Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 4
Agœtu lesendur. Tíminn er alltaf áhugavert umþenkingarefni, það sem var, er og verður. Mér verður stundum hugsað til þess, í miðjum umferðarþunga höfuðborgarsvæðisins, þar sem aldrei verður stans á sífelldu streymi bifreiða af öllum stærðum og gerðum, með fólk innanborðs, sem stöðugt er að flýta sér og virðist flest allt eiga afar brýn erindi, hvort einstaklingur, sem maður hugsaði sér að staðið hefði í miðju Aðalstræti, rétt um aldamótin 1900, en þá var Aðalstrætið ein höfuðgatan í þeim litla byggðarkjarna sem Reykjavík var á þeim tíma, hefði með nokkru móti getað ímyndað sér þá gífurlegu þróun, breytingu, og mér liggur við að segja brjálæði í umferðarmálum og bílisma sem orðin yrði að 100 árum liðnum. Svo ekki sé nú minnst á mannfjölda og húsbyggingar. Svarið við þeirri spumingu finnst sjálfsagt flestum liggja í augum uppi, það hlýtur að vera: „auðvitað ekki“. Framþróunin er einu sinni þannig, að hún er ekki tekin í stökkum, heldur skrefum, og skref númer tvö verður aldrei tekið nema búið sé að stíga skref númer eitt. Hvað hleður á annað. Og nú er það ekki þannig að þessi ímyndaði einstaklingur, eða fólk yfirleitt, fyrir hundrað ámm, hafi verið eitthvað heimskara eða einfaldara en það fólk sem uppi er í dag. Aldeilis ekki. Það er oft undravert, ef farið er að skoða það í kjölinn, hvað fólk á fyrri tímum, afrekaði og hugkvæmdist, miðað við þeirra tíma þekkingu. Ef til væri jafnað aðstæðum og möguleikum, þá er það í sumum tilfellum síst minna en það sem merkilegast þykir í dag. Hver kynslóð lærir af þeirri fyrri, bætir síðan við, svo næsta kynslóð fær enn stærra forskot en kynslóð númer eitt, og svona vex þetta, stig af stigi. Um aldamótin 1900 hefur sjálfsagt varla getað heitið að fólk vissi hvað bifreið væri, þó þær væru að koma á sjónarsviðið um þær mundir, sjálfrennireiðar, eins og þær vom reyndar stundum kallaðar, hvað þá að það hefði séð þær. Svipað má segja um flugvélar og allt það, sem þeim átti eftir að fylgja, útvarp, sjónvarp, tölvur, orkugjafa ýmsa, o.fl. o.fl. í dag teljum við mannkynið hafa meiri yflrburða þekkingu á nánast flestu, en það hefur nokkum tíma haft áður. Þá er nánast sama í hvaða átt litið er, hvort sem um er að ræða tækninýjungar, læknisfræði eða lífsgæði yfirleitt. Samt er það nú svo, ef við göngum út frá því að mannkyninu takist að lifa og búa skammlaust næstu hundrað árin, að við emm í ekki ósvipuðum spomm og þessi einstaklingur okkar frá 1900, hvað varðar þekkingu og vitneskju um það, hvemig t.d. líf og aðstæður í höfuðborg íslands og viðar, verður árið 2100. Það er nokkuð klárt að það verða komnir hlutir og aðstæður af manna völdum, sem okkur er einfaldlega ómögulegt að gera okkur í hugarlund nú. Ekki er ólíklegt t.d. að bílar verði nánast horfnir í þeirri mynd sem þeir em í dag. Það stefnir óðfluga í það að þeim fjölgi það mikið að ekki verði lengur hægt að komast neitt áfram á þeim, jarðnæðið til slíkra hluta er takmarkað. Menn hafa um allnokkur ár, einmitt rætt hvað skuli til bragðs taka, þegar allt um þrýtur varðandi pláss fyrir bílana okkar. Og niðurstaðan varð eiginlega mjög fljótlega sú, að ekki væri nema ein leið eftir varðandi lausn á umferðarvandanum, og hún væri upp í loftið. Þ.e.a.s., umframfjölgun farartækja yrði að vera í formi lítilla flugvéla, flughylkja eða hvað svo sem menn vilja kalla það, sem væra tölvustýrð að öllu leyti og sæju um umferðarstjóm sjálf sín á milli, þannig að tækið yrði látið vita um ákvörðunarstað og það veldi síðan heppilegustu og fljótlegustu leiðina að því marki, eftir ósýnilegum brautum, óháð vilja farþegans. En auðvitað kemur að því líka, að loftið tekur ekki lengur við, og hvað þá? Ja, nú má segja að við séum í sporum aldamótamannsins frá 1900, það er nánast gjörsam- lega ómögulegt að gera sér grein fyrir því, en einhver lausn verður þá ömgglega komin fram. En þó svo að maður fengi rétt sem snöggvast að líta það svið augum, þá hygg ég að erfitt myndi reynast að meðtaka það, svo langt yrði það komið frá möguleikum okkar og þekkingu í dag. Líklega myndi það í huga manns flokkast undir sjónhverfmgu, þó raunvemleiki væri. Ekki er ólíklegt reyndar að mannkyn verði búið að leggja undir sig einhverja aðra byggilega hnetti í sólkerfinu, svo létta megi á örtröð jarðarinnar og leysa hluta vandans með þeim hætti. En þegar menn reyna að gera sér eitthvað svona í hugarlund um framtíðina, þá hljómar það einfaldlega eins og vísinda- skáldsaga í eyrum viðkomandi kynslóðar, svo það hefúr sjálf- sagt ekki mikinn tilgang annan en til skemmtunar. Það er auðvitað yfírstandandi tíð sem á okkur brennur, hennar við- fangsefni em þau sem skipta máli þessa stundina. En það er þó stundum sérkennilegt svolítið, að hugsa til þess, að afkomendur okkar í annan eða þriðja lið, svo ekki sé nú lengra talið, muni telja það jafn sjálfsagt að ferðast um geiminn eins og okkur finnst það að fara til annarra landa í dag og annað í þeim dúr. En framfarir felast kannski ekki heldur eingöngu í tækni og vísindum. Gaman er í því sambandi, að rifja upp orð úr grein manns er reit um nýja öld, árið 1900, og sagði m.a. í lok greinar sinnar: „Takmarkið, sem mannkynið á að keppa að, er að lina svo þrautir og bágindi mannfélagsins, að það verði siðaðra manna, er hjálpi hver öðrum að bera byrðarnar, svo að hinir veiku og þeir sem snauðir era að þessa heims gæðum, geti einnig notið einhverra þæginda í lífinu. Þá er mannkynið er komið á það stig, að það er ekki eingöngu hnefarétturinn, sem gildir í viðskiptum manna, þá má fyrst tala um framfarir.“ Eg hygg að þessi orð eigi ekki hvað síður við nú en þá, og má segja að það sé umdeilanlegt hversu vel hefur tekist í þessari deild hjá mannkyninu, síðan þau voru rituð. Og kannski er þetta einmitt, eitt aðal atriðið í þeim væntingum, sem við ættum að hafa um þróun framtíðar mannsins. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 388 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.