Heima er bezt - 01.04.2002, Page 51
- Láttu hann skýla þér á heimleiðinni, drengur minn,
segir hann hlýjum rómi og hneppir frakkanum að piltin-
um.
Hópurinn heldur þegar af stað til heimilis ungu hjón-
anna og spölurinn þangað er ekki ýkja langur.
Kjell fer fýrstur inn í húsið og kveikir á öllum ljósum,
því næst býður hann gestinum að ganga í bæinn.
Pilturinn stígur inn í skínandi birtu og notalegan yl,
sem streymir á móti honum og fyrir sjónum hans er eins
og opnist ný veröld. Hann losar af sér frakkann sem
skýldi honum vel á göngunni og réttir hann eigandanum
með þakklæti fyrir lánið, Jafnskjótt og hann hefur af-
klæðst frakkanum flæðir ljósadýrðin óhindrað um fatal-
arfana sem hylja nekt hans og hann finnur til sárrar
blygðunar vegna klæðnaðar síns á þessari stóru hátíð sem
gengin er í garð, en hann á fátt annað til að skýla sér
með.
Því er líkast að Asbjörg lesi hugrenningar Andra, hún
réttir honum höndina, kynnir sig og býður hann velkom-
inn.
- Þú ert jólagesturinn sem okkur vantaði, segir hún al-
úðlega og þrýstir kalda hönd piltsins. - Nú læt ég renna í
bað handa þér og finn hrein föt sem ég vona að verði
ekki til lýta of stór á þig, svo setjumst við öll saman að
góðri jólamáltíð.
- Þakka þér fyrir, svarar pilturinn lágum, einlægum
rómi og hættir að horfa á fatnað sinn. Alúð þessarar
ókunnugu konu yljar honum að hjartarótum.
Innan lítillar stundar hvílir hann í heitu, freyðandi bað-
vatni og finnur smám saman nýjan lífsþrótt færast í hálf-
dofinn líkama sinn. Á stól við baðlaugina liggja hrein,
samanbrotin föt, sem honum er ætlað að klæðast að
loknu baði en hann er óvanur slíkum munaði. Hver sendi
þetta góða fólk upp í skógarjaðarinn þar sem hann hírðist
kaldur og bugaður og átti sér hvergi von um húsaskjól og
hefði sennilega króknað á jólanóttina hefðu þau ekki
komið auga á hann þarna utan vegar. Eftir að hann leitaði
skjóls undir trénu áttu margir leið um veginn áður en
bjargvætti hans bar að en sennilega hafa þeir sem framhjá
gengu ekki komið auga á hann eða að minnsta kosti létu
hann afskiptalausan. Drengur í skóla lærði hann söguna
um jólabarnið í jötunni, englana og fjárhirðana, stjörnuna
og vitringana. Og hvað þessi fallega saga, sem hann hefur
ekki rifjað upp frá barnæsku, verður nú ljóslifandi í vit-
und hans. Var það stjarna jólabarnsins í jötunni sem á
þessu örlagaríka kvöldi í lífi hans vísaði veginn honum
til björgunar, hugsar Andre Rekdal með lotningu í hjarta
og stígur upp úr baðlauginni. Já, það er sannfæring hans.
* * *
Asbjörg er á leið inn í stofu. Fagurlega skreytt og ljós-
um prýtt, angandi grenitré bíður þar inni með jólagjafir
fjölskyldunnar við fótskör sína. Hún nemur staðar hjá tré-
nu og lítur yfir gjafirnar. Hér vantar eina gjöf til viðbótar,
flýgur strax í huga hennar. Ekki má skilja jólagestinn út-
undan. Hún lýkur í skyndi erindi sínu inn í stofuna og
hraðar sér fram í eldhúsið til fundar við mann sinn en
hann er þar að flýta fyrir henni með að koma jólamatnum
á borðið, sem nú er framborinn í seinna lagi. Asbjörg
snýr sér að Kjell og segir hljóðlega:
- Góði minn, við þurfum að bæta við einni jólagjöf.
Kjell lítur á konu sína og áttar sig strax.
- Já, auðvitað, Asbjörg mín, þakka þér fyrir að athuga
þetta í tíma. Ekki má jólagesturinn okkar verða afskiptur
við útdeilingu jólagjafanna, svarar hann glaður á svip. -
En hvaða gjöf sérðu helst svona í fljótu bragði handa
honum?
- Ja, hvað ætti það að vera, segir Asbjörg hugsi.
Afi Jensen, sem stytt hefur tvíburunum biðina með því
að segja þeim, að eigin ósk þeirra, framhald af fyrri jóla-
sögu dagsins, heyrir nú tal hjónanna og blandar sér þegar
í málið, skjótur til úrræða, sem honum finnst sér vera
skylt.
- Hvernig lýst ykkur á það, góðu hjón, spyr hann hress
í bragði, - að við gefum jólagestinum sinn peningaseðil-
inn hvert, ég legg fram þrjá fyrir mig og drengina og þið
hjónin tvo. Pilturinn getur svo, eftir hátíðina, keypt sér
einhverja skjólflík fyrir þá. Mér sýnist að þess muni ekki
vanþörf.
Hjónunum báðum finnst þetta vera snjallræði eins og á
stendur. Þau þakka afa Jensen fyrir uppástungu hans.
- Alltaf hefur þú lausn á reiðum höndum, afi Jensen,
segir Asbjörg og brosir hlýtt til tengdaföður síns. Hún
nær í kort og ritar á það jólaóskir fjölskyldunnar, pening-
arnir eru reiddir fram í skyndi og kortið með þá innan-
borðs er komið á sinn stað hjá hinum jólagjöfunum í
tæka tíð.
Andre gengur fram úr baðklefanum, hreinn og stokinn.
Fötin, sem honum voru fengin, reynast að vísu vel við
vöxt á tágrönnum líkama hans en ekki til stórra lýta og
honum líður mjög notalega í þeim.
Jólaverður er fram borinn. Þau setjast þegar öll saman
að glæsilegu veisluborði. Kjell sker að venju jólasteikina
eftir beiðni hvers og eins og lætur á diskana, fýrst hjá
gestinum en Asbjörg réttir fram fjölbreytt meðlæti og
diskur Andre er brátt fullur af ilmandi kræsingum. Hann
hefur aldrei fyrr setið að þvílíku nægtaborði og honum
finnst þetta allt líkara ævintýri en raunveruleika. En
hverju getur kærleikurinn ekki áorkað þar sem hann er
virkur í verki?
Andre hefur lítið kennt hungurs fram til þessa þótt
hann hafi engrar fæðu neytt á liðnum degi en nú segir
galtómur magi hans rækilega til sín og pilturinn gerir
matnum góð skil, en með fyllstu háttvísi sem honum er í
blóð borin og eðlislæg. Þessi prúðmennska fer ekki fram-
hjá gestgjöfum hans en hjónin bjóða honum meira af
rausn sinni í mat og drykk en hann getur þegið og aldrei
hefur hann staðið mettari upp frá borðum en á þessu jóla-
kvöldi.
Framhald í nœsta blaði.
Heimaerbezt 191