Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Page 7

Heima er bezt - 01.09.2004, Page 7
Þvottalaugarnar við hliðina á Laugabóli. stækka túnið á Laugabóli svo að það gaf af sér nóg hey fyrir skepnurnar. Áður en byggðin tók að þrengja að Laugardalnum átti Laugaból land í Laugarásnum, upp að Múla og að Þvotta- laugavegi. Þegar Mjólkursamsalan tók til starfa var mjólkinni ekki lengur ekið í húsin heldur farið með hana í Samsöluna. Þegar amma lést árið 1946, tók uppeldissonur afa og ömmu, Gunnar Júlíusson, við búskapnum og flutti með allar skepnur frá Lindargötunni inn að Laugabóli. Þar var búskapur stundaður eins lengi og friður var til þess fyrir vaxandi byggð og íþróttamannvirkjum í dalnum. Gunnar og bróðir hans Baldvin, misstu báða foreldra sína úr Spænsku veikinni veturinn 1918. Fjölskyldan hafði átt heima í næsta húsi á Lindargötunni. Amma mín, sem var ættuð frá Fuglavík á Miðnesi skammt frá Sandgerði, kom Baldvini í fóstur til frænd- fólks síns á Bæjarskerjum, sem er skammt frá á Fuglavík. Afi minn Ari Antonsson sá um Helgustaðavitann, sem var fyrir neðan Vitastíg. Eftir að afi hætti með Kol og I Kaupmannahöfn 1972. Magnea bjó þar í 6 ár á Vester- brogade 125. Gifting og búskapur Árið 1944 giftist Magnea Magnúsi Vilmundarsyni, ættuðum úr Grinda- vík. Magnús vann þá hjá Garðari Gíslasyni á Hverfisgötunni, auk þess ók hann leigubíl á leigubílastöðinni Bifröst um helgar. Bílinn, sem var af gerðinni Dodge, átti hann sjálfur. Á þeim tíma var mjög erfitt að fá húsnæði í Reykjavík, hvort sem það var til leigu eðakaups. Þá voru ekki nein sérstök lán hjá bönkunum sem ætluð voru til íbúðar- kaupa. „Aðeins þeir, sem höfðu viðskipti við bankana og voru mun eldri en við Magnús, fengu lán. Það kann að vera að sumt ungt fólk hafi fengið fyrirgreiðslu til húsnæðis- kaupa ef það átti einhvern að sem bankastjórar höfðu vel- þóknun á. Við bjuggum í húsinu á Lindargötunni fyrstu árin en tveimur árum eftir lát ömmu var húsið selt Sigurði Bjarnasyni rafvirkja. Sigurður reif útihúsin og byggði verkstæði á lóðinni. Áður en húsið var selt leituðum við að húsnæði en ekk- ert var að fá á leigu utan eina kompu alla leið inn á Lang- holtsvegi, sem átti að leigja á háu gjaldi auk þess að borga mikið fyrirfram. Þá var Langholtsvegurinn langt fyrir utan aðalbyggðina. Þegar þetta var áttum við eitt barn, Þórunni Magneu. Ég var heimavinnandi og var að Magnea 16 ára, og bestu vinkonurn- ar á húsmæðraskólanum á Staðar- felli, 1943-44. salt, sem kom til af því að þegar hitaveitan var lögð í hús minnkuðu viðskiptin, fór hann að vinna á veg- um Hitaveitunnar. Hann lést árið 1954. Á mínum uppvaxtarárum á Linda- götunni var Skuggahverfið ólíkt því sem það er núna. Víða voru gripahús á lóðum því að margir höfðu bæði hænsni og kindur til að drýgja tekjurnar.” Atján ára með fyrsta barnið, Þórunni. Magnea Berg- mann og Magnús Vilmundarson á- samt tveim elstu börnunum, Þór- unni Magneu og Ara. Heima er bezt 391

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.