Heima er bezt - 01.09.2004, Side 12
Á 18. öld gengu yfir ísland meiri og þungbœrari harðindi en nokkru sinni fyrr og síðar, með
hafis og aflaleysi, eldgosum og grasleysi, sem og margvíslegum drepsóttum í mönnum og
skepnum. Þá var víða erfitt að dragafram lífið í byggðum landsins, hvað þá hjá þeim sem
freistuðu þess að lifa utan samfélagsins sem útilegumenn á hálendinu. Þetta tókstþó einum
manni áratugum saman og sá var Fjalla-Eyvindur, enda einstakur atgervismaður á flesta
grein. Margar þjóðsögur ganga afþessum fágæta hagleiksmanni, sem meðal annars leiddi
rennandi vatn gegnum kofa sína, hagnýtti sjóðandi hveri til matseldar, kunni að slá til elds og
að bregða vatnsheldar körfur úr víðitágum. Þá hafa verið settar saman um hann bœkur, Ijóð,
leikrit og kvikmyndir, svo að mjög áhugaverður hefur hann jafnan þótt.
Leiði Fjalla-Eyvindar í túnfœtinum á Hrafn-
fjarðareyri.
Texti og myndir:
Jón R. Hjálmarsson &
FJALLA-EYVINDUR var stundum einn í útilegu
sinni, en oftar var þó kona hans með honum og hét
sú Halla Jónsdóttir. Hún var ættuð úr Súgandafirði
og var ung ekkja á Homströndum, þegar Eyvindur barst
vestur og réðst þá til hennar sem vinnumaður. Þau gengu
síðar í hjónaband og bjuggu á ýmsum bæjum í Aðalvík
og Jökulljörðum og ef til vill líka á Austurströndum.
Einn þessara bæja var Hrafnijarðareyri i Hrafnfirði í Jök-
ulijörðum. Einhverjar grunsemdir féllu á þau um grip-
deildir, svo að þau flýðu úr byggð og lögðust út og lifðu
af því að ræna frá byggðamönnum. Slíkt framferði mælt-
ist að vonum illa fyrir á þeirri tíð og yfirvöld reyndu
mjög að hafa hendur í hári þessara útileguhjúa og tókst í
nokkur skipti að handsama þau. En þótt þau væru gripin
og flutt til byggða, þá heppnaðist þeim alltaf að sleppa úr
haldi, enda var Eyvindur einstaklega kunnáttusamur og
ráðagóður.
396 Heima er bezt