Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Page 14

Heima er bezt - 01.09.2004, Page 14
Leiðangursmenn fá sér af nesti og hvíl- ast í hvannstóði á bœjarstœðinu á Hrafnfjarðareyri. til lagst var við festar skammt undan landi á eyðibýlinu Hrafnfjarðareyri. Þar voru leiðangursmenn selfluttir í land á gúmbáti og síðan hafist handa við að festa umrædda plötu á klett í túnfætinum, rétt hjá leiði Eyvindar sem merkt er með krossi og steini. A plötuna er letrað: Hjörtur Þórarinsson við steinhjörtun tvö á Hrafnfjarðareyri. „ Útlagarnir Eyvindur og Halla. Eyvindur Jónsson frá Hlíð í Ytri- Hrepp f. 1714 og Halla Jónsdóttir úr Súgandafirði, bjuggu hér á Hrafn- farðareyri í nokkur ár fram um 1762. Nœsta áratuginn og e. t. vill lengur, voru þau á flótta, m. a. á örœfum Is- lands. Síðustu árin bjuggu þau hér. Eyvindur er talinn jarðsettur skammt héðan 1785, en Halla á Stað í Grunnavík 1792. Þessir tveir bautasteinar voru teknir á œskustöðvum þeirra. “ Að verki loknu snæddu menn nesti og skoðuðu sig um á bæjarstæði og nánasta umhverfi. Einn í hópnum var Sigurgeir Líkafrónsson, sem er fæddur og uppalinn á Hrafnfjarðareyri, þar sem foreldrar hans bjuggu til 1943, en þá fór bærinn í eyði. Veitti hann samferðafólki sínu margar góðar og gagnlegar upplýsingar um búskap og mannlíf í Jökulfjörðum, meðan það var og hét. Auk þeirra Hjartar og Sigurgeirs voru með í ferðinni Kjartan T. Olafsson, Selfossi, Ragnar Böðvarsson, Sel- fossi, Páll Lýðsson og Elínborg Guðmundsdóttir, Litlu- Sandvík, Guðrún Hjörleifsdóttir og Jón R. Hjálmarsson, Reykjavík, Sigurður Sigurðarson, Reykjavík, Björg Helgadóttir og Jóhann Guðmundsson, Holti í Svínadal. Siglt var aftur til Isaljarðar samdægurs og ekið suður með veislu góðra minninga í farangrinum. 398 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.