Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Side 13

Heima er bezt - 01.09.2004, Side 13
Horft til Vébjarnarnúps og inn eftir Jökulfjörðum. En að lokum fór það þó svo að þau Eyvindur og Halla gáfust upp á að lifa á hálendinu eftir að hörmungar móðuharðindanna dundu yfir sumarið 1783. Ekki er með nokkurri vissu kunnugt hvar þau höfðust við síðustu árin sín á fjöllum, en ýmsir telja þó að þá hafi þau verið með búhokur sitt í Hvannalindum og benda byggingar og aðr- ar mannavistarleifar á þeim stað til að svo kunni að hafa verið. Héldu þau þá vestur á firði og settust að á Hrafn- fjarðareyri sem frjálsir menn. Þar áttu þau heima til ævi- loka, hugsanlega í skjóli Ólafar, dóttur sinnar. Eyvindur dó um 1785 og var grafinn í túnfætinum á bænum, en Halla féll frá allmörgum árum síðar og var jarðsett í kirkjugarðinum á Stað í Grunnavík. Þegar Eyvindur lauk ævi sinni hafði hann verið meira og minna á flækingi um ijörutíu ára skeið og þar af lifað í um tvo áratugi sem útilegumaður á fjöllum. Hlýtur slíkt að teljast meira en lítið afrek. Þótt litið væri á þau Eyvind og Höllu sem þjófa og ill- ræðismenn, meðan þau voru uppi, þá hefur viðhorfið gagnvart þeim breyst mjög á síðari tímum. Nú á dögum vekur það fremur aðdáun og virðingu hversu dugleg þau voru að bjarga sér og hversu lengi þeim tókst að lifa utan samfélagsins í óbyggðum landsins. Er svo að sjá sem þjóðin hafi fyrir löngu fyrirgefið þeim allar misgjörðir og tekið þau í sátt. Meira að segja hefur nú síðustu árin verið starfandi óformlegur félagsskapur nokkurra karla og kvenna sem hefur það að markmiði að heiðra minningu þeirra. Meðal annars hafa þessir aðilar látið merkja nokkra dvalarstaði þeirra á hálendinu og einnig reist þeim minnismerki á Hveravöllum og Hrafnfjarðareyri. Minnismerkið á Hveravöllum var reist árið 1998 og var það unnið af listamanninum Magnúsi Tómassyni. Sýnir það tvö tilhöggvin steinhjörtu og var annar steinninn tek- inn úr bæjarlæknum á fæðingarstað Eyvindar í Hlíð í Hrunamannahreppi, en hinn frá æskustöðvum Höllu í Súgandafirði. Hjá hjörtunum eru letraðar á klett þessar setningar: „Fangar frelsisins. Til minningar um Fjalla-Eyvind Jónsson f. 1714 og Höllu Jónsdóttur f. um 1710, útlaga í Lagt að landi fram undan Hrafnfjarðareyri. Bœjardalur að baki. Kjartan T. Ólafsson og Hjörtur Þórarinsson hafa lokið við að festa umrædda minningarplötu á klettinn. óbyggðum til margra ára. Hér í nánd var einn dvalar- staður þeirra. “ Árið 2002 voru svo tvö hliðstæð tilhöggvin steinhjörtu fest á klett skammt frá legstað Eyvindar í túnfætinum á Hrafnljarðareyri. Jafnframt var ákveðið að festa minning- arplötu á sama klettinn, en til þess þurfti að gera út nýjan leiðangur og varð loks af því sumarið 2004. Einn helsti hvatamaður þessara Eyvindarframkvæmda síðustu árin, hefur verið Hjörtur Þórarinsson á Selfossi. Þegar hann hafði látið útbúa málmplötu með viðeigandi áletrun, hélt hann vestur ásamt allmörgu samferðafólki og var ekið sem leið liggur til ísaljarðar mánudaginn 14. júní 2004. Daginn eftir var svo siglt yfir ísaljarðardjúp og inn í mynni Jökulfjarða, sem markast af Snæfjalla- strönd og Vébjarnarnúpi á hægri hönd og Sléttunesi og Grænuhlíð til vinstri. Þegar svo kemur inn á Jökulfirði liggja Hesteyrarljörður, Veiðileysuljörður og Lónafjörður til vinstri, en til hægri er siglt fram hjá Grunnavík og Leirufirði og loks beint af augum inn eftir Hrafnfirði, þar Heimaerbezt 397

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.