Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 24
til Siglutjarðar að sumar- lagi, allt þangað til veg- urinn yfir Siglufjarðar- skarð var opnaður til um- ferðarárið 1947. Tröllaskagi hefur stundum þótt nokkuð strangur í að aga börn sín, en það uppeldi hefur þó átt sinn þátt í að móta líf þeirra sem þarna ólust upp og síðar áttu eftir að bera hita og þunga dags- ins í margvíslegum störf- um hins fulltíða fólks. Þegar ég minnist hinna björtu æskudaga norður í Haganesvík, fer ekki hjá því að samferðafólkið frá þessum árum komi upp í hugann, einkum það sem oftast kom á heimili for- eldra minna í Neðra- Haganesi og varð mér því minnisstæðara fyrir vikið. Helstu „gestadag- ar“, eins og þeir voru kallaðir, voru venjulega bundnir komu póstbáts- ins að vetrarlagi eða þeg- ar kom að útsölu á skömmtunarvöru í Kaupfélaginu. Fólk úr báðum hreppum sveitarinnar og reyndar víð- ar að, flykktist að í erindum sínum á þennan eina „kontrapunkt“ sem Haganesvík var byggðarlaginu á þessum árum. Iðandi mannlíf og um- stang einkenndi þennan annars af- skekkta stað þegar svo bar undir. Þessa daga varð mjög gestkvæmt á þeim fáu heimilum í Víkinni og fór Neðra-Haganesheimilið ekki var- hluta af því. Minnist ég þess að hafa skrifað niður nöfn á fjórða tug gesta þar, einn og sama daginn. En gestakomur voru skemmtilegar, því þarna voru nýjustu viðburðir inn- ansveitar og utan, ræddir yfir máls- verði eða kaffibolla og urðu oft hinar Qörugustu umræður þar sem sitt sýndist hverjum. Stundum kom fyrir að fólk gisti næturlangt, einkum þeir sem voru lengst að komnir og ætluðu að taka sér far með póstbátnum. Ég geng þess ekki dulinn nú orðið, að þessi foreldrum mínum að ber- ast bréf og kveðjur frá þessu ágæta fólki og mátti þá stundum heyra á því að það saknaði „kaffilindarinnar“ góðu, sem þornað hafði við brottflutning þeirra frá Neðra-Haganesi og víst söknuðu foreldrar mínir sveitunga sinna úr Fljót- um um langa hríð. Fljót- lega eftir komuna til Ó- lafsljarðar var ég búinn að kynnast fjölda jafn- aldra minna og sestur að í eigin herbergi, súðarka- messi uppi á lofti í hús- inu okkar við Aðalgötu 11. Ur herbergisgluggan- um mínum hafði ég hið fegursta útsýni suður yfir Tjörnina og fram eftir firðinum, þar sem Hreppsendasúlur skört- uðu á sveitarenda. Þarna kom ég mér allvel fyrir með dívan, bókaskáp og upptrekktum grammó- fóni og nokkru plötu- safni. Móðir mín hafði beðið Grím Grímsson, fyrrverandi skólastjóra, að segja mér til í reikningi þennan vetur (1951) svo ég gæti fylgt hinum nemendum unglingaskólans eftir, því ég hafði aðeins verið þrjá mánuði í barnaskóla í Fljótum, þegar hér var komið sögu. Annars var skólalífið í Ólafsfirði skemmtilegt og úrvals kennarar í hverju rúmi, sem reyndu hvað þeir gátu að troða margs konar vísdómi í þessa ólátabelgi, sem við strákarnir höfum sjálfsagt verið, en stúlkurnar, skólasystur okkar, voru allar hinar prúðustu. Fyrsta sumarið mitt í Ólafsfirði var ég bensíntittur hjá Bifreiðastöð Ó- lafstjarðar. Um þetta leyti voru bílar í Ólafsfirði innan við fimmtíu tals- ins, en svo var allur vélbátaflotinn sem gekk fyrir bensíni og var tals- verð sala til hans. Oft kom ég á bryggjuna og kynnt- ist þar hinu hressilegasta fólki. Trillukarlarnir vöktu mig stundum Greinarhöfundur á hestbaki sumarið 1940. I hestinn heldur eldri systir hans, Björg. risna var foreldrum mínum tjárhags- leg byrði, þó að ýmislegt kæmi á móti frá þessu góða fólki, en almenn fátækt var líka mikil í Fljótum á fyrri helmingi 20. aldarinnar. Aftur á móti voru þetta okkur í Neðra-Haganesi, hinir skemmtilegustu dagar og seint mun ég gleyma eftirsjánni þegar af- greiðslu póstbátsins var lokið og að- komufólkið fór að tygja sig til heim- ferðar, og allt umhverfið hljóðnaði á ný, til næsta áætlunardags póstbáts- ins. Að vetrarlagi man ég glögglega hve áhrifaríkt mér þótti oft að horfa á eftir löngum lestum sleða ækja halda brott frá verslunarhúsunum í Víkinni til hinna ýmsu átta, heimilanna í sveitinni. Eftir aö við fluttum brott úr Fljót- um til Ólafsfjarðar haustið 1950, var 408 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.