Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 39
Kviðli kvæ ál 107. þáttur Umsjón: Anðunn Bragi Sveinsson Kæru lesendur. Nú er ég að senda frá mér tjórða vísnaþáttinn í ritið. Ekki vantar mig efnið. Mér hafa borist mörg bréf, ekki síst sem svar við fyrirspurn minni um ljóðið „Tólf eru synir tímans.“ Alveg ótrúlega margir hafa sent mér þetta ljóð, sem mér finnst betur eiga heima í vísna- en dægur- ljóðaþætti. Þakka ég öllum bréfriturum, sem sendu mér þetta ljóð, kærlega skilin. Þetta ágæta ljóð mun Stein- grímur Arason trúlega hafa ort, en það birtist fyrst í lestr- arbók fyrir börn, sem hann tók saman, og nefnist „Ungi litli“. Steingrímur var Eyfirðingur, fæddur 1879 og dá- inn 1951. Hann var kennari við Kennaraskólann lengi og samdi mörg rit fyrir börn og unglinga. Stóð að stofnun Barnavinafélagsins Sumargjafar og var oft nefndur „vinur barnanna“. Og þá er mál til komið að birta hið vinsæla ljóð um tólf syni tímans. Tólf eru synir tímans, sem tifa framhjá mér. Janúar er á undan með árið í faðmi sér. Febrúar á fannir; þá lœðist geislinn lágt. Mars þó blási oft biturt, þá birtir smátt og smátt. I apríl sumrar aftur, þá ómar söngur nýr. í maí flytur fólkið og fuglinn hreióur býr. I júni sezt ei sólin; þá brosir blómafjöld. I júlí baggi er bundinn og borðuð töðugjöld. í ágúst slá menn engið og börnin tína ber. 1 september fer söngfugl og sumardýrðin þver. í október fer skólinn að bjóða börnum heim. I nóvember er náttlangt í norðurljósageim. Þótt desember sé dimmur dýrðleg á hann jól. Með honum endar árið og aftur hækkar sól. Stefán Kristinsson á Reyðarfirði sendi nokkrar vísur til vísnaþáttar HEB. Hann lýsir hagmælsku sinni á þessa leið: Sést nú best, hvað orðið er; eykst í framan gretta. Ennþá vellur út úr mér allt um hitt og þetta. Eftirfarandi vísu orti Stefán í tilefni af heimsókn gam- allar konu, sem sagði vafasamar sögur af fólki og síbarði jafan á dyr, þegar hún kom: Aukast mun nú ásóknin; ákaft höggin bylja. Kemur skrattans kerlingin; hvað skyldi hún vilja? Veðurfarið virðist hafa farið í taugarnar á Stefáni, þeg- ar hann orti eftirfarandi vísu: Hér rignir hundum og köttum; hreinlega aldrei friður. Bleytan í slumpum og slöttum slettist úr loftinu niður. Eg þakka vísnasendinguna frá Stefáni á Reyðarfirði. Guðrún Jónsdóttir á Birnustöðum í Laugardal, Norður- I Isaijarðarsýslu þakkar gott tímarit og vísnaþættina, sem Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.