Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.2002, Blaðsíða 22
sjór. Það var einmitt á þessum slóðum sem Jón bauð mér að taka við stýrinu. Ég hafði alls ekki búist við að fá að stýra bátnum og í fyrstu flaug í gegnum hugann hræðsla við að geta ekki leyst það sómasamlega af hendi. En á hinn bóginn var svo gleði og metnaður yfir að Jón skildi treysta mér svona vel. Auðvitað sigraði það síðara og ég tók við stýrissveifinni úr hendi Jóns. Fljótt óx mér kjark- ur, enda sat Jón við hlið mér viðbúinn að veita mér að- stoð ef með þyrfti. Ég skildi það að nokkru leyti þá, og þó ennþá betur síðar, að fyrir Jóni vakti að gera mér þessa sjóferð sem skemmtilegasta og um leið að kenna mér eitt af undirstöðuatriðum sjómennskunnar. Eins langt aftur og ég man til mín sótti ég eftir að vera með honum þegar hann var einn við verk, því þá sagði hann mér stundum frá sinni eigin reynslu á sjónum og einnig því sem hann hafði numið af öðrum. Fyrir þær frásagnir er ég honum ævinlega þakklátur. Ég fékk að stýra alla leið inn undir lendinguna en þar sagði Jón piltunum að fella seglin. Síðan réru þeir síðasta spölinn inn í lendinguna. Það var meira en hálf fallið að og því ekki mjög langt að setja bátinn í naustið. Það var þó töluvert erfitt verk fyrir þrjá menn og liðléttan strák- anga því báturinn var nokkuð þungur. Svo tóku pabbi og Guðmundur þann litla afla sem við höfðum fengið, á bakið en við Jón lötruðum á eftir með gjafirnar frá Sör- ensen. Þegar heim kom hafði ég margt að segja frá sjóferðinni og þótti ákaflega gaman að geta gefið bræðrum mínum að smakka þetta fágæta sælgæti, appelsínurnar. En montnastur var ég af að hafa fengið að stýra bátnum alla leið frá Anastaðastapa og inn að lendingu. Eg gleymdi nú ekki að halda því á lofti. Ekki höfðum við á Ánastöðum oftar samskipti við Sör- ensen eða skipverja hans þetta haust . Eitthvað var hann þó að fiska þarna í flóanum og ég man eftir Grænlandinu á Miðfirði snemma í desember. Ég þykist líka muna að aflabrögð hafi verið heldur treg hjá bændunum á Ána- stöðum um haustið. En áreiðanlega hafa þeir getað aflað heimilunum vetrarforða, því aldrei skorti fisk til matar á þessum árum. Þetta var líka í miðri heimskreppunni og verðlag á sjvarafurðum svo lágt að sum árin treystu versl- anirnar á Hvammstanga sér ekki til að taka á móti fiski til söltunar. TÓNLEIKARNIR í BAÐSTOFUNNI Næst ætla ég að bera niður í frásögninni 3E ágúst 1936. Þegar komið var á fætur þennan morgun á Ána- stöðum lá Grænlandið, skammt frá landi, framundan bænum. Allir þóttust vita að þarna mundi það liggja þar til næsta morgun að veiðarnar máttu hetjast. Engum datt í hug að efast um löghlýðni skipstjórans. Ekki man ég til þess að neitt væri talað um að fara um borð í skipið, enda var þurrkur og töluvert af lausu heyi sem beið þurrkunar. Og þegar svo stóð á var ekki venja að fara í óþarfa ferða- lög. En svo gerðist það rétt eftir hádegið að skipsbát Græn- landsins var skotið á flot og róið upp í lendinguna. Ekki sást þangað frá bænum vegna þess hve bakkarnir eru háir, en brátt komu þrír menn upp á bakkabrúninni og komu svo gangandi neðan túnið og voru allir með tölu- vert stórar töskur eða kassa meðferðis. Þegar þeir svo komu upp á varpann gekk Guðmundur Jónsson á móti þeim og átti við þá einhver orðaskipti. Síðan bauð hann þeim inn í bæinn. Við krakkarnir höfðum staðið álengdar og fylgst með þessu og þekkti ég að þarna var Sörensen skipstjóri kominn ásamt tveimur mönnum sínum. Nú var Sörensen betur klæddur en úti í skipinu. I stað peysunnar stóru var hann í svörtum jakka og hafði á höfði svarta húfu með stífum kolli og hörðu glansandi skyggni. Þetta hlaut að vera einkennishúfa skipstjóra og á fótunum hafði hann nú venjuleg gúmmístígvél í stað tréskónna. Ég var náttúrlega alveg að drepast úr forvitni og kom þá einna fyrst upp í hugann hvert innihaldið væri í þess- um kössum eða töskum sem mennirnir héldu á. Ekki þurfti ég að bíða þess lengi að fá því svarað því til okkar komu boð um að koma inn í baðstofuna til Guðmundar og Helgu konu hans, til að hlýða á gestina leika á hljóð- færi. Þegar við komum inn voru Danirnir búnir að stilla sér upp með hljóðfærin og ég man að Sörensen spilaði á fiðlu en hver hljóðfæri hinna voru er ég alveg búinn að gleyma. Svo byrjuðu þeir að spila og eins og nærri má geta hef ég fyrir löngu gleymt því hvaða lög þeir spiluðu. Þó er eins og mig rámi í að þeir hafi spilað danska þjóðsönginn og líklega einnig Stóð ég úti í tunglsljósi Áreiðanlega hafa þessir tónleikar sem haldnir voru í baðstofunni á Ánastöðum 31. ágúst árið 1936 ekki verið merkilegir frá listrænu sjónarmiði, enda ekki þess að vænta. Mennirnir sem spiluðu voru sjómenn sem urðu að dvelja langdvölum frá ijölskyldum sínum en styttu sér stundir í stopulum frístundum með því að spila saman á hljóðfæri sem þeir höfðu eignast. Þó ég muni fátt frá þessum hljómleikum Dananna finnst mér hafi verið af- skaplega gaman og líklega fátt sem ég hefði síður viljað missa af á þessu æviskeiði. Þegar þeir hættu að spila var þeim gefið kaffi en gengu svo út í sólskinið. Sörensen gekk ásamt Guðmundi út túnið og einhverjir af okkur strákunum fylgdu á eftir. Hann þurfti margs að spyrja um búskapinn úti á þessum hjara veraldar þar sem hann nú var staddur. Ég heyrði hann t. d. spyrja um hve mikinn bústofn bændurnir á Ánastöðum hefðu og ég held líka eitthvað um arðsemi hans. Svo lyktaði hann af visk sem hann kippti úr útheyssæti sem var þarna á túninu og var auðséð á látbragði hans að honum leist ekki á heyið. Hann leit inn í ijárhúsin, sem voru gömul torfhús og fannst mér honum ekki þykja mikið til um þann húsa- kost. Að síðustu sýndi Guðmundur honum inn í Ijárhús- hlöðu föður míns. Þá fyrst sá hann eitthvað sem honum þótti merkilegt því hún var öll reft upp með hvalbeinum. Síðan gengum við heim að bænum. I varpanum lágu há- setarnir og var auðséð að þeim þótti gott að geta um stund hvílst í landi. Svo kvöddu Danirnir fólkið og héldu 166 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.