Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 16
Eftir miðja 19. öld þvinguðu Bret- ar og Bandaríkjamenn Japana til að opna hafnir sínar erlendum kaup- mönnum, og 1859 var tekin upp vinstri umferð í landinu að kröfu Breta. Yfirgangur Breta í Kína á 19. öld varð einnig til þess að Kínverjar tóku upp vinstri akstur í lok ópíum- stríðanna, en þeir færðu sig yfir á hægri kantinn 1946. í nýlendum flestra annarra Evrópuþjóða var farið að fordæmi nýlenduherranna. í Indónesíu aka menn enn vinstra megin þótt Hollendingar legðu þann sið af 1795. Rússar tóku upp hægri umferð rétt fyrir byltingu kommún- ista, en flestar aðrar þjóðir héldu ó- breyttum akstri eftir að fyrri heims- styrjöld lauk. Áfram vinstra megin Þótt Austurrísk-ungverska keisara- dæmið leystist upp, héldu Tékkar, Júgóslavar og Ungverjar áfram að víkja til vinstri. Portúgalar tóku upp hægri akstur á þriðja tug síðustu aldar. Napóleon lagði undir sig hluta Austurríkis og innleiddi þar hægri umferð, en annars staðar í landinu var ekið vinstra megin. Eftir að Napóleon lagði vesturhluta landsins, Tíról, undir Bæjaraland, voru samt fáir vegir með hægri umferð eftir í Austurríki. Evrópa til hægri Þegar Þjóðverjar innlimuðu Aust- urríki í mars 1938, lögleiddi Hitler hægri umferð í landinu á einni nóttu. Þetta olli öngþveiti í umferð, því mörg umferðarskilti sneru þannig að að ökumenn sáu ekki á þau. Það tók nokkrar vikur að laga sporvagnakerf- ið í Vínarborg að nýju reglunum, og á meðan var sporvögnunum ekið vinstra megin en önnur umferð vék til hægri. Eftir að Þjóðverjar her- námu Tékkóslóvakíu og Ungverja- land var vinstri akstur aflagður þar. Síðasta vígið á meginlandi Evrópu féll svo 1967. Þá tóku Svíar upp hægri akstur eftir rækilegan undir- búning. Þegar við íslendingar fetuðum í fótspor Svía 1968, nutum við góðs af reynslu þeirra. Helstu forvígismenn hægri umferðar i Evrópu verða seint orðaðir við manngæsku. Efst t.v. Robespierre, svo Napóleon og Hitler. Ulfalaar og eyjaskeggjar réðu Um svipað leyti kom til tals að taka upp hægri umferð í Pakistan. Á- formin strönduðu einkum á því að þar í landi eru úlfaldalestir oft á ferli um nætur án tilsagnar manna, meðan riddararnir móka í söðlum sínum, og menn treystust ekki til að kenna gömlum úlföldum nýjar umferðar- reglur. Sá sem þetta skráir veit aðeins eitt dæmi þess að umferð á vegum hafi færst frá hægri til vinstri. Þegar Argentínumenn hernámu Falklands- eyjar í apríl 1982, flýttu þeir sér að lögfesta þar hægri umferð, íbúunum til mikillar skapraunar. Þeir fengu svo að taka upp fyrra aksturslag eftir að breskt herlið náði eyjunum aftur í júní sama ár. Á legi, í lofti og á teinum Nú er svo komið að ökumenn þurfa óvíða að skipta um vegarhelm- ing þegar þeir aka yfir landamæri. Stærstu og fjölförnustu vegakerfin með vinstri umferð eru á eyjum - Bretlandseyjum, Japan og Indónesíu. Á skipaskurðum og vatnaleiðum gilda sömu reglur og um siglingu á höfunr: Þar er hægri umferð. Sama á við um flugumferð, jafnt innanlands sem milli landa. Umferð á járnbrautum er yfirleitt eins og á akvegum viðkomandi lands. Þó er vinstri umferð á frönsk- um járnbrautum, og er skýringin sú að breskur verkfræðingur stjórnaði lögn þeirra. Samt er hægri umferð á öllu jarðlestakerfinu í París. Og lestir í Alsace-Lorraine renna líka á hægri teinum, enda réðu Þjóðverjar héraðinu (Elsass-Lothringen) frá 1870 til loka fyrri heimsstyrjald- ar og aftur á árum hinnar síðari. Á gömlu landamær- unum milli Frakk- lands og Þýska- lands mynda járn- brautarteinarnir slaufur (saut de mouton, ,,sauðastökk“), þar sem lest- irnar skipta um brautarhelming. Sjá „Left is right on the road“ eftir Mick Hamer, í jólablaði New Scientist 1986. Það sem hér er skráð er að mestu endursögn á hlutum þeirrar greinar, og birtist raunar áður x FÍB-blaðinu, 1. tbl. 2000. Hér hefur þó verið vikið við orði á stöku stað og nokkrum setningum bætt við. K 4r Él .JkaÆk Mt Jk ák 400 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.