Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 38
stóð þannig á fyrir Hákoni jarli, að hann var á flótta undan
reiðum bændum og faldi sig í jarðhúsi undir svínastíu,
ásamt með Karki þræl sínum. Það endaði með því að
þrællinn skar höfuð af húsbónda sínum og færði það Ólafi
sér til lífgjafar, en það dugði honum skammt.
I Niðarósi
„Óláfr Tryggvason var til konungs tekinn í Þrándheimi á
alsherjarþingi um land allt, svá sem haft hafði Haraldr inn
hárfagri. Hljóp þá upp múgr ok margmenni ok vildi eigi
annat heyra en Óláfr Tryggvason skyldi konungr vera.
Óláff konungr fór liði sínu út til Niðaróss; þá lét hann
reysa þar hús á Niðar-bakka ok skipaði svá, at þar skyldi
vera kaupstaðr, ok gaf mönnu þar toptir til að gera sér þar
hús, en hann lét gera konungsgarð upp frá Skipakrók.“
Hér eftir fer örstutt mannlýsing Snorra, á Ólafi konungi:
„Óláfr konungr var allra manna glaðastr ok leikinn
mjök, blíðr ok eftirlátr, ákafa maðr mikill um alla hluti,
stórgjöfúll, sundrgerða maðr mikill, fyrir öllum mönnum í
fræknleik í orustum, allra manna grimmastr, þá er hann var
reiðr, ok kvaldi óvini sína mjök, suma brendi hann í eldi,
suma lét hann óða hunda rífa í sundr, suma lemja eða kasta
fyrir hábjörg.“
Þegar er Ólafur hafði tekið við konungdóm yfir Noregi,
tók hann þegar til við að kristna landsmenn sína um allan
Noreg, með þeim aðferðum sem lýst hefur verið. Menn
gengust undir kristniboðun hans ýmist með góðum vilja,
af undirgefni, eða af hræðslu. Þeir sem ekki hlýddu skil-
yrðislaust voru aflífaðir með ýmsum hætti. Það mætti helst
ætla að lærifeður hans hafi gleymt að fræða hann um 5.
boðorð Mósebókar: „Þú skallt ekki mann deyða.“ En því
miður, nútímamanninum ferst oft á tíðum samt lítt að
hneykslast á harðýðgi Ólafs konungs.
En Ólafur konungur hafði ekki gleymt því ætlunarverki
sínu að kristna Islendinga, Færeyinga og Grænlendinga.
Samkvæmt Kristnisögu, (árið 996,) sendir Ólafur konung-
ur, Islending, sem með honum var, að nafni Stefnir Þor-
gilsson, til kristniboðs á íslandi. Stefnir var frændmargur á
Kjalarnesi og voru forfeður hans kristnir við landnám. En
þeir höfðu nú tapað hinni kristnu trú sinni og brugðust hin-
ir verstu við trúboði Stefnis, en skutu þó yfir hann skjóls-
húsi. Á þingi sumarið eftir sóttu þeir hann til saka um goð-
gá. Sendiferð Stefnis bar því lítinn eða nær engan árangur
enda virðist sem hún hafi lítt verið undirbúin og mátti hann
þakka fyrir að sleppa lifandi úr þeirri ferð.
Árið eftir um mitt sumar er hann kominn til baka til
Þrándheims, „ok tók Ólafr konungr vel vit honum.“
Við grípum þessu næst til frásagnar Snorra Sturlusonar,
um trúboð Ólafs konungs á Islandi.
Þangbrandur Vilbaldursson
„Þá er Ólafr konungr hafði verit II, vetr konungr at Nor-
egi, var með honum saxneskr prestr, sá er nefndr er Þang-
brandr; hann var ofstopamaðr mikill ok vígamaðr, en
klerkr góðr ok maðr vaskr; en fyrir sakir óspegðar hans, þá
vildi konungr eigi hann með sér hafa ok fékk honum
sendiferð þá, at hann skyldi fara til íslands ok kristna
landit; var honum kaupskip fengit, ok er frá hans ferð þat
at segja, at hann kom til íslands í Austljörðu, í Álftafjörð
inn syðra, ok var eftir um veturinn með Halli á Síðu. Þang-
brandr boðaði kristni á íslandi, ok af hans orðum lét Hallr
skírask ok hjón hans öll ok margir aðrir höfðingjar, en
miklu fleyri váru hinir, er í móti mæltu. Þorvaldr veili ok
Vetrliði skáld ortu níð um Þangbrand, en hann drap þá
báða. Þangbrandr dvalðisk II, vetr á íslandi ok varð III,
manna bani, áðr hann fór brott.12
Ólafur Tryggvason og Þorvaldur víðförli
í upphafi þessara þátta er vitnað til frásagnar Flateyjar-
bókar, þar sem segir að Ólafur Tryggvason finni Þorvald
Koðránsson. Þetta á að hafa gerst stuttu eftir að Þorvaldur
kom úr kristniboðsferðinni til íslands. í þeirri frásögn er
Ólafur ætíð titlaður „konungur.“ Bað konungur Þorvald að
segja sér lfá trú sinni og frá kristniboðs ferðum sínum um
Island:
„Er mér mikil forvitni trúlegum tíðindum þeim er þú
munt segja kunna, fyrst af ágætum jarðteignum Jesú Kristi
guðs þíns og síðan af ýmsum löndum og ókunnum þjóð-
um, þar næst af þínum athöfnum og frækilegum framgöng-
um. En þá er Þorvaldur sagði frá því er á íslandi hafði
gerst, þá er þeir Friðrekur biskup voru þar, frétti konungur
vandlega að hverju eða hversu margir þar hefðu af þeirra
orðum rétta trú tekið eða hver maður hefði auðveldlegast
játað kristninni eða hverjir mest hefðu mótmælt. En Þor-
valdur sagði það allt greinilega.“
Af þessari frásögn Flateyjarbókar, verður það helst ráðið
að Ólafur konungur, hafi þá verið farinn að hugsa til
kristniboðs á íslandi og því viljað fræðast um það hjá Þor-
valdi, hverjar aðstæður þar væru og hverjir af landsmönn-
um væru líklegastir til að taka vinsamlega á móti boðber-
um kristilegrar trúar.
í Þorvalds þætti víðförla eru tilgreindir nokkrir helstu
höfðingjar sem þeir Friðrekur biskup hafi hitt og sungið
messur fyrir og eru þar nefndir með nöfnum Þóroddur
goði, Gissur hvíti, Ásgrímur Elliða-Grimsson, Hjalti
Skeggjason og Síðu-Hallur Þorsteinsson. Eftir þessar við-
ræður Ólafs og Þorvaldar, er konungur orðinn margs fróð-
ari um það hverjir séu líklegastir til að taka með vinsemd á
móti kristniboðum hans.
Þegar Ólafur konungur sendi Stefni Þorgilsson til Is-
lands, hefur honum verið það vel ljóst af samskiptum sín-
um við norðmenn, að meira þyrfti til en að senda einn
mann þangað. Það hefur aðeins verið undirbúningur og
áfangi í þeirri ætlan Ólafs konungs að kristna íslendinga.
Þessar tvær frásagnir skýra það mjög vel hversvegna
Síðu-Hallur á Þvottá, var undir það búinn að taka á móti
Þangbrandi og greiða götu hans við kristniboðun, um
landið.
178 Heima er bezt