Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 15

Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 15
VOPN REÐU VINSTRI UMFERÐ Gripið niður í sögu vinstri og hægri umferðar Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mœttust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverð- inu brá, sömu megin og sá vai; sem á móti kom. Orv- hentir riddarar urðu sjald- an ellidauðir. Þó er dæmi um riddara af skoskri ætt, þar sem örvhendni var arf- geng. Þessir menn hönnuðu umhverfi sitt við hœfi; til dœmis skrúfast vindustigar í köstulum þeirra öfugt við það sem annars tíðkast. egar Bónifasíus áttundi páfi bauð pílagrímum árið 1300 að víkja til vinstri, var hann að- eins að staðfesta ævaforna umferðar- reglu. Meðal annars má telja fullvíst að Rómverjar hafi virt þennan sið, enda oft þröng á þingi á götum Róm- ar, svo umferðin hefur orðið að fara að föstum reglum. Hægri umferð verður rakin til frönsku stjórnarbyltingarinnar. Fram að henni náði stéttaskiptingin til um- ferðarinnar í Frakklandi. Aðallinn ók vögnum sínum vinstra megin á veg- unum og bolaði alþýðunni út á hægri kantinn. Gangandi almúgamenn héldu sig til hægri og viku út á veg- kant fyrir umferð höfðingjanna. Eftir byltinguna 1789 töldu aðalsmenn tryggara að láta lítt á sér bera og slógust því í för með borgurunum. Þar kom að Robespierre lögfesti hægri umferð í París, og Napóleon breiddi þessa venju út og festi í sessi með því að fara með sveitir sínar hægra megin á vegunum. NAPÓLEON TIL HÆCRI Sigurganga Napóleons og herja hans í Evrópu varð til þess að hægri umferð var tekin upp í Niðurlöndum, Sviss, Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi og á Spáni. Þar sem Napóleon náði ekki ítökum - í Bretlandi, Austurrísk- ungverska keisaradæminu, Rússlandi og Portúgal - ferðuðust menn sem fyrr vinstra megin. Danir, sem stóðu með Frökkum, lögfestu hægri um- ferð 1793. Breytingin náði samt ekki til útnára konungsríkisins, íslands, enda ekki af mikilli umferð að státa þar. (Bent hefur verið á það að konur sneru til vinstri í íslenskum söðlum, og ef tvær hefðarfrúr hefðu mæst í þröngu einstigi og vikið til hægri, hefðu þær átt á hættu að krækja fót- unum saman!) Vinstri áhrif Breta Þar sem Bretar réðu ríkjum óku menn (og aka víða enn) vinstra meg- in á vegum. A Indlandi, í Eyjaálfu og í nýlendum Breta í Afríku var hvar- vetna tekin upp vinstri umferð - þó ekki i Egyptalandi, sem herir Napól- eons lögðu undir sig og innleiddu hægri umferð áður en Bretar komust þar til valda. í nokkrum landluktum ríkjum í Afríku, sem áður voru breskar nýlendur, hafa yfirvöld samt tekið upp hægri umferð til samræmis við það sem tíðkast í löndum allt í kring. (í upphafi síðari heimsstyrjaldar stóð til að breyta umferðinni á ís- landi, en hernám Breta gerði þau á- form að engu, enda var umferð her- manna mun meiri en heimamanna á vegum landsins.) Framan af var vinstri umferð ráð- andi í Bandaríkjunum. Fyrstu lög um hægri umferð þar í landi voru sett 1792 og tóku aðeins til aksturs um tollbrú í Pennsylvaníu, á milli Lancaster og Fíladelfiu. Hægri umferð var svo lögleidd í New York 1804 og í New Jersey 1813. í Kanada, sem laut breskri stjórn, var víðast vinstri umferð þar til upp úr 1920. Heima er bezt 399

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.