Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 6

Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 6
Húsin, sem Ari Antonsson byggði við Lindargötu Númerum á húsum við Lindargötu var breytt upp úr 1941. Frá þeim tíma var eldra húsið númer 27 við götuna og oftast kallað Arahús. Það hús var reist 1895, hlaðið úr steini, og var upphaf- lega einlyft á hlöðnum kjallara með járnklæddu mansardþaki. Það hús var stækkað árið 1912 og sá Einar Erlends- son um þær breytingar. Eftir breyting- una var húsið tvílyft með tvílyftum við- byggingum við norðurhlið. Ari Antonsson var um fermingu þegar hann byrjaði að byggja eldra húsið.Timburhús- ið sem Magnea ólst upp í byggði afi hennar árið 1907. Það var teiknað af Foreldrar Magneu, Frans Arason og Einari Erlendssyni. Húsið varð númer Þórunn Stefánsdóttir. 29 við Lindargötu eftir númerabreyt- inguna og var timburhús, á steyptum kjallara með port- byggðu risi. A suðurhlið var útskot og stór kvistur, tveir minni kvistar voru í norður. Eldvarnarveggur var á lóðar- mörkum í austur. Einhvern tíma á ferlinum var húsið for- skalað, eftir að Sigurður Bjarnason rafvirki, kaupir það. Þakið var jámklætt. I byggingaskjölum segir að á lóðinni hafi verið tveir steinsteyptir skúrar, byggðir 1919 og stækkaðir 1949. Skúrarnir voru reistir á lóðarmörkum á þrjá vegu. Einu sinni var hestagarður við húsið, sem hest- ar voru geymdir í þegar utanbæjarmenn komu í verslun- arleiðangra til borgarinnar og einnig voru hestar, sem fjölskyldan átti, stundum hafðir þarna. Búskapur í miðri borg „Við áttum tvo hesta, Brún og Jarp, sem notaðir voru til þess að draga mjólkurvagninn. Vagninn var yfirbyggður með ekilssæti og plássi fyrir mjólkurbrúsana fyrir aftan sætið. Mjólkin var seld beint í húsin og rötuðu hestarnir að þeim öllum. Til marks um hvað hestar eru skynsamar skepnur, get ég sagt frá því að einu sinni gerðist það að hætt var að kaupa mjólk í einu húsinu. Hesturinn hélt á- fram að stoppa við húsið og var kyrr þann tíma sem venjulega hafði tekið að afhenda mjólkina og taka tóma brúsann til baka. Það tók hann nokkurn tíma að aðlagast breytingunni. Þegar ég og bróðir minn Ari, sem einnig var alinn upp hjá afa og ömmu, fórum að stálpast, hjálp- uðum við til og ókum mjólkinni í húsin. Búpeningurinn var hafður í gripahúsunum á Lindargöt- unni yfir veturinn en þegar fór að grænka var farið með allar skepnur inn í Laugardal. Þar áttu amma og afi býlið Laugaból en því fylgdi beitiland og tún til að heyja. Þegar búpeningurinn var fluttur í milli voru kýrnar reknar eftir Skúlagötunni, sem þá var aðeins malarvegur. Amma mín sá aðallega um búskapinn, afi hafði nóg annað að gera en hann var forstjóri í Kol og salt. Amma lét slétta og Frans Arason, faðir Magneu. Ari Antonsson, forstjóri hjá Kol og salt og Magnea Bergmann, föðurforeldrar Magneu Berg- mann yngri. Magnea 1 1/2 árs. Gamli bærinn á Laugabóli í Laugardal. 390 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.