Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 34

Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 34
Ff T J-AN-Jl S Vtr)_ _ Eyjaheyskapurinn samkvæmt dagbók Sunnudagurinn 3. ágúst: Smíðaði þrjú alúminíumorf. Undirbjó eyjaheysakpinn. Mánud. 4. ágúst: Eyjaheyskapur hafinn. Við Sigurgeir, Lúðvík, Páll og Jóhann slógum í Hleiðólfsey. Fórum fram seinni part dagsins. Þriðjud.: Fluttum okkur yfir í Skarðs- eyjar og slógum þar. Miðvikud.: Rökuðum upp í galta í Stóru-Skarðsey. Fimmtud.: Ég skrapp í land með Sigur- geir, en Þorsteinn kom til baka. Rakað upp í Hleiðólfsey og slegið í Syðri-Skarðsey. Föstud.: Slegið og rakað upp. Laugard.: Allt rakað upp í Stóru- Skarðsey og hálfri Syðri-Skarðsey. Kom- um í land kl. níu um kvöldið. Mánudaginn 11. ágúst: Farið fram í eyjar. Þernuhólmi sleginn. Tjaldið flutt í Grænsey og Sigurður Elíasson sóttur í land. Þriðjud.: Rakað upp í galta í Syðri- Skarðsey og sleginn Ljósbleikshólmi. Miðvikud.: Slegið í Grænsey og rakað upp í Þernuhólma og Ljósbleikshólma. Fimmtud.: Lokið við upprakstur í Grænsey og komið heim um miðjan dag. Framlögð 53 dagsverk. Sunnudagur 17. ágúst: Unnið að undir- búningi flutninganna. Mánud.: Heyflutningar hófust kl. 5 síð- degis. Flutningunum var svo hagað að við Sigurgeir vorum með mótorbát Tómasar og flutningabátinn Friðþjóf í drætti, en Þorsteinn og Tómas voru með mótorbát og flutningaskip frá Kaupfélagi Krókstjarðar. Aðrir í heybindingu og flutningum voru Lúðvík, Páll, Sigurður og Jakob. Úr Hleið- ólfsey voru fluttar heim á Friðþjófi 39 sátur, en á hinu skipinu voru fluttar 61 sáta úr Syðri-Skarðsey. Auk þess bundum við allt sem eftir var í Syðri-Skarðsey. Við gist- um í landi og þetta kvöld gerði stórrigningu með kalsa- veðri. Þriðjud.: Fluttum úr Syðri-Skarðsey 59 sátur sem voru tilbúnar og í Stóru-Skarðsey bundum við 151 sátu og fluttum heim. Alls fluttum við heim 210 sátur þennan dag. Farið var fram í eyjar og sofið nokkra tíma í Stóru- Skarðsey. Tveir haustkópar drepnir í Þernuhólma. Miðvikud.: Bundum og fluttum 70 sátur úr Þernu- hólma, 50 sátur úr Ljósbleikshólma og 62 úr Grænsey. Alls voru bundnar og fluttar í land 482 sátur á þessum þremur dögum. Vinna við heyband og flutninga samtals 19 dagsverk. Reyndar var heyflutningum samt ekki lokið. Daginn JS^TJd 0 ‘■^krnghóljnar har^nr <9* 9 o ® Tókak»Kólmi StóraSoUnj £ ---» O O l'r^lingnhólmi « LongoaVcr ©s* « * ^ BriOútmi Ql OrmatnaVer J^tó\Tý tmcfa/a. ■ 1 V* Á f . ^r^ranaflög tt Mw UM 4^^VrtdU«j*i $0'rugurqjj œrhólmi Kort af Reykhólaeyjum. Strikað er undir nöfn þeirra eyja og lendingar- staða sem minnst er á í greininni. eftir á fimmtudegi fór Þorsteinn á flutningabátnum úr Króksijarðarnesi að flytja heyfeng úr Miðhúsaeyjum fyrir Jens Guðmundsson og Stefán Magnússon. Vélin í bát hans bilaði og þá fórum við Sigurgeir á mótorbát okkar og drógum flutningabátinn til lands í Hrafnanesi, en mót- orbátinn inn í Króksíjarðarnes. Síðan fórum við út í Hús- ey og sóttum þangað nautkálf og eina rollu sem höfðu verið þar í fitubeit um sumarið. Fimmtudaginn 22. ágúst var flutningabáturinn Frið- þjófur dreginn á land á Miðhúsum og honum hvolft á Skipatanganum. Þar var gengið vel vandlega frá honum og þar lá hann síðan óhreyfður þar til sumarið 2001. En þá var hann gefinn Þjóðminjasafni Islands og tekinn til endurbyggingar. Verður þetta gamla og góða skip vænt- anlega sýnisgripur á vegum safnsins um ókomin ár. 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.