Heima er bezt - 01.04.2002, Side 23
til sjávar. Daginn eftir var Grænlandið farið að fiskaí
firðinum.
Þegar Sörensen og skipverjar hans komu í heimsóknina
var móðir mín ófrísk af sínu sjötta barni og eignaðist
dreng sex eða sjö vikum síðar. Svo var það rétt fyrir jólin
að pabbi var staddur á Hvammsranga og gekk inn í póst-
húsið. Þar var honum fenginn stór pakki til móður minn-
ar, Ólafar Ólafsdóttur, sem settur hafði verið í póst í
Grimsby á Englandi. Þessi pakki frá Englandi var pabba
mikil ráðgáta og ekki síður móður minni þegar heim
kom. Hún réðst nú samt í að opna pakkann og kom þá í
ljós miði með kveðju og jólaóskum frá Hinrik Sörensen.
Nú skildu allir hvernig á þessu stóð. Sörensen hafði sann-
arlega haft augun opin og tekið eftir því hvernig ástatt var
fyrir móður minni þegar hann kom í heimsóknina um
haustið.
í pakkanum var alklæðnaður á barnið og eitthvað fleira
sem hann hefur talið að kæmi henni vel.
Skömmu síðar kom ein af grannkonum móður minnar í
heimsókn. Náttúrlega sýndi mamma henni innihald pakk-
ans sem konan dáðist mikið að.
En þegar hún heyrði nafn gefandans varð hún verulega
undrandi, og það svo að fyrst mátti hún varla mæla. En
þegar hún hafði jafnað sig sagði hún af mikilli sannfær-
ingu. „Þú lætur nú náttúrlega drenginn heita Hinrik Sör-
ensen.”
Ekki fór það nú samt svo að mamma færi að ráðum
vinkonunnar um nafnið á drengnum. Hann var skírður
Ingileifur Steinar og má segja að hann hafi fetað í fótspor
þess er fötin sendi. Hugur hans hneigðist snemma til sjó-
mennsku og sextán ára var hann kominn á vöruflutninga-
skip sem sigldi milli landa. Síðar lærði hann stýrimanna-
fræði og var eftir það ýmist stýrimaður eða skipstjóri á ís-
lenskum fiskiskipum. Hann lést langt um aldur fram.
SÍÐUSTU SAMFUNDIR
Seint í september haustið 1938 var ég sendur einhverra
erinda út að Almenningi, sem er svona tæpur klukkutíma
gangur hvora leið. Hafði ég þar nokkuð langa viðdvöl, og
því þar fékk ég afskaplega góðar viðtökur og svo var líka
gaman að tala við gamla Teit, sem var einstakur persónu-
leiki og aldeilis hafsjór af sögum. Degi var því nokkuð
tekið að halla þegar ég hélt á stað heimleiðis. Mér var lit-
ið vestur á flóann og sá að þar var Grænlandið á norður-
leið og hjó mikið á öldunni, því nú var farið að hvessa á
norðan og komin töluverð alda. Þegar ég kom heim að
bænum sá ég að þar sem kallaður var Skiptavöllur var
mikið af fiski. Var ég alveg undrandi og gat á engan hátt
hugsað mér hvaðan allur þessi fiskur væri kominn. En
þegar ég kom vesturfyrir bæinn fékk ég skýringuna. Þar
var pabbi að búa sig til fiskaðgerðar, brýna hnífa og þess-
háttar. Hann sagði mér að Grænlandið hefði komið upp
undir landið fram af bænum og svo hefði sýnst sem þeir
vildu hafa samband við heimamenn. Þeir Guðmundur
Jónsson drifu sig þá fram að skipinu þó sjór væri úfinn.
Þegar þeir nálguðust skipið sáu þeir að Sörensen stóð út
við lunninguna og benti þeim að leggiast að skipinu. Ekki
var auðvelt að hemja þar bátinn vegna sjógangs en þeir
gátu þó aðeins rennt að. Um leið lét Sörensen háseta sína
hella úr nokkrum körfum fullum af þorski niður í bátinn
en benti piltunum svo að leggja frá.Ekki var staður né
stund til viðræðna og sáu bændurnir það síðast til skip-
stjórans að hann veifaði þeim og gekk síðan inn í stýris-
húsið og beitti skipi sínu í ölduna norður flóann. Þetta
hafði þá verið erindi hans að láta þá hafa fiskinn. Hefur
líklega verið búinn að fylla skipið en illa kunnað við að
henda því sem afgangs var.
Nokkur dæmi vissi ég til þess að Sörinsen gaf mönnum
sem komu um borð til hans þorsk þegar hann var að ljúka
veiðiferð. Ýsan og skarkolinn voru þá miklu verðmætari
fisktegundir á mörkuðunum í Englandi og ef þeir fengu
mikinn afla í síðustu hölunum var þorskurinn látinn fara.
Því miður veit ég lítið meira um skipstjórann Hinrik
Sörensen en kemur fram í pistlunum hér að framan. Hann
var frá Esbjerg í Danmörku og átti þar ijölskyldu sína og
heimili. Hann gerði út fiskiskipið Grænland og stundaði
á því dragnótaveiðar í Norðursjónum og við ísland. Afl-
ann seldi hann aðallega í fiskihöfnunum á austurströnd
Englands og eitthvað í heimahöfn. Þetta hef ég eftir fólki
sem kynntist honum á þeim árum sem hann stundaði
veiðarnar við ísland og talaði og skildi hans móður-
mál.Sjálfur var ég ungur drengur þegar ég sá hann og
skildi illa mál hans. Þó varð mér maðurinn ærið minnis-
stæður og hefur hann og skipið hans fylgt mér í huganum
ætíð síðan. Ég hef áður lýst útliti hans og búnaði. En þó
hann væri ekki neinn tilhalds eða fríðleiksmaður bar per-
sóna hans og hátterni þess augljós merki að þar fór eng-
inn veifiskati. Þá bar öllum sem sáu saman um a rifnaður
og umgengni væri til fyrirmyndar í skipi hans. Auk þess
sem áður er getið var Sörensen eitthvað við veiðar á þess-
um slóðum haustið sem hann kom að Ánastöðum og tvö
haust þar á eftir (1937 ogl938) en eftir það man ég ekki
eftir að Grænlandinu sæist bregða fyrir, enda hófst heim-
styrjöldin haustið 1939 og ekki ólíklegt að eftir það hafi
verið erfitt fyrir Dani að stunda veiðar við ísland. Sjálf-
sagt hafa margir sem stunduðu sjó í Húnaflóa orðið fegn-
ir þegar Grænlandið sást ekki lengur. En við krakkarnir
söknuðum vinar í stað þegar það klauf ekki lengur ölduna
á firðinum.
Einhverjar lausafregnir bárust til okkar um að Græn-
landið hefði fyrstu stríðsárin stundað veiðar við Austfirði
en farist með allri áhöfn á siglingu til Englands. Ég hef
ekki getað athugað hvort þetta er rétt. En sé svo, hafa
Sörensen og menn hans, eins og svo margir aðrir sjó-
menn, orðið fórnarlömb þessarar voðalegu styrjaldar.
Skrifað ífebrúar 2002
Heima er bezt 167