Heima er bezt - 01.04.2002, Page 44
síst við um þá tegund sem á máli vísindanna kallast homo
eða maður.
Ekki verður sagt með nokkurri vissu hvenær maðurinn
kemur fram á sjónarsviðið, en talið er að þróun lífvera í
átt til mannsins hafi byrjað með nýlífstíma fyrir meira en
60 milljón árum. Fjölmargar apategundir hafa þróast á
mismunandi tímaskeiðum. Sumar tegundirnar hafa dáið
út, en aðrar haldið velli og tek-
ið breytingum. í hópi þessara
apategunda er mannættin sem
á vísindamáli kallast homini-
dae. Talið er að þróunarskiln-
aður apa- og mannættar hafi
byrjað fyrir allt að 20 milljón
árum. Þá voru uppi svonefndir
ræðisapar sem virðast standa á
krossgötum í þróunarsögunni.
Frá þeim greinast annars vegar
eikapar, forfeður mannapa, og
hins vegar ramapar sem gætu
verið líffræðilegir forfeður
mannættar. Næsti hlekkur í
langri þróunarsögu mannsins
er sunnapinn sem leyfar hafa
fúndist af í Austur-Afríku og
uppi var fyrir 4-3 milljón
árum. Það er samt mikið álita-
mál hvort sunnapinn hafi verið
maður. En þessar lífverur
mynduðu samfélagshópa,
bjuggu í hellum, veiddu sér til
matar og notuðu frumstæð
áhöld í lífsbaráttu sinni.
Svo gerðist það fyrir 2-3
milljón árum að fram kom ný
tegund sunnapa sem sýnist
standa mönnum miklu nær. Kallast þessi tegund homo
habilis eða hæfimaður. Næsta stig á þróunarferli manns-
ins birtist síðan fyrir meira en milljón árum, þegar homo
erectus eða upprétti maðurinn kemur fram og tekur að
láta að sér kveða. Þessi upprétti maður eða reismaður, er
ótvírætt maður í okkar skilningi. Hann gerði sér ýmis
áhöld og verkfæri, stundaði veiðar, safnaði ætijurtum,
berjum og aldinum, myndaði samfélög og það sem mest
var um vert, þá hafði reismaðurinn tekið eldinn í þjónustu
sína. Engin önnur dýrategund hefur megnað að tileinka
sér þá tækni, hvorki fyrr né síðar. Hvernig þessari einu
tegund lærðist þessi list er mikil ráðgáta, en eldurinn hef-
ur alltaf verið til staðar í náttúrunnar ríki. Stundum
kviknar eldur af sjálfu sér í þurrum gróðri í sterku sól-
skini eða þá að elding kveikir í gresju eða skógi. Þá verða
alltaf eldgos öðru hverju á jörðinni og glóandi hraun-
straumar brenna allt sem brunnið getur, svo að víða var
eldurinn nærtækur.
Maðurinn hefur því frá öndverðu þekkt eldinn í ýmsum
myndum, þótt lengi vel kynni hann ekki að notfæra sér
hann og stæði trúlega stuggur af honum. En þegar þess-
um frummönnum hafði lærst að nota sér eldinn, má segja
að þeir hafi sigrast á myrkrinu og getað boðið kuldanum
birginn. Þá gat eldurinn verið gagnlegur til að fæla burt
villidýr og herða spjótsodda og þess háttar. Þá leið heldur
ekki á löngu þar til maðurinn lærði að steikja kjöt og fisk
við eld og síðar að sjóða mat í vatni. Loks mun eldurinn
snemma hafa verið notaður við
trúarathafnir og til að fremja
með honum galdur og seið. En
eldinum þurfti að halda lifandi
frá degi til dags og því varð að
gæta hans vandlega. Það þekkj-
um við líka frá okkar sögu, því
að forfeður okkar og formæður,
töluðu um að fela eldinn á
kvöldin og taka hann síðan upp
á morgnana. Var þessi meðferð
og geymsla á eldinum alkunn
hér á landi langt fram á 19. öld
eða þangað til eldspýtur tóku
að breiðast út á seinni hluta 19.
aldar.
Meðal elstu áhalda
frummanna voru steinar sem
gripnir voru upp af jörðinni til
ýmislegra nota. Mannapar gera
það sama enn í dag og henda
oft steinum eða berja með þeim
til að brjóta hnetur og fleira.
Þetta gerðu líka sunnapar fyrir
3-4 milljón árum, en frændi
hans af mannættinni, hæfimað-
urinn, fann upp þá list að brjóta
steinana. Með því fékk hann á
þá skarpar brúnir og gat þannig
búið til ýmis verkfæri. Reismaðurinn endurbætti síðan
mjög þessi áhöld og hjá þeim komu fram eins konar
handsaxir eða kneijur fyrir meira en milljón árum. Þessi
frummaður sem við nefnum homo erectus eða reismann
breiddist í aldanna rás út um Afríku, Asíu og Evrópu, en
tengiliðimir milli hans og vitsmunamannsins, homo sapi-
ens, eru óljósir og huldir myrkri löngu liðins tíma. Leifar
þessara frummanna hafa þó verið dregnar fram í dags-
ljósið á síðari tímum. Til þessa stofns teljast Javamaður-
inn, fyrst fundinn 1891, Heidelbergmaðurinn, fundinn
1907, og Pekingmaðurinn, fundinn 1926. Út frá þessum
beinafundum hafa menn getað áttað sig á helstu einkenn-
um reismannsins. Hann var með lágt enni, öfluga brúna-
boga, flatan hnakka og sterklega og næstum hökulausan
neðri kjálka. Þá var öll líkamsbygging hans harla luraleg
og hæðin varla yfir 150 sentimetrar. En þessir Ijarlægu
forfeður mannkynsins þróuðust og tóku margvíslegum
breytingum í aldanna rás, áður en fram kom maður, homo
sapiens, eins og við þekkjum hann nú á dögum ^
184 Heima er bezt