvalbeinshlunnana fyrir bátinn. Þegar bát- urinn svo var kominn á flot lögðu þeir út árar og snéru honum. Þeir gerðu svo aðeins hlé á róðrinum, tóku ofan höfuðfotin og höfðu hljóðlega yfir stutta bæn. Síðan hófu þeir róðurinn út á miðin. Bændurnir sátu á framþóftunni og réru hvor á móti öðrum en Jón á tvær árar í austur- rúmi. Mér þótti verra að fá ekki að róa með þeim, taldi mig kunna áralagið, en Jón sagði að það tæki því ekki þeir færu svo stutt. Við renndum færunum fyrst mjög grunnt en urðum ekki varir við fisk. Næst fórum við dýpra en urðum held- ur ekki varir þar. Svo frum við okkur lengra norður með landinu og drógum þar nokkra fiska. Er skemmst frá því að segja að hvergi urðum við almennilega varir. Við vorum nokkru eftir hádegið komnir á mið sem nefnd voru Hjallar, fram undan bænum Almenningi á Vatnsnesi. Þar var talið mjög fiskisælt en nú var þar einnig lítið sem ekkert að hafa. Við sátum svona og höfðum varla rænu á að keipa, vorum víst búnir að missa trúna á meiri afla. Þá tók Jón af skarið og sagði að við skyldum draga upp færin og halda til lands. Hann sagði líka að í tregfiski væri varla von á að fiskur færi að gefa sig til þegar svo langt væri liðið á dag. Við drógum svo upp færin og gerðum þau upp. Piltarnir settust undir árar en ég lét fara vel um mig í skutnum og hafði nú ekki annað að gera en njóta útsýnis yfir spegilsléttan og sólgylltan sjóinn. En nú var einhver breyting að verða því þegar litið var til norðurs sást dökk- leit kulrönd sem virtist færast nær. Ég vissi strax að þetta var hafgolan sem var að breiðast yfir flóann og brátt mundi verða komið ljúfasta leiði í land. Jón tók líka eftir þessu og sagði að óþarfi væri að vera að amla þetta á árum þegar eftir svo sem hálftíma yrði lcominn ágætur byr. Svo lögðu þeir upp árar og pabbi tók upp tóbaks- pontu sína og bauð Guðmundi í nefið. Síðan fóru þeir eitthvað að spjalla saman en ég hélt áfram að horfa út yfir sjóinn. En hvað var nú þetta sem glitraði á í sólar- geislanum? Það var áreiðanlega skip og þegar ég aðgætti það nánar sá ég að þarna var Grænlandið komið. Ég vakti athygli piltanna á þessu og ég man að Jón varð ekkert uppnæmur en sagði eitthvað á þá leið að Sörensen hefði þá ekki verið kominn á stað til Englands eins og hann hefði verið að vona. Viðbrögð Guðmundar voru 164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.