Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Side 23

Heima er bezt - 01.09.2004, Side 23
var úti yfir sumarið, á færum eða línu og meðal þeirra var faðir minn, svo ég kynntist aðeins þessum þætti sjómennskunnar. Að vera um borð í bátnum á fiskislóð, í logni og mið- nætursól á norðlenskum firði, er minning sem seint gleymist. Ólafsfjörður var sannkallaður æv- intýraheimur í mínum huga á þessum árum, þó að nokkurt atvinnuleysi væri viðvarandi á þessum tíma, er olli fólksfækkun um hríð. Þrátt fyrir það komust íbúarnir sæmilega af í þá daga, enda minni kröfur um lífsþæg- indi en nú gerist. Margir höfðu skepnur til búdrýginda; kýr, kindur, svín og hænsni. Sérstakt hverfi gripahúsa var vestan við kaupstaðinn og gekk undir nafninu ijósahverfið. Á sumrin var því staðurinn í aðra röndina einnig líkur rólegu sveita- þorpi. Kvölds og morgna sáust kýr silast eftir götunum án nokkurs tillits til fólks og farartækja og hænur hlupu gaggandi yfir fætur manns í tíma og ótíma. Margan sumardaginn mátti einnig sjá fólk keppast við að heyja túnblettina sína suður með Vatninu. Heyið var síðan bundið og flutt í hlöður gripahverfisins. Stund- irnar í heyskapnum eru eftirminni- legar. Eg get ennþá fundið angandi töðuilminn og gróskuþefinn upp úr rakri moldinni, þó að hálf öld sé liðin frá þessu heyskaparbasli mínu. Þrátt fyrir landbúskapinn var það samt sjósóknin sem setti mestan svip á athafnalífið í Ólafsfirði á þessum árum. Allan sumarlangan daginn bergmálaði ijörðurinn af hinum and- stuttu mótorskellum og urðu reyndar hluti af tilverunni í plássinu og í gamla skúrahverfinu upp frá bryggj- unni stóðu konur og börn við upp- stokkun eða beitningu línu, dag eftir dag. Einhver hefur sagt að þar komi síðar á ævinni, að mörg okkar leiti að einhverju leyti uppruna síns, bernsku- og æskuslóða. Það er reynda ofur eðlilegt þvi þar liggja okkar dýpstu rætur, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Á þann hátt eru sumar sveitir Tröllaskaga í órofa sambandi við minningar bernsku minnar og æsku. Það er deiglan sem mótaði mig ungan og þegar að því kom að ég hleypti heimdraganum um tvítugsaldurinn fannst mér ég vera fullmótaður einstaklingur. Síðar varð mér ljóst að einstaklingurinn er alltaf að þroskast, ævina á enda. Það má annars telja það eins konar tilviljun að ég festi þessar línur á blað. Hins vegar hefur þetta við- fangsefni verið mér ærið hugstætt, einkum eftir að efri árin fóru að segja til sín og ég fór að dusta rykið af gömlum minnisblöðum og mynda- albúmum, sem ég á í fórum mínum og loksin áræddi ég að taka mér penna í hönd, ekki hvað síst eftir að mér stóð til boða að skrifa pistla í tímaritið Heima er bezt. Ég hugsa mér þessa minningaþætti úr ævi minni, sem eins konar myndasafn ffá heimi, sem nú er óðum að hverfa á vit gleymsku og fjarlægðar. Minni mitt nær til sumarsins 1938, að vísu stopult í fyrstu, en þá er ég á fimmta árinu að alast upp á „strönd- inni við ysta haf‘, norður í Haganes- vík í Fljótum. Það er um það leyti sem heimskreppunni miklu var að ljúka og hurð gamla tímans að falla að stöfum. Þegar ég fletti viðskipta- bók föður míns frá þessum árum, undrast ég nægjusemi foreldra minna, þrátt fyrir mikinn gestagang á heimilinu og þar vantaði margt sem þykir sjálfsagt að eiga í dag. En margt hefur einnig glatast eins og gömlu góðu gildin. Þó að lífsbaráttan væri oft hörð, voru margir þessara daga sælutíð þegar hamingja hins einfalda lífs finnur gleðina í hinu smáa. En hvemig var aðkoman í Neðra- Haganes vorið 1935? Það var um fardagaleytið, sem foreldrar mínir, Salbjörg Helga Þorleifsdóttir 37 ára og Sæmundur Jónsson 39 ára, flytja í Neðra-Haganes með tvö börn sín, Björgu 14 ára og undirritaðan á fyrsta árinu. Þriðja barn þeirra, Bára, 10 ára gömul, var í fóstri á Vatns- enda í Ólafsfirði. Sjö ára gamlan son, Guðmund Rósleif, höfðu þau misst úr lungnabólgu árið 1928. Faðir minn hefur lýst aðkomunni í Neðra-Haganes svo í minnisbók, sem hann hélt 1935: „Það var að verða kvöldsett þegar við komum í hlaðið á Neðra-Haga- nesi, svo sólin glóði á litlu baðstofu- gluggunum. Bæjarhurðinni var lokað með klinku og full eftirvœntingar opnuðum við dyrnar og gengum inn í rakt loftið, því bærinn hafði staðið auður nokkra hríð. Búslóðina og smíðatól mín fluttum við á tveimur vagnkerrum, sem hestar drógu. Sal- björg reið Rauð með drenginn, en Björg sat litlu Jörp, sem hún átti sjálf. Eg teymdi hestana með far- angrinum. Arni bróðir minn kom með kúna daginn eftir. I Neðra-Haganesi var lágreistur torfbær, að stofni til frá átjándu og nítjándu öld, meö einni burst fram á hlaðið sem horfði vestur yfir Haga- nesvík. Bœrinn stendur á lágum hól með gripahúsum bakatil og einnig lítilli skemmu að sunnanverðu. Um 2-300 metrar eru fram að allháum sjávarbakka. Ofar á túninu stóðu jjárhús og heytóft. I mýrlendi austan túnsins eru mógrafir og nokkrir hól- ar, þar sem mórinn var þurrkaður. Uppsátur er suður við Víkurbotninn. Netalagnir fyrir silungsveiði er í Miklavatni við austanverða Haga- nesborg. “ Hér lýkur lýsingu föður míns af fýrsta deginum í Neðra-Haganesi. En næstu dagar fara í ávinnslu á túninu og mótak til eldsneytis, en síðar hefst bygging smíðahúss, sem hann reisti úr viðum Mósgerðisbæjarins, er hafði staðið skammt upp frá svo- nefndri Mósvík við vestanverða Haganesvík. Við allt þetta umstang nutu for- eldrar mínir hjálpar sveitunga sinna, sem faðir minn greiddi aftur í vinnu- skiptum við smíðar. Það var mikið ævintýri út af fyrir sig að alast upp í Neðra-Haganesi á fjórða og fimmta áratugi 20. aldar. Um það leyti var Haganesvík versl- unar- og samgöngumiðstöð Fljóta- manna, með Samvinnufélagið í far- arbroddi, afgreiðslu póstbáta og strandferðaskipa, auk sérleyfisbif- reiða, sem höfðu endastöð í Haga- nesvík, í sambandi við póstbátsferðir Heima er bezt 407

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.