Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 36
gamall, vetri eftir þat, er Gellir Þorkellssonr, föðurfaðir
minn ok fóstri andaðist, ok vark þar fjórtán vetr.“
Eftir ffamhaldi Njálu að dæma verður ekki annað séð en
að Hallur verði eftir um sinn í Haukadal, hefur sennilega
verið búinn að fá nóg af manndrápum ferðafélaganna. En
Þangbrandur og Guðleifur halda áfram áleiðis til Þingvalla.
I leiðinni mæta þeir manni sem sagði þeim að Þorvaldur
inn veili hafi safnað liði og sé með flokk sinn við Hest-
læk í Grímsnesi:
„Ekki skulum vér ríða at síðr,“ segir Guðleifr, „til fundar
við hann.“ Ok sneru þeir síðan ofan til Hestlækjar. Þor-
valdr var kominn yfir lækinn. Guðleifr mælti til Þang-
brands: „Hér er nú Þorvaldr, ok hlaupum nú at honum.“
Ekki þarf að orðlengja það meir að þeir vinna þar báðir
til samans á Þorvaldi. Þar með voru þeir félagar komnir
með íjögur mannvíg á samvikuna frá því að lagt var af stað
frá Þvottá nokkrum dögum áður.
„Eftir þat ríða þeir á þing upp, ok hafði svá nær, at
frændr Þorvalds myndi ganga at þeim.
Veittu þeir Njáll ok Austfirðingar Þangbrandi “
Með því líkur frásögn Njálu af kristniboðsferð Þang-
brands til Alþingis í samfylgd með Síðu-Halli. Ari fróði
segir að Gissur hvíti Teitsson, Ketilbjarnarsonar frá Mos-
felli og tengdasonur hans Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdal
hafi látið skírast hjá Þangbrandi og að eftir það hafi Hjalti
kveðið eftirfarandi kviðling að Lögbergi:
„ Vilk eigi goð geyja.
Eg vil eigi lasta goðin.
Grey þykki mér Freyja.
Eg met Freyju sem tík. “
Samkvæmt Kristni-sögu, var Hjalti dæmdur sekur fjör-
baugsmaður um goðgá fyrir kveðskapinn og fyrir því hafi
staðið Runólfur goði. Það sumar fóru þeir Hjalti og Gissur
utan á fúnd Ólafs konungs í Niðarósi.
„Þangbrandr flutti skörugliga guðs erindi á þingi, ok
tóku þá margir menn við trú í Sunnlendingafjórðungi ok
Norðlendingafjórðungi.“
Kristniboðsferðir Þangbrands verða ekki raktar lengur
hér, annað en að sagt er að hann komi aftur um haustið til
Síðu-Halls og hafi haft þar aðra vetrar dvöl.4 Sumarið eftir
árið 999 þegar Þangbrandur ætlar út aftur verður hann fyrir
því óhappi að brjóta skip sitt Vísund, austur við Búlands-
nes. Eftir frásögn Njálu að dæma notar hann tímann á
meðan skipið er í viðgerð og fer aftur allt vestur á Barða-
strönd, til Gests Oddleifssonar í Haga og þaðan aftur aust-
ur í
„Á1 f'tafjörð til móts við Síðu-Hall. Hann lét bæta skip sitt
ok kölluðu heiðnir menn þat járnmeis. A því skipi fór
Þangbrandr útan ok Guðleifr með honum.“
4 I Safnriti, eru ferðalög Þangbrands rakin og ártöl samræmd, samkv. frásögnum Is-
Iendinga-bókar, Kristni-sögu, Njáls sögu, Sturlungu og Laxdælu. Safnrit til sögu ís-
lands um tímatal í íslendinga sögum. Guðbrandur Vigfússon, K.höfn, 1856, bls.429-
434.
Papaós. Vesturhorn (séð til vesturs).
Forsaga kristnitökunnar
Trúboðinn
Eftir að hafa skoðað frásagnir Kristni sögu og Njáls
sögu, um komu Þangbrands prests til íslands, síðsumars
árið 997, ferðalag hans suður um Álftafjörð og þær mót-
tökur sem hann fékk af Síðu-Halli á Þvottá, er rétt að gera
sér grein fyrir því af hverju Ólafur konungur Trygvason
sendir Þangbrand trúboða sinn til Síðu-Halls, frekar en
einhvers annars af höfðingjum landsins. Árið áður sendi
Ólafúr konungur Stefni Þorgilsson til að kristna íslend-
inga. Ferð Stefnis var algerlega nrislukkuð, svo að konungi
hefur sjálfsagt verið það ljóst að meira þyrfti við. Þess
vegna er það að hann sendir Þangbrand prest til Síðu-
Halls, með þau skilaboð að hann taki vel á móti honum og
greiði götu hans. Konungur hefur eflaust haft þær spumir
af Síðu-Halli að hann væri vilhallur kristninni, og vinsæll
höfðingi sem margir íslendingar tækju tillit til.
Við skulum nú áður en lengra er haldið, skoða í hnot-
skurn þær forsendur sem ég, er þetta rita, tel helstar á þeim
grundvelli sem þekktustu fornsagnaritara okkar íslendinga
segja frá atburðum.
Hver var Ólafur Tryggvason?
„Óláfr konungr Tryggvasonr, Óláfssonar, Haraldssonar
ins hárfagra, kom kristni í Norveg ok á ísland. Hann sendi
hingat til lands prest þann, er hét Þangbrandr ok hér kendi
mönnum kristni ok skírði þá alla, er við trú tóku. En Hallr
á Síðu Þorsteinssonr lét skírast snimhendis ok Hjalti
Skeggjason ór Þjórsárdal ok Gissur inn hvíti Teitssonr,
Ketilbjarnarsonar frá Mosfelli, ok margir höfðingjar aðr-
ir.“5
Úrtök úr sögu Ólafs konungs Tryggvasonar, í
Heimskringlu Snorra Sturlusonar, og Þorvalds þætti víð-
förla, í Flateyjarbók
Ólafúr Tryggvason réttkjörinn erfingi norskrar konungs-
tignar eftir langafa hans Harald hárfagra, komst til valda í
Noregi, árið 995, 27 ára gamall (f. 968). Hann hafði þá
5 íslendingabók Ara fróða 7, kapituli bls. 8.
17 6 Heima er bezt