Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Page 11

Heima er bezt - 01.09.2004, Page 11
Frá búgarðinum í Danmörku. daga hefur hún verið með fleira en eitt tjald í miðbænum. Einnig hefur Magnea farið vítt og breitt um landið í sölutúra í samfloti með Pétri Kristjáns- syni hljómlistar- manni. Hún segist eiga Pétri mikið að þakka eins og fleiri, sem fengu að vera í samfloti með honum í þessum söluferðum. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Magneu. Um miðjan aldur fékk hún krabbamein, sem var orðið út- breitt. Þá þurfti hún að gangast undir meiriháttar aðgerð og hinar hefðbundnu lyíja - og geislameðferðir. Hið ótrú- lega var að hún sigraði í baráttunni, með hjálp hinna færu lækna sem studdu hana. Þá eins og venjulega sýndi hún sinn óbilandi kjark og huggaði sig við það ef sjúkdómur- inn hefði betur, að börnin hennar, Þórunn Magnea, Ari, Guðrún og Kristján, voru orðin sjálfbjarga, fullorðið fólk. Hún talar lítið um þessa erfiðu lífsreynslu og vill frekar segja frá björtu stundunum í lífi sínu. Þegar Magnea er spurð að því hvaða tónlist hún hlusti mest á, segir hún það vera klassík. Hún hefur ferðast víða um heiminn og finnst Afríka heillandi en hvergi eins fal- legt og á íslandi. Fyrir nokkru ætlaði Magnea að hætta að vinna og setj- ast í helgan stein. Hún hætti fljótlega við það vegna þess að athafnaþráin lét hana ekki í friði. Núna er hún með tvöfaldan sölubás í Kolaportinu, þar sem mikið úrval er af postulíni, pelsum og ýmis konar skrautmunum. Hún fer sjálf til útlanda að gera innkaupin og það eru einnig til antikhúsmunir í sölubásnum hennar Magneu. spurð að því hvort hún hafi ekki fundið fyrir því að eitthvað fylgdi gömlum mun- um, eins og stólum og borðum, segir hún að sér hafi stundum fundist það en það hafi alltaf verið gott eitt. „Það er eins og margir antikmunir hafi sál og ég hef van- ið mig á að umgangast þá þannig með mikilli virðingu og væntumþykju. Á æskuheimili mínu voru mjög falleg hús- gögn úr gegnheilum viði með miklum útskurði, sannköll- uð listaverk.” „Það var einu sinni þegar ég bjó í Danmörku að ég kom til íslands í heimsókn og hafði með mér gamla, afar fal- lega veggklukku, sem ég ætlaði að selja. Hún gekk rétt og stoppaði ekki nema ef gleymdist að draga hana upp. I hvert sinn sem ákveðinn kaupandi kom, stoppaði klukkan og fékkst ekki í gang fyrr en viðskiptavinurinn var farinn. Svona gekk í nokkur skipti þar til ég gafst upp og hætti við að selja hana. Eftir það hefur klukkan gengið án þess að vera með leiðindi. Einu sinni kom kona, sem sér lengra en við hin,og spurði hvaða gamla kona stæði alltaf við klukkuna. Ég gat engu um það svarað en tel ekki úti- lokað að það hafi verið fyrrverandi eigandi.” Fyrir nokkru vikum keyptum við Kristján sonur minn, búgarð á Fjóni. Við ætlum að breyta útihúsunum í gisti- herbergi og reka þar bændagistingu fyrir ferðamenn á sumrin. Þetta er spennandi verkefni og Kristján góður smiður. Núna er búið að selja allar íbúðirnar á Laufásvegi 6, nema fallegu íbúðina á jarðhæðinni, sem Kristján inn- réttaði á sérstakan hátt.” Magnea hefúr verslað með ýmislegt fleira en antik- muni. Þegar hún var rúmlega tvítug byrjaði hún með sölutjöld á 17. júní. Það gekk vel og á flesta þjóðhátíðar- Heima er bezt 395

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.