Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 48

Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 48
 Þetta eru dugmiklir og vel gefnir drengir, hugsar gamli maðurinn, glaður í hjarta, og svo nauðalíkir eru þeir í út- liti að hann má hafa sig allan við til þess að ruglast ekki á því hver er Jensen og hver Lars. En að útlitinu slepptu eru þeir tvíburarnir að ýmsu leyti mjög ólíkir. Hann hefur yndi af því að ræða við þá um flest milli himins og jarðar, þeir eru fróðleiksfúsir og fljótir að læra og spyrja oft um ólíklegustu hluti, ef svo ber undir. Hann leggur líka stundum spurningar fyrir þá og ekki alls fyrir löngu spurði hann drengina hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir væru orðnir stórir og ekki stóð á svörum við því. Nafni hans varð fyrri til, með allt á hreinu: - Eg vil verða sjómaður eins og pabbi minn en ekki á fiskibáti sem fer bara hérna út á fjörðinn eða eitthvað pínulítið lengra. Ég ætla að verða skipstjóri á stóru skipi, sem siglir langt, langt út á haf, svaraði hann festulega. - En ég ætla ekki að sigla út á haf á stóru skipi eins og Jensen bróðir minn, svaraði Lars um leið og hann fékk orðið. - Ég ætla að verða smiður og smíða mörg og falleg hús, eins og þú, afi. Og þar með fékk hann smá innsýn í hugarheim þessara hrokkinhærðu glókolla, sem veittu honum dýrmæta lífs- fyllingu í ellinni. En þegar þessir yfirlýstu framtíðar- draumar sjö ára drengja væru orðnir að veruleika, yrði hann, gamli afi þeirra, vafalaust fyrir löngu lagstur til hinstu hvíldar. Slík framvinda er lögmál lífsins. En afi Jensen kemur nú auga á drengina, þar sem þeir eru á leið niður götuna sem liggur framhjá bænum hans og fara geyst. í næstu andrá hvíla litlu ferðalangarnir í stóra, hlýja faðminum hans afa Jensen. - Verið þið hjartanlega velkomnir, segir hann glaður í Ingibjörg Sigurðardóttir bragði og þrýstir snöggum kossi á rjóða vanga. - Þið eruð duglegir drengir. Svo leiðir hann bræðurna sitt við hvora hönd inn í bæ- inn. Er inn kemur streymir á móti gestunum hátíðleg birta frá mörgum kertaljósum og ylur frá snarkandi arineldi. Allt er hreint og fágað, hvert sem litið er. Afi Jensen virðist jafnvígur á húsverkin og smíði fagurra gripa. Öll störf leika í höndum þessa gamla byggingarmeistara, það hefur löngum verið hans aðalsmerki. Hann aðstoðar drengina við að létta af sér ystu skjólföt- unum, svo vísar hann þeim til sætis við borðstofuborðið, en á því stendur stór, skrautbúin postulínsskál, barmafull af glórauðum, ilmandi jólaeplum, sem ætluð eru gestun- um og afi býður þeim að gjöra svo vel og snæða eplin að vild. Ferðalangarnir þakka fyrir og gera þessum girnilega ávexti góð skil, en á meðan hann rennur ljúflega niður í magann, vaknar fróðleiksþorstinn í brjósti Lars og hann spyr í barnslegri einlægni: - Afi, fékkst þú ekki epli á jólunum, þegar þú varst lít- ill, eins og við Jensen bróðir minn? 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.