Heima er bezt - 01.09.2004, Side 22
Haganesvík 1947.
staðnæmast hjá væntanlegu heimili
okkar við Aðalgötuna.
Ávallt síðan hefur þessi vetrarferð
verið mér ærið föst í huga. Það var
mikill viðburður í lífi mínu að vakna
næsta morgun á þessum ókunna stað.
Það var nærri því eins og maður get-
ur ímyndað sér að vakna á öðrum
hnetti. Allt var nýtt, bæði himinn og
jörð, og þegar ég kom út á húströpp-
urnar þennan morgun, var eins og
tjald væri dregið ffá leiksviði. Fjærst
er fagur fjallahringur, allt í kringum
byggðina. Kaupstaðurinn sjálfur
stendur á nokkru sléttlendi við aust-
anverðan ijarðarbotninn. Hornið var
það kallað. Einnig var komin húsa-
röð upp í brekkunni fyrir ofan, þó að
hún ætti eftir að aukast síðar. Bæjar-
stæðið er því fagurt. Flestir íbúanna í
plássinu voru annað hvort verka-
menn eða sjómenn. Aðrar stéttir
voru varla til í Ólafsfirði um þessar
mundir, utan nokkrir útgerðarmenn,
kaupmenn og iðnaðarmenn, auk
hinna hefðbundnu embættismanna.
Þetta voru stéttirnar sem byggðu
þennan stað, á því herrans ári 1950.
Hér var fólk sem vann í sveita síns
andlits og flestir undu glaðir við sitt.
Næstu dagar í Ólafsfirði fóru í það
að koma okkur fyrir í hinum nýju hí-
býlum, því að ýmsu varð að hyggja
og Ólafsfjaröarárin reyndust mér
ljúf. Greinarhöfundi hlýnar því ávallt
um hjartaræturnar þegar hann ferðast
um þessar byggðir og þó festi hann
ekki rætur þar. Hvers vegna ekki?
Ekki leiddust mér sveitastörf, sjó-
sókn, vegavinna eða hvað annað sem
bauðst ungum strákum á mínum
aldri að starfa. En allt var þetta stop-
ul vinna, sem gaf lítið í aðra hönd.
Því var það venja margra ungra
manna norðanlands um miðja síðustu
öld, að fara suður á vertíð. „Farðu
suður, farðu suður, ungi maður“,
hljómaði í eyrum okkar, sem vorum
búnir í skólanum. „Þegar þið eruð
orðnir ríkir getið þið komið aftur og
haslað ykkur völl á heimaslóðum“,
var gjarnan sagt í góðlátlegu gamni á
kveðjustund. Sumir sneru aftur, en
fleiri urðu eftir á suðvesturhorninu,
eins og það var kallað. Meðal þeirra
var ég.
Nú, hin síðari ár, verður mér oft
hugsað til foreldra minna, sem alltaf
bjuggust við því að ég kæmi heim
aftur, þó sú yrði ekki raunin. Þegar
ég hafði unnið mér inn nokkra fjár-
hæð við vertíðarstörf og sjávarafla,
settist ég að í höfuðstaðnum og hóf
iðnnám í húsgagnabólstrun hjá Tré-
smiðjunni Víði, á Laugavegi 166, í
Reykjavík.
Að þessari iðn starfaði ég í rúman
aldarijórðung, en þá hafði EFTA að-
ildin gert nánast út af við íslenska
húsgagnaframleiðslu, með niður-
greiddum, erlendum húsgögnum,
sem yfirfylltu íslenska markaðinn og
fáir innlendir framleiðendur fengu
staðist.
Meðal þeirra sem hurfu af sjónar-
sviðinu var gamli vinnustaðurinn
minn, Trésmiðjan Víðir, sem um ára-
bil var einn stærsti húsgagnafram-
leiðandi landsins.
Námsárin í Víði og tímabilið í
kringum 1960 eru mér stundum ofar-
lega í huga og kemur þar margt til
sögu, blómlegt menningarlíf höfuð-
staðarins, bíómyndirnar, dægurlögin
og tískan, svo eitthvað sé nefnt, og
Reykjavík með alla sína skemmti-
staði, var sannkallaður unaðsreitur
unga fólksins á þessum árum og þarf
ég ekki annað en að setja gamla
plötu á fóninn til þess að komast aft-
ur í þetta sæla minningarástand, sem
ríkti svo mjög á þessum tíma. Og
stúlkurnar, með hlýju hendurnar og
silkimjúkar varir, vekja upp minn-
ingu um allt sem við gerðum saman.
Margt af því fólki, sem ég kynntist
hér í borginni á þessu tímabili, átti að
baki svipaðan feril og ég. Það var
fætt og uppalið framyfir unglingsár á
landsbyggðinni, en hafði síðan fluttst
til Reykjavíkur og ekki snúið heim
aftur, því höfuðborgin bauð betur.
Þægilegri vinnu, góð laun, mögu-
leika á einhvers konar námi og síðast
en ekki síst, fjölbreytilegt mannlíf.
Vitaskuld sneri sumt af þessu utan-
bæjarfólki aftur til síns heima eftir
að hafa dvalið um hríð í höfuðborg-
inni.
Mér verður einnig oft hugsað til
veru minnar í Ólafsfirði árið 1950 til
1955 og til áhyggjuleysis unglingsár-
anna í foreldrahúsum. Þar var sumar-
ið ávallt hinn mikli annatími bjarg-
ræðisins, en veturinn aftur á móti
nær samfelldir skóladagar. Um sum-
arfrí og ferðalög var ekki að ræða,
öðruvísi en í sambandi við atvinnu.
Sjómennskan dró unga menn mjög
að sér á þessum árum, enda gaf hún
mikið í aðra hönd þegar miðað var
við landvinnu.
Þegar ég hugsa til Ólafsíjarðarár-
anna eru það mótorskellir, olíu-
stybba, maður við stýri, sólbjartir
morgnar og sléttur sjór, sem kemur
fyrst upp í hugann. Margir Ólafsfirð-
ingar áttu litla vélbáta, sem haldið
406 Heima er bezt