Heima er bezt - 01.04.2002, Side 43
ÞEIR LÆRÐU AÐ
NOTA ELDINN
^l^X^ugtök eins og ár og öld eða tími hafa harla
óljósa merkingu, þegar um sögu jarðar eða
^aldur lífvera er að ræða. Allt þetta gerist á svo
óralöngum tíma að erfitt er að hugsa sér það eða skilja að
nokkru marki. Til glöggvunar má samt geta þess að jörð-
in er talin vera 4600
milljón ára gömul og
varð hún til, þegar ein-
hver logandi hraunsletta
losnaði frá sólinni og
fór að snúast og lifa eig-
in lífi á markaðri braut í
kringum móðurhnött-
inn. í fyrstu var jörðin
glóandi eldhnöttur, en
smám saman kólnaði
ytra byrði hennar og
fékk á sig fasta skel.
Þegar svo var komið
höfðu skapast skilyrði
til þess að lífverur gætu
orðið til og þróast.
Komu þá fram i aldanna
rás fyrir meira 3000
milljón árum ýmsar teg-
undir einfrumunga, gerla og blágrænuþörunga. Við segj-
um gjarna að þessir frumherjar jarðlífsins hafi komið
fram á svonefndri upphafsöld og nær það tímaskeið yfir
afar langan tíma.
Eftir upphafsöld tekur við fornlífsöld og nær yfir tíma-
bilið frá því fyrir 600 til 220 milljón árum. Á því tímabili
komst mikill skriður á þróun lífveranna og komu þá fram
skordýr, skeldýr, fiskar, skriðdýr, burknar og loks barr-
skógar. Því næst er svo talað um miðlífsöld frá því fyrir
220 til 65 milljón árum. Á þeim öldum þróuðust skrið-
dýrin margvíslega og urðu sum þeirra ótrúlega stórvaxin,
svo að þá er talað um risaeðlur. Einnig komu þá fram
fyrstu fuglarnir og sumar tegundir skriðdýra þróuðust í átt
til frumstæðra spendýra. Þá byrja líka blómplöntur að
vaxa og breiðast út um jörðina. En undir lok miðlífsaldar
gerist eitthvað stórkost-
legt sem veldur því að
risaeðlurnar líða undir
lok. Eru til margar kenn-
ingar um ástæður þess
eins og mikil eldgos,
loftsteinaregn, stórfelld-
ar loftslagsbreytingar og
sitthvað fleira.
Síðan hófst nýlífstími
fyrir 65 milljón árum og
stendur fram til nútíma.
Á þessu tímaskeiði eru
fyrstu 62 milljón árin
nefnd tertíertímabil og
næstu 3 milljón ár kall-
ast kvartertímabil fram
að nútíma. En það til-
tölulega stutta keið sem
við köllum nútíma nær
aðeins yfir síðustu 10-12 þúsund árin frá því að síðusta
ísöld leið. Á tertíertímabilinu þróuðust spendýrin sem og
aðrar lífverur i dýra- og jurtaríkinu. Þá urðu til á síðari
hluta þessa tímabils elstu lögin í undirstöðubergi íslands
fyrir um 20 milljón árum. Kvartertíminn eða síðustu þrjár
áramilljónirnar skiptast svo í fjölmargar ísaldir með hlý-
viðraskeiðum á milli. Á þeim tíma urðu Tjörneslögin til,
en þau eru mjög auðug af merkilegum steingervingum.
Kvartertíminn sýnist hafa verið ákaflega íjölbreytilegt
þróunarskeið hjá mörgum lífverum og á það ekki hvað
Heima er bezt 183